Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vorverkunum fylgja ýmsar hættur
Á faglegum nótum 7. maí 2015

Vorverkunum fylgja ýmsar hættur

Höfundur: Hjörtur Leonard Jónssno
Nú er að byrja á flestum sauðfjárbýlum sauðburður, annasamur og lýjandi oft á tíðum. Sauðburður er sá tími sem oft hefur einkennst af litlum eða óreglulegum svefni hjá mörgum. Einnig getur matartíminn verið bæði óreglulegur og oft ekki hollasti matur sem verið er að grípa jafnvel á hlaupum. 
 
Ég minnist þess sérstaklega vorið 1979 sem var afar erfitt á sauðburði á Norðurlandi. Þetta vor var ég í vinnu á sauðburði í Kelduhverfi og bóndasonurinn á næsta bæ var svo úrvinda af svefnleysi að hann sagði undir lok sauðburðar setningu sem gleymist seint: „Mikið vildi ég að draumalandið væri mitt föðurland en ekki þetta ísakalda land.“ Hægt er að minnka þreytu aðeins með mjög einföldum hætti. Hávaði getur verið ótrúlega þreytandi. Í einum af þessum pistlum mínum sagði ég frá því að ég hafi mælt dB hávaða í nýlegum fjárhúsum rétt fyrir morgungjöf á sauðburði (hægt er að ná í smáforrit í síma sem mælir hávaða: leitarorð: decibel). Hávaðinn mældist tiltölulega stöðugur á 105–107 dB. í nálægt 10 mínútur.  Í svona miklum hávaða er ekki ráðlegt að dvelja nema 2–7 mínútur án þess að hafa tappa í eyrunum eða eyrnahlífar. Því minni hávaði þeim mun lengur helst úthaldið því hávaði er svo lýjandi.
 
Hollur matur gefur lengra úthald og svefn er nauðsynlegur
 
Óreglulegur matartími ruglar líkamann til lengdar og úthaldið minnkar, en með reglulegu og hollu fæði getur úthaldið enst vel í töluverðan tíma. Margir leitast við að fara að drekka óholla sykurmikla drykki og borða súkkulaði og kex, en margir sykurdrykkir gefa falska orku. Nær væri að hafa ávexti, harðfisk og þurrkaða áxexti sem viðbit og nammi þegar þörf er á mikilli og langri orku, en lítill biti af harðfisk er með meiri orku en margur orkudrykkurinn. Margir geta vakað mikið og þurfa ekki að sofa nema örstutt á hverjum sólarhring, en upp úr miðjum aldri þurfa flestir meiri svefn. Ein af hættunum við of lítinn svefn hjá þeim sem komnir eru yfir fertugt er jafnvægisskynið. Of lítill svefn getur ruglað það svo mikið að það getur tekið marga daga að ná jafnvægisskyninu í rétt horf ef það ruglast á annað borð.
 
Gamlir reiðhjólahjálmar geta verið varasamir
 
Lengi hefur tíðkast að gefa börnum sumargjöf og oft eignast ungir vegfarendur sitt fyrsta reiðhjól sem sumargjöf. Þegar reiðhjólið er komið þarf að finna hjálm, ekki nota gamlan hjálm. Reiðhjólahjálmar endast ekki nema í um 5 ár, en efnin sem eru í þeim eru þannig að þau þorna og verður hjálmurinn hreinlega brothættur. 
 
Endurnýið reiðhjólahjálma eins og aðra hjálma með reglulegu millibili. Ef þú veist ekki hvað hjálmurinn er gamall þá skaltu ekki láta reyna á brotaþol hjálmsins, kauptu frekar nýjan hjálm. Nýja reiðhjólinu þarf að fylgja nýr hjálmur.
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...