Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Víkur á Skaga
Líf og starf 8. júní 2017

Víkur á Skaga

„Við tókum við jörðinni síðastliðið haust og höfðum aðeins verið hér viðloðandi áður, en foreldrar mínir búa á næsta bæ,“ segir Karen, sem býr í Víkum á Skaga. 
 
„Jörðin var í fullum rekstri en þak á fjárhúsum og hlöðu voru orðin léleg svo þau voru endurnýjuð fyrir veturinn.“ 
 
Býli:  Víkur á Skaga.
 
Staðsett í sveit:  Austur-Húnavatnssýsla.
 
Ábúendur: Jón Helgi Sigurgeirsson  og Karen Helga Steinsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sem stendur erum við hér 5 því við njótum enn dyggrar aðstoðar fyrri ábúenda, þeirra Lilju, Finns og Valgeirs, Karls barna, en þau flytja á Blönduós í sumar.
Einnig er hér hundurinn Skotta og einn köttur á leiðinni. 
 
Stærð jarðar?  Um 1.650 hektarar.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Vetrarfóðraðar kindur voru um 420 og erum með um 15 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Eins og á öðrum sauðfjárbúum getur hann verið mjög breytilegur en á veturna eru það náttúrlega gegningar kvölds og morgna og önnur bústörf þess á milli þegar ekki er verið við vinnu utan búsins.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburðurinn er skemmtilegur tími en fjárrag að hausti er ekki síðra. Það er alltaf gott þegar frágangi og þrifum að loknum sauðburði er lokið.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það verður áframhaldandi sauðfjárbúskapur í svipuðum horfum en ræktarland hefur vonandi aukist og bústofninn í framför þó við séum heppin með það að taka við vel ræktuðu fé af þeim systkinum. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Höfum kannski ekki kynnst þeim nógu vel ennþá til að hafa stór orð um þau.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Dásamlega, trúum ekki öðru.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Okkur líst rosa vel á þessa lúxusmarkaði sem þeir eru að vinna í að koma okkur inn á þar sem lögð er áhersla á hreinleika afurðanna.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ekki komin reynsla á það þar sem við erum enn á hótel Lillý. En hún á alltaf til mjólk, ost, egg, jógúrt eða súrmjólk og lýsi.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalærið rennur alltaf ljúflega niður.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Búskaparsaga okkar er nú ekki löng en það var óneitanlega mjög góð tilfinning þegar nýja þakið var komið á fjárhúsin síðasta sumar. Svo fengum við rafveiturafmagn rétt fyrir jólin þó það tengist ekki beint bústörfum. Annars hafði verið notast við ljósavél á bænum fram að því.
 
 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...