Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ytra-Vallholt
Bærinn okkar 30. október 2014

Ytra-Vallholt

Núverandi ábúendur tóku við búi af foreldrum Hörpu 1999. Fénu var fjölgað og gömlu minkabúi, sem til var, breytt í fjárhús til viðbótar við 300 kinda hús sem fyrir voru.

Verið er að byggja aðeins í við þannig að fénu mun líklega  fjölga eitthvað á næstunni.

Býli:  Ytra-Vallholt.

Staðsett í sveit: Fyrrverandi Seyluhreppi í núverandi Sveitar­félaginu Skagafirði.

Ábúendur: Björn Grétar Friðriksson  og Harpa Hrund Hafsteinsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Friðrik Snær, 13 ára, Hafsteinn Máni, 11 ára og Birta Lind, 2 ára.

Stærð jarðar? Um 250 ha.

Gerð bús? Blandað bú.

Fjöldi búfjár og tegundir? 600 kindur, 50 hross, 2 hundar, 3 kettir og 3 hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Mjög misjafnt eftir árstíðum. Á veturna eru það gjafir og tamningar sem taka mestan tímann, á sumrin heyskapur og önnur tilfallandi verk.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburðurinn skemmtilegastur en biluð tæki og skítmokstur leiðinlegast.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Vonandi svipaður nema betra fé og betri hross.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru bara í góðu gengi.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Bara vel enda verið að framleiða úrvals vöru.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Lambakjöt og mjólkurvörur.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur og rabarbara­sulta.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Mjög misjafnt eftir heimilismeðlimum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar fyrsta hrossið okkar fór í fyrstu verðlaun. Búin að eignast mörg fyrstu verðlauna-hross síðan en það toppar ekkert gleðina yfir þessu fyrsta.

5 myndir:

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...