Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þörungabyltingin er farin af stað
Mynd / SagaNatura
Viðtal 10. mars 2020

Þörungabyltingin er farin af stað

Höfundur: smh
Sjöfn Sigurgísladóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins SagaNatura og hefur Lilja Kjalarsdóttir tekið við. Sjöfn er einn af stofnendum fyrirtækisins og tekur sæti í stjórn þess. Fyrirtækið, sem varð til með sameiningu Saga Medica og Key Natura, hefur einbeitt sér meðal annars að því að vinna heilsuvörur úr þörungum, sem ræktaðar eru hjá fyrirtækinu, og ætihvönn.
 
Lilja segist mjög spennt fyrir starfinu og þakkar stjórn og starfsfólki SagaNatura traustið. „Þetta er auðvitað draumafyrirtæki fyrir manneskju eins og mig, því hér get ég tekið þátt í að koma hágæða vörum á markað sem efla heilsu fólks og á sama tíma verndað umhverfið. Framleiðslan okkar er græn því eina úrgangsefnið okkar er súrefni, við erum að vinna að því að fullnýta allt sem fellur til í framleiðslu og erum á góðri leið, takmarkið er 100 prósent nýting þar sem engu er skilað til baka nema í formi súrefnis og hreins vatns. Hér get ég líka nýtt minn bakgrunn í lífvísindum og rannsóknum á lífsstílstengdum sjúkdómum til að leiða áfram verkefni í vöruþróun sem komast hratt á markað og til neytenda, framleiðslan okkar byggir á ræktun lifandi þörunga og þar kemur minn bakgrunnur í frumurannsóknum sterkur inn og síðan hef ég rosalega gaman af markaðssetningu og sölu. Söluhlutverkið spilar sterkt með keppnisskapinu mínu enda er ekkert skemmtilegra en að vinna stóra sigra og sérstaklega ef það er gert í samvinnu með öflugu vinningsliði.“ 
 
Erum á stökkpallinum
 
„Við Sjöfn Sigurgísladóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri, erum búnar að vinna þétt saman undanfarin tvö ár við uppbyggingu á félaginu. Við erum búnar að byggja upp öflugt teymi sem er góð blanda af gömlum og góðum kjarnastarfsmönnum og nýjum starfsmönnum sem koma sterkir inn. Það er góður andi í hópnum og allir tilbúnir til að gera sitt allra besta til að byggja félagið upp. Eins og við Sjöfn höfum unnið þetta hef ég smátt og smátt tekið við fleiri verkefnum er við koma daglegum rekstri SagaNatura og því hefur þetta ferli verið frekar þægilegt fyrir starfsmennina okkar. Við erum á stökkpallinum núna og höfum landað nokkrum stórum samningum sem við höfum verið að vinna í undanfarna 18 mánuði og því er staða okkar mjög góð í dag. Sjöfn mun starfa áfram í félaginu og  tekur sæti í stjórn og mun auk þess leiða verkefni sem varða framþróun félagsins á Íslandi og erlendis í samstarfi við stjórn og framkvæmdastjóra. Horfur eru því mjög góðar fyrir félagið,“ segir Lilja.
 
Þörungabyltingin farin af stað
 
Að sögn Lilju eru spennandi tímar fram undan hjá SagaNatura. „Það eru mörg tækifæri og þess vegna erum við Sjöfn að skipta liði, ég keyri áfram SagaNatura eininguna eins og hún er í dag og Sjöfn fer í að byggja upp önnur tækifæri, svo kölluð „spin-off“ tækifæri fyrir fyrirtækið sem starfandi stjórnar­maður. Þörungabyltingin er farin af stað og þá má ekki stoppa verkefni sem gætu sett SagaNatura í leiðtogahlutverk á heimsvísu. Við vorum nýlega að leggja inn alþjóðlega einkaleyfisumsókn fyrir þörungaræktunarkerfunum okkar, en þau eru undirstaðan að okkar árangri í þörungaræktun og gefa mikla möguleika. Bæði í því að skala upp framleiðslu í risa framleiðslueiningu, sem væri nýtt til að rækta hina ýmsu smáþörunga sem uppsprettu próteins og Omega-3 fitusýrum fyrir menn og dýr, en við ættum að geta framleitt um 2.000 sinnum meira af próteini á fermetra ef miðað er við nautakjöt til dæmis. Þá erum við ekki einu sinni að ræða vatnssparnað á hvert kíló af próteini, en hann gæti verið umtalsvert meiri.  Aðrir möguleikar eru „spin-off“ tækifæri er varða tæknina. 
 
Hér liggja möguleikar í að feta í fótspor Marels á Íslandi en ekki fyrir fisk eða kjúkling heldur fyrir þörunga. Til þess að fæða mannkynið í framtíðinni þurfum við sjálfbærari leiðir og það liggja gríðarlegir möguleikar í smáþörungum.
 
Verkefnin sem bíða mín sérstaklega eru að halda áfram að byggja á styrkleikum SagaNatura. Að vera með hágæða hráefni úr smáþörungum til sölu og bjóða upp á sterka fæðubótarefnavörulínu sem byggist á blöndu af næringarefnum leyfilegum fyrir fæðubótarefni en hafa í sameiningu góða líffræðilega virkni og lágmarks aukaverkanir.“
 
Stefna á að verða stærstir í útflutningi heilsuvara
 
Markið er sett hátt hjá SagaNatura að sögn Lilju. „Við stefnum á að vera stærsta útflutningsfyrirtæki Íslands á heilsuvörum og til þess að ná því þurfum við að vera með gríðarlega vinsælar vörur sem eru studdar af klínískum rannsóknum og gefa fólki lífsgæði sem þau sætta sig ekki við að missa. Hér má nefna vörur eins og SagaPro sem mjög stór hluti Íslendinga nota og hefur gengið vel í sölu erlendis. Við erum að setja af stað klíníska rannsókn á nýrri útgáfu af SagaPro gegn ofvirkri blöðru og næturþvagláti, sem er ekki enn komið í almenna sölu. Við höfum nefnilega fundið efni í íslenskri hvönn sem hefur slakandi áhrif á þvagblöðruna og því virkar það vel fyrir ofvirka blöðru. Við höfum sótt um einkaleyfi á notkun efnisins fyrir ofvirka blöðru og sú umsókn er komin í alþjóðlegt ferli. Aðrar vinsælar vörur eru Voxis hálsbrjóstsykrar, AstaLýsi og AstaSkin. Við höfum fengið rosalega góðar móttökur á AstaSkin, en þetta er vara sem er hönnuð fyrir húðina.
 
Lilja segir að sameining fyrirtækjanna tveggja hafi tekið tíma og orku en hafi á endanum tekist mjög vel. Við gátum nýtt nýsköpunina og orkuna frá KeyNatura til að efla SagaMedica framleiðslulínuna og vöruþróun á hvannarafurðunum hefur gengið vel. Síðan hafa viðskiptatengsl SagaMedica og sérstaða íslensku hvannarinar nýst vel í sameinuðu félagi.
 
Í pípunum eru nokkrar vörur en þær sem eru komnar lengst eru vörur með virkni gegn veirum og síðan vara fyrir fólk með efnaskiptavillu eða forstig af sykursýki.   
 
Helmingur sölutekna erlendis frá
 
Á síðasta ári kom tæplega helmingur af sölutekjum fyrirtækisins erlendis frá. „Sölur til Bandaríkjanna og Kína sem við bjuggumst við á árinu 2019 runnu yfir á fyrsta ársfjórðung 2020. En miðað við samninga sem við erum búin að landa og eru komnir af stað má áætla að salan erlendis verði tvöföld innanlandssalan. Boltinn er klárlega farin að rúlla hjá okkur og nú er bara að klára að landa öðrum samningum sem eru í bígerð og byggja upp framleiðsluna hratt og örugglega, segir Lilja.
 
Lilja lauk doktorsgráðu í líflæknis­vísindum (e. Biomedicine) frá UT Southwestern í Dallas árið 2011 og BSc gráðu í lífefnafræði frá Háskóla Íslands árið 2005. Að loknu doktorsnámi starfaði hún í þrjú ár við rannsóknir við Duke University. 
 
Eftir komuna til Íslands árið 2014 leiddi hún rannsóknir og þróun hjá líftæknifyrirtækinu Genís. Þar kom hún einnig að uppskölun framleiðslu og markaðssetningu. Lilja tók við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra SagaNatura í byrjun árs 2018.
Enn þá jafn gaman og þegar ég var sextán ára
Viðtal 26. apríl 2022

Enn þá jafn gaman og þegar ég var sextán ára

Baldur Sæmundsson, áfanga­stjóri í Menntaskólanum í Kópa­vogi, þar sem Hótel- og...

Mikilvægt að mennta fólk fyrir stækkandi atvinnugrein
Viðtal 8. apríl 2022

Mikilvægt að mennta fólk fyrir stækkandi atvinnugrein

Garðyrkjunám sem starfrækt er á Reykjum í Ölfusi mun tilheyra Fjölbrautaskóla Su...

Fann mína ástríðu í þessu starfi
Viðtal 8. desember 2021

Fann mína ástríðu í þessu starfi

„Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst öllu þessu fólki í sveitunum, notið gestri...

„Það eiga allir að gera erfðaskrá“
Viðtal 8. nóvember 2021

„Það eiga allir að gera erfðaskrá“

„Erfðaskrá er til þess fallin að leysa úr mörgum málum sem annars tæki tíma og o...

„Fyrst og fremst er það hljómurinn sem heillar mig“
Viðtal 13. júní 2021

„Fyrst og fremst er það hljómurinn sem heillar mig“

Talið er að harmonikkur hafi fyrst komið til Íslands með frönskum sjómönnum sem ...

Ný Oddakirkja verður byggð og Sæmundarstofa verður menningar- og fræðasetur
Viðtal 19. mars 2021

Ný Oddakirkja verður byggð og Sæmundarstofa verður menningar- og fræðasetur

Landbúnaður á Íslandi stendur frammi fyrir mörgum og ólíkum áskorunum
Viðtal 12. febrúar 2021

Landbúnaður á Íslandi stendur frammi fyrir mörgum og ólíkum áskorunum

Vigdís Häsler lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Bændasamtaka Ísla...

Þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg og eftirlitið einfalt, málefnaleg og skilvirkt
Viðtal 12. janúar 2021

Þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg og eftirlitið einfalt, málefnaleg og skilvirkt

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Rósa
17. júlí 2023

Rósa

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr