Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Einar Ásgeirsson, starfsmaður Fóðurblöndunnar.
Einar Ásgeirsson, starfsmaður Fóðurblöndunnar.
Skoðun 27. júlí 2017

Vöxtur og eldi nautgripa

Höfundur: Einar Ásgeirsson
Nautaeldi á Íslandi hefur á mörgum kúabúum verið álitið sem aukaafurð með lágmarks tilkostnaði. Gripirnir eru iðullega fóðraðir eingöngu á gróffóðri af lakari gæðum og þeim oftast slátrað 24-30 mánaða gömlum. Framlegð nauteldisins er því ekki alltaf arðbær. Nýleg dæmi hafa hins vegar sýnt að með markvissri og réttri fóðrun er unnt að stórauka vaxtarhraða gripanna, stytta eldistímann þar með og auka hagkvæmni í búskap. 
 
Íslensk naut eru í raun bráðþroska, verða snemma kynþroska og ná því hámarks vaxtarhraða tiltölulega snemma. Hins vegar er fóðurnýting íslenskra nauta heldur lök samanborið við hefðbundin holdanaut. Því er einkar mikilvægt að huga vel að fóðrun þeirra.
 
Lengd eldistímabils ákvarðar hagnað bóndans
 
Einn af stærstu efnahagslegu áhrifavöldum nautakjötsframleiðslu er lengd eldistímabils. Með markvissri fóðrun er möguleiki á að stytta eldistímann úr 24-30 mánuðum niður í allt að 18 mánuði. Markmiðið er að hraða vexti, bæta fóðurnýtingu heyja og skila gripum í sláturhús sem flokkast og vigta vel, á skemmri tíma en áður hefur viðgengist.
 
Nautaeldi með einungis fóðrun á gróffóðri stendur undir 200-600 g/dag vaxtarhraða. Með samhliða kjarnfóðurgjöf er hægt að tvöfalda þennan vaxtarhraða og auka fallþunga þrátt fyrir styttri eldistíma. Kjöt hækkar jafnan um flokk, verðmæti afurðanna hækkar og framlegð á hvern grip eykst til muna. Einnig hefur það sýnt sig að fóðurnýting gróffóðursins eykst með tilliti til framlegðar. Með styttri eldistíma eykst nýtingin á rými og fóðri. Kjötgæði eru mismunandi eftir fóðrun gripa. Vöðvar af nautum sem eru alin að hluta á kjarnfóðri eru fitusprengdari og því bragðmeiri. 
 
 
Það hefur sýnt sig erlendis að nautaeldi sem samanstendur af kjarnfóðri samhliða gæða gróffóðri skilar sér í auknum vaxtarhraða og betri fóðurnýtingu, þ.e. færri kg fóðurs á hvert kg fallþunga. Kjarnfóður er iðullega orkuríkara en gróffóður. Orkuríkara fóður eykur át gripanna, með auknum flæðihraða gegnum vömbina. Aukinn orkustyrkur eykur jafnframt hlutfallslegan orkustyrk sem nýttur er til vaxtar.
Fóðurblandan býður nú upp á fóður allt frá burði til slátrunar. Fóðrunin miðar sem fyrr segir að auknum kjötgæðum, vaxatarhraðar og hagkvæmni. Til viðbótar við hina hefðbundnu kálfaköggla bætast nú við tvær vörutegundir, Vöxtur og Eldi. Nýleg reynslusaga sýndi fram á stryttri eldistíma, meiri kjötgæði og meiri fallþunga með fóðrun á Vexti og Eldi samhliða gæða heyi. Báðar fóðurgerðir eru hitameðhöndlaðar, sem eykur meltanleika fóðursins. 
 
Vöxtur
 
Á fyrri hluta eldistímans er próteinmagn í fóðri takmarkandi þáttur í eldi gripanna, sérstaklega upp að 6 mánaða aldri. Vöxtur er próteinríkt og steinefnaríkt kjarnfóður sem miðar að vexti og stærð gripanna. Fóðrið inniheldur fiskimjöl sem er hágæða próteingjafi. Kalsíum/fosfór hlutfall er hagstætt fyrir vöxt stoðkerfisins. Vöxtur er einnig hentugur fyrir kvígur til að ná fullum vexti og hámarka möguleg nyt í framtíðinni. Gefið allt  1-2 kg/dag frá 5-15 mánaða aldri.
 
Eldi
 
Orkuríkt kjarnfóður sem miðar af því að auka hold gripa síðustu mánuði fyrir slátrun. Þetta stig fóðrunarinnar er oft kallað „finisher“ erlendis. Hér hefur fullri skrokkhæð verið náð og fóðrunin miðar nú að þyngdaraukningu og vöðvamassa. Gefið allt að 3 kg/dag síðustu 3-4 mánuði fyrir slátrun. 
Nánari upplýsingar veita rágjafar Fóðurblöndunnar með ánægju í síma 570-9800.
Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum
Fréttir 3. október 2023

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum

Öflun nýrrar þekkingar á baráttunni við illgresi í ræktun er meginmarkmið nýs sa...

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...