Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Samtök norrænna bændasamtaka á Norðurlöndunum (NBC), sendu Norrænu ráðherranefndinni yfirlýsingu í sumar þar sem samdóma áliti var lýst að nýju norrænu næringarleiðbeiningarnar væru langt frá núverandi matarmenningu. Einnig var bent á mikilvægi þess að útiloka ekki sérstaka fæðuhópa við gerð ráðanna, ná þyrfti til fólks á öllum stigum lífsins og að án dýrapróteina geti verið erfitt að tryggja nægilega næringarþörf fólks. Mynd frá fundi hópsins á dögunum í Finnlandi, þar sem Mats Nylund (fyrir miðju), formaður SLC, sænskumælandi finnskra bænda, var meðal annars upplýstur um stöðu mála norrænu næringarráðanna.
Samtök norrænna bændasamtaka á Norðurlöndunum (NBC), sendu Norrænu ráðherranefndinni yfirlýsingu í sumar þar sem samdóma áliti var lýst að nýju norrænu næringarleiðbeiningarnar væru langt frá núverandi matarmenningu. Einnig var bent á mikilvægi þess að útiloka ekki sérstaka fæðuhópa við gerð ráðanna, ná þyrfti til fólks á öllum stigum lífsins og að án dýrapróteina geti verið erfitt að tryggja nægilega næringarþörf fólks. Mynd frá fundi hópsins á dögunum í Finnlandi, þar sem Mats Nylund (fyrir miðju), formaður SLC, sænskumælandi finnskra bænda, var meðal annars upplýstur um stöðu mála norrænu næringarráðanna.
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir, samskiptastjóri BÍ.

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan um, hófst í janúar árið 2019 og stefnt er á að kynna þau hérlendis í júní á næsta ári, þegar Ísland fer með formennsku í nefndinni.

Undirrituð situr í verkefnahóp norrænna bænda- samtaka og fleiri aðila sem tengjast landbúnaði, en nýverið sendi hópurinn bréf til Norrænu ráðherranefndarinnar, vegna ýmissa vankanta sem þau sjá á vinnu við nýju norrænu næringarráðleggingarnar.

Norðurlöndin hafa frá árinu 1980 haft samstarf um næringarráðin og hafa þær verið endurskoðaðar reglulega en síðast komu þær út árið 2012. Nýju íslensku ráðleggingarnar, sem fyrirhugað er að komi út árið 2024, byggja á norrænu næringarráðleggingunum, öðrum rannsóknum á sambandi næringar og heilsu ásamt niðurstöðum kannana á mataræði Íslendinga, bæði barna og fullorðinna.

Með bréfinu sem sent var til Norrænu ráðherranefndarinnar í nóvember lýsti verkefnahópurinn yfir áhyggjum af þeirri vinnu og því aðgerðarleysi sem er í framkvæmd af starfandi nefnd um norræn næringarráð (NNR). Dregið er í efa hversu afdráttarlaus tilvísun er í umhverfisleg áhrif og er hætta talin á að norrænu næringarráðleggingarnar muni ráðast frekar af loftslags- markmiðum heldur en þáttum sem snúa að næringu og heilsu. Mikilvægt er að allir þættir sjálfbærni séu með, ekki eingöngu sem snúa að umhverfismálum, heldur einnig efnahagslegri og félagslegri sjálfbærni.

Fylgjandi róttækri breytingu matvælakerfa

Norræna hópnum finnst skorta á góða og vísindalega aðferðarfræði ásamt gagnsæi við vinnu norrænu næringarráðanna í því starfi sem á endanum mun hafa áhrif bæði á lýðheilsu og samfélagið almennt á Norðurlöndunum, þá sérstaklega á búskap og matvælaframleiðslu.

Í fyrsta lagi er samsetning starfshópsins sem vinnur að norrænu ráðunum áhyggjuefni. Svo virðist sem horft hafi verið framhjá sérfræðingum og rannsóknarstofnunum með hæfni og innsýn í sjálfbæra matvælaframleiðslu á Norðurlöndunum. Þess í stað var bresk hugveita, Chatham House, með fulltrúana Helen Harwatt og Tim Benton, fengin til að meta sjálfbærnikafla ráðanna.

Þetta gerist án útboðsferils og ekki virðist hægt að fá opinberar upplýsingar um hvernig þessi ákvörðun var tekin. Okkur finnst það í hæsta máta óeðlilegt að bresk stofnun, sem lýst er sem hugveitu, sem líta má á sem hugmyndafræðilega stofnun, beri meginábyrgð á því að skapa vísindalegan grunn fyrir ríkisvald í stað þess að vera í samstarfi við landbúnaðarstofnanir á Norðurlöndunum sem hafa unnið við sjálfbæra matvælaframleiðslu í áratugi.

Bæði Helen og Tim hafa lýst því opinberlega að þau séu fylgjandi róttækri breytingu á matvælakerfinu og eru talsmenn mikillar fækkunar á framleiddum matvælum úr búfénaði. Róttækar breytingar á matvælakerfinu og ráðleggingum um mataræði munu hafa miklar afleiðingar fyrir fæðuöryggi, sjálfsbjargarviðleitni, nýtingu staðbundinna auðlinda, líffræðilegan fjölbreytileika, efnahag og atvinnu á Norðurlöndunum.

Þar að auki eru margar rannsóknir sem sýna fram á jákvæð áhrif dýraframleiðslu á bæði næringu, heilsu og sjálfbærni sem hefði mátt vera með. Helen hefur meðal annars lagt fram tillögur í Bretlandi þar sem 60-80% af landbúnaðarsvæði verði fjarlægt og í stað þess komi búsvæði fyrir villt dýr, ræktun grænmetis og skóga. Harwatt er einnig hluti af Animal Law, sem berst fyrir réttindum dýra. Þar að auki er Jelena Meinil höfundur kafla um kjöt og kjötafurðir. Hún hefur gefið út skýrslur þar sem fram kemur að draga þurfi úr kjötneyslu, rautt kjöt sé ekki sjálfbært og að matur úr dýraríkinu sé ekki æskilegur.

Tekst ekki að viðurkenna fæðuöryggi

Fyrsta bakgrunnsritgerð sem gefin var út um sjálfbærni á þessu ári í norrænu ráðunum sleppir þeim jákvæðu áhrifum sem búfjárframleiðsla hefur á líffræðilegan fjölbreytileika. Sauðfé, geitur og nautgripir eru jórturdýr sem éta gras og jurtir. Þegar þessir búfjárhópar fá að ganga frjálsir um beitiland og á víðavangi skapa þeir opið sléttlandslag með búsvæðum fyrir þúsundir annarra tegunda. Þess vegna gegna beitardýr mikilvægu hlutverki í að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika og vistfræðilegri virkni beitar. Þar að auki er ekki fjallað um jákvæð áhrif nýsköpunar í matvælaframleiðslu sem er sennilega ein öflugasta leiðin í átt að loftslagshlutlausri og sjálfbærri matvælaframleiðslu í framtíðinni. Það sem er einnig eftirtektarvert er að í norrænu ráðleggingunum eru þættir sem tengjast fæðuöryggi og mikilvægi þess ekki viðurkennt, jafnvel þó að fæðuöryggi sé órjúfanlegur hluti af sjálfbærri matvælaframleiðslu. Ljóst er að mikill svæðisbundinn munur er á milli Norðurlandanna hvað varðar auðlindir, loftslag, árstíðir og framboð ljóss.

Norðurlöndin hafa takmarkaða möguleika á grundvallarbreytingu í matvælaframleiðslukerfinu. Tilfinning nefndarinnar virðist vera að auðvelt sé að nýta svæði sem notuð eru til dýraframleiðslu til matvælaframleiðslu úr jurtaríkinu. Þetta er grundvallarmisskilningur norræna matvælakerfisins, þar sem dýr, og sérstaklega jórturdýr, eru lykilaðilar í því að breyta fæðuauðlindunum sem ekki henta til manneldis, í mjög næringarríka fæðu. Ríflegur samdráttur í dýraframleiðslu myndi ekki aðeins hafa versnandi áhrif á svæðisbundinn landbúnað, heldur einnig draga úr sjálfsbjargarviðleitni og fæðuöryggi. Þar að auki myndi það leiða til aukinna innflutningshlutfalla og hugsanlega auka þrýsting á alþjóðlegt matvælaverð. Miðað við eftirspurn eftir aukinni matvælaframleiðslu á heimsvísu virðist fáfróðlegt að innleiða ráðleggingar um mataræði á Norðurlöndunum sem gætu leitt til minnkandi matvælaframleiðslu. Samdráttur í innlendri framleiðslu matvæla gæti leitt til aukinnar framleiðsluháðar í löndum á áhættusvæðum með tilliti til loftslagsbreytinga.

Hér á gröfunum má sjá muninn á milli Íslands, Danmerkur og Noregs í ráðleggingum á neyslu en þó skal tekið fram að ekki eru til sérstök ráð um eggjaneyslu á Íslandi, það er magn eggja á viku, magnið hér á landi er áætlað út frá framleiðslutölum frá Hagstofunni. Í Noregi borðar hver íbúi um 4 egg á viku. Nýju dönsku ráðin mæla með neyslu á 2 eggjum á viku.

Dönsku næringarráðin komu út í janúar árið 2021. Aðaláherslur dönsku ráðanna er að minnka kjötneyslu til muna, bæði á rauðu og hvítu kjöti, eða úr 500 grömmum á viku niður í 350 grömm á viku. Í Noregi er neysla á rauðu kjöti um 700 grömm á viku, í núverandi næringarráðum á Íslandi er mælt með að takmarka neyslu á rauðu kjöti við 500 grömm á viku.

Áður fyrr var mælt með allt að 500 millilítrum af neyslu mjólkurvara á dag en í nýju dönsku ráðunum er sú tala komin í 350 millilítra. Á Íslandi er mælt með tveimur skömmtum af mjólkurvörum á dag sem samsvarar 500 millilítrum en í Noregi er sú tala 750 millilítrar.
Minnkandi og óbreytt sýn á næringu og heilsu

Áhyggjuefni er að ýmsir kaflar ráðanna horfi frekar til annarra þátta en næringar og heilsu. Fituríkar mjólkurvörur, eins og ostur og heilfitujógúrt, eru dæmi um matvæli sem innihalda meira magn af mettuðum fitusýrum en sýna samt gífurlegan heilsufarslegan ávinning þegar það er hluti af jöfnu, fjölbreyttu og næringarríku fæði.

Sömu rök eiga við um kjöt sem inniheldur prótein og járn með miklum gæðum sem erfitt getur verið að skipta út með öðrum matvælum. Oft og tíðum er aukin hlutfallsleg heilsufarsáhætta tengd kjötneyslu notuð sem rök til að draga úr neyslu þessara matvæla. Hins vegar, eins og raunin er í fyrstu sjálfbærnidrögunum, er engin umræða um muninn á hlutfallslegri og algerri áhættu í tengslum við heilsufarslegan ávinning af kjötneyslu innan núverandi næringarleiðbeininga.

Vinnuhópurinn sleppir að nefna nýlegar og sannfærandi rannsóknir sem leggja áherslu á hvernig viðkvæmir hópar íbúa, svo sem börn og unglingar, konur á frjósömum aldri sem og aldraðir og veikir, þurfa sérstaklega á næringarríkri fæðu að halda sem finnast nær eingöngu í matvælum af dýrum. Þar að auki vísa höfundarnir ekki til matvælafræðinnar, sem tekur heildræna nálgun á næringu og mataræði. Það sem má þó líta jákvætt á er að fagaðilum gefst færi á að senda inn athugasemdir um kafladrög sem er mikilvægt og gott skref við smíði ráðanna.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f