Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
„Búið að stela Landgræðsluskólanum“
Mynd / HKr.
Fréttir 21. ágúst 2020

„Búið að stela Landgræðsluskólanum“

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Um Landgræðsluskólann sem stofnað er til af frumkvæði Land­græðsl­­­unnar var í gildi fjórhliða samn­ingur á milli utanríkisráðuneytisins, Háskóla Sameinuðu þjóð­­­anna, Landgræðslunnar og Land­­­­­búnaðar­­­­háskóla Íslands. Þar var landgræðslustjóri formaður stjórnar Landgræðsluskólans. Nú er þetta fyrirkomulag gjörbreytt og segir  Árni Bragason landgræðslustjóri í samtali við Bænda­­­blaðið að búið sé að stela skól­anum af Land­græðslunni. 
 
Breytt fyrirkomulag felst í því að Landgræðslu­skólinn heyri nú undir stofnun sem heitir GRÓ Þekkingar­miðstöðvar þróunar­samvinnu. Auk þess að vera eins konar regnhlíf í samstarfi við UNESCO yfir Landgræðslu­skólanum, þá heldur GRÓ utan um Sjávar­útvegsskólann, Jarðhitaskólann og Jafnréttis­skólann. 
 
Landgræðsluskólinn gerður að deild í LbhÍ
 
„Á fundi í júní tilkynnti GRÓ að það yrði samið við Landbúnaðar­háskólann en ekki Landgræðsluna um rekstur skólans. Síðan ætti Land­búnaðarháskólinn að leita til okkar um samning. Ég vil orða það þannig að það er búið að stela Landgræðsluskólanum frá Land­græðslunni því það vorum jú við sem settum hann upphaflega af stað. Nú er búið að gera hann að deild í Land­búnaðar­háskólanum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri.  
 
Furðulegt að sniðganga fagstofnunina
 
„Ég var mjög ósátur við þetta og reyndi allt sem ég gat til að fá þessu breytt á þann hátt að það yrði bæði gerður samningur við Landgræðsluna og Land­búnaðar­háskólann.
 
Árni Bragason.
Ég get ekki neitað því að ég er verulega ósáttur við að rektor LbhÍ skyldi skrifa undir þennan samning og gangast undir að Landgræðsluskólinn yrði gerður að deild í Landbúnaðarháskólanum. Með þessu er búið að kasta fagstofnuninni út sem er mjög óeðlilegt í ljósi þess að starfs­fólk Landgræðslunnar hefur staðið fyrir  um það bil 60% af kennslunni. Þá verja nemendurnir einum þriðja af sínum tíma hjá Landgræðslunni og þau námskeið sem haldin hafa verið á vegum Landgræðsluskólans erlendis, hafa nánast alfarið verið borin uppi af starfsfólki Landgræðslunnar. Það er því vægast sagt furðulegt að sniðganga fagstofnunina í þessu dæmi,“ segir Árni Bragason. 
Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.