Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Hermann á miðju Nautavaði í Þjórsá en í bókinni er brugðið upp mynd af hestamanninum Hermanni, ekki einungis í tengslum við umræddar hestaferðir því að jafnframt er fjallað um hvernig hann elur upp og temur hross sín, heldur þau og þjálfar.
Hermann á miðju Nautavaði í Þjórsá en í bókinni er brugðið upp mynd af hestamanninum Hermanni, ekki einungis í tengslum við umræddar hestaferðir því að jafnframt er fjallað um hvernig hann elur upp og temur hross sín, heldur þau og þjálfar.
Mynd / Jens Einarsson
Viðtal 1. október 2025

Tamning hrossa og hestaferðir hafa verið hugsjón hans alla tíð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í lok október kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum bók, sem fjallar um Hermann Árnason, hestamann frá Vík og Hvolsvelli þar sem fjallað er um hinar landsþekktu hestaferðir hans, hrossahald og hestamennsku.

Má þar nefna Stjörnureiðina, um landið þvert og endilangt, og Vatnareiðina þar sem Hermann og félagar riðu yfir allar ár, sem á vegi þeirra urðu frá Höfn í Hornafirði og vestur á Selfoss.

Einnig Njálureiðina þar sem Hermann og tveir félagar hans riðu í fótspor Flosa og brennumanna frá Svínafelli í Öræfum að Bergþórshvoli til að sannreyna hvort frásögn Njálu stæðist. Einnig er sagt frá nokkrum ferjureiðum um langan veg þar sem Hermann var á stundum einn á ferð með allt að 30 hesta á eftir sér.

Hjalti Jón Sveinsson skrifar bókina.

Höfðu aldrei hist

„Þegar ég hætti störfum sem skólameistari  haustið 2022 var þeirri hugmynd hvíslað að mér að gaman gæti verið að skrifa bók um Hermann Árnason og hestaferðir hans. Við höfðum aldrei hist en ég hafði fylgst með honum í gegnum árin. Ég vissi að hann hafði tekist á hendur stór verkefni á þessum vettvangi. Ég minntist þess sérstaklega hvað mér þótti það fráleitt þegar fréttir bárust af því vorið 2009 að Hermann, ásamt nokkrum félögum sínum hygðust, sér til gamans og í minningu landpóstanna, ríða yfir allar ár sem á vegi þeirra yrðu á leiðinni frá Höfn og vestur á Selfoss,“ segir Hjalti Jón og bætir við.

„Úr varð að ég sendi Hermanni skilaboð á Facebook þar sem ég spurði hann hvernig honum litist á að við hittumst og hann rifjaði upp helstu ferðir sínar og segði mér frá hestamennsku sinni. Úr því gæti kannski orðið bók. Hann kvaðst líka hafa aðeins fylgst með mér á sínum tíma þegar ég ritstýrði tímaritum hestamanna, Eiðfaxa og Hestinum okkar.

Upp úr þessu sköpuðust góð kynni við þau Hermann og Sigríði Magnúsdóttur, eiginkonu hans. Eitt leiddi af öðru og þegar við sáum fram á að eitthvað gæti orðið úr þessu hafði ég samband við Guðjón Inga Eiríksson hjá bókaútgáfunni Hólum, sem ég þekkti frá gamalli tíð. Hann tók okkur vel. Í þessari bók birtist svo afraksturinn af samstarfi okkar,“ segir Hjalti Jón stoltur og ánægður með bókina.

„Hestafræði Hermanns“

En fyrir þá sem þekkja ekki Hermann, hvað er merkilegast við hann og hvers konar maður er hann?

 „Hann hefur stundað hestamennsku af kappi frá blautu barnsbeini; eða allar götur síðan hann fór fimm ára í sveit að Steinum undir Eyjafjöllum til þeirra Sigurbergs Magnússonar og Elínar Sigurjónsdóttur, sem var föðursystir hans. Tamning hrossa og hestaferðir hafa verið hugsjón hans alla tíð og með ólíkindum eru sum viðfangsefni hans á því sviði eins og fyrrnefnd Vatnareið og Stjörnureiðin svokallaða sem hann skipti í tvo 40 daga leiðangra árin 2016 og 2018 þvers og kruss yfir landið.

Hann vílar heldur ekki fyrir sér að ferðast einn um langan veg með kannski 30-40 hross sem hann hefur kennt að elta sig. Dæmi eru um að hann hafi ferðast allt að 3000 kílómetra á einu sumri en oftast um 2000 og venjan er að sömu hrossin fylgi honum allan tímann“, segir Hjalti Jón og bætir við að ekkert hafi getað stoppað Hermann og að hann eigi mikið eftir enn. „Segja má að Hermann hafi verið fyrirmynd margra sem tekið hafa þátt í ferðum hans í gegnum árin og allir bera honum vel söguna. Þá kynnumst við líka þeirri hlið á hestamennsku Hermanns er lýtur að þjálfun hrossanna, umgengni hans við þau og hvers konar meðhöndlun. Kalla ég því einn kaflann „Hestafræði Hermanns,“ segir Hjalti Jón.

Tveggja ára vinna

Hjalti Jón segir að bókin hafi verið tvö ár í vinnslu og að hún byggir mest á fundum þeirra Hermanns þar sem Hjalti spurði hann spjörunum úr. „Þar kemur Sigga konan hans líka við sögu og  samferðafólk hans sem tekið hefur þátt í stærstu ferðunum. Einnig leitaði ég til fjögurra einstaklinga sem eiga jafnmarga kafla í bókinni þar sem  þeir segja frá hestamennsku sinni og kynnum sínum af Hermanni. Þá er þess að geta að bókina tileinkar Hermann Gunnari Björnssyni vini sínum, Gunna Björns, sem lést í lok hestaferðar hópsins „Með frelsi í faxins hvin“ í ágúst á síðasta ári, og er fjallað sérstaklega um hann í einum af undirköflum bókarinnar,“ segir Hjalti Jón. Hægt er að skoða heimasíðu bókarinnar á www.hermannsbok.is.

Skylt efni: bókaútgáfa | Hestamenn

Enn þá jafn gaman og þegar ég var sextán ára
Viðtal 26. apríl 2022

Enn þá jafn gaman og þegar ég var sextán ára

Baldur Sæmundsson, áfanga­stjóri í Menntaskólanum í Kópa­vogi, þar sem Hótel- og...

Mikilvægt að mennta fólk fyrir stækkandi atvinnugrein
Viðtal 8. apríl 2022

Mikilvægt að mennta fólk fyrir stækkandi atvinnugrein

Garðyrkjunám sem starfrækt er á Reykjum í Ölfusi mun tilheyra Fjölbrautaskóla Su...

Fann mína ástríðu í þessu starfi
Viðtal 8. desember 2021

Fann mína ástríðu í þessu starfi

„Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst öllu þessu fólki í sveitunum, notið gestri...

„Það eiga allir að gera erfðaskrá“
Viðtal 8. nóvember 2021

„Það eiga allir að gera erfðaskrá“

„Erfðaskrá er til þess fallin að leysa úr mörgum málum sem annars tæki tíma og o...

„Fyrst og fremst er það hljómurinn sem heillar mig“
Viðtal 13. júní 2021

„Fyrst og fremst er það hljómurinn sem heillar mig“

Talið er að harmonikkur hafi fyrst komið til Íslands með frönskum sjómönnum sem ...

Ný Oddakirkja verður byggð og Sæmundarstofa verður menningar- og fræðasetur
Viðtal 19. mars 2021

Ný Oddakirkja verður byggð og Sæmundarstofa verður menningar- og fræðasetur

Landbúnaður á Íslandi stendur frammi fyrir mörgum og ólíkum áskorunum
Viðtal 12. febrúar 2021

Landbúnaður á Íslandi stendur frammi fyrir mörgum og ólíkum áskorunum

Vigdís Häsler lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Bændasamtaka Ísla...

Þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg og eftirlitið einfalt, málefnaleg og skilvirkt
Viðtal 12. janúar 2021

Þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg og eftirlitið einfalt, málefnaleg og skilvirkt