Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
„Búið að stela Landgræðsluskólanum“
Mynd / HKr.
Fréttir 21. ágúst 2020

„Búið að stela Landgræðsluskólanum“

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Um Landgræðsluskólann sem stofnað er til af frumkvæði Land­græðsl­­­unnar var í gildi fjórhliða samn­ingur á milli utanríkisráðuneytisins, Háskóla Sameinuðu þjóð­­­anna, Landgræðslunnar og Land­­­­­búnaðar­­­­háskóla Íslands. Þar var landgræðslustjóri formaður stjórnar Landgræðsluskólans. Nú er þetta fyrirkomulag gjörbreytt og segir  Árni Bragason landgræðslustjóri í samtali við Bænda­­­blaðið að búið sé að stela skól­anum af Land­græðslunni. 
 
Breytt fyrirkomulag felst í því að Landgræðslu­skólinn heyri nú undir stofnun sem heitir GRÓ Þekkingar­miðstöðvar þróunar­samvinnu. Auk þess að vera eins konar regnhlíf í samstarfi við UNESCO yfir Landgræðslu­skólanum, þá heldur GRÓ utan um Sjávar­útvegsskólann, Jarðhitaskólann og Jafnréttis­skólann. 
 
Landgræðsluskólinn gerður að deild í LbhÍ
 
„Á fundi í júní tilkynnti GRÓ að það yrði samið við Landbúnaðar­háskólann en ekki Landgræðsluna um rekstur skólans. Síðan ætti Land­búnaðarháskólinn að leita til okkar um samning. Ég vil orða það þannig að það er búið að stela Landgræðsluskólanum frá Land­græðslunni því það vorum jú við sem settum hann upphaflega af stað. Nú er búið að gera hann að deild í Land­búnaðar­háskólanum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri.  
 
Furðulegt að sniðganga fagstofnunina
 
„Ég var mjög ósátur við þetta og reyndi allt sem ég gat til að fá þessu breytt á þann hátt að það yrði bæði gerður samningur við Landgræðsluna og Land­búnaðar­háskólann.
 
Árni Bragason.
Ég get ekki neitað því að ég er verulega ósáttur við að rektor LbhÍ skyldi skrifa undir þennan samning og gangast undir að Landgræðsluskólinn yrði gerður að deild í Landbúnaðarháskólanum. Með þessu er búið að kasta fagstofnuninni út sem er mjög óeðlilegt í ljósi þess að starfs­fólk Landgræðslunnar hefur staðið fyrir  um það bil 60% af kennslunni. Þá verja nemendurnir einum þriðja af sínum tíma hjá Landgræðslunni og þau námskeið sem haldin hafa verið á vegum Landgræðsluskólans erlendis, hafa nánast alfarið verið borin uppi af starfsfólki Landgræðslunnar. Það er því vægast sagt furðulegt að sniðganga fagstofnunina í þessu dæmi,“ segir Árni Bragason. 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...