Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Viðmiðunarmörk loftmengunar skýrð
Fréttir 4. júlí 2016

Viðmiðunarmörk loftmengunar skýrð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett í kynningu drög að nýrri reglugerð sem fjallar meðal annars um viðmiðunarmörk nokkurra loftmengunarefna og upplýsingar til almennings.

Megintilgangur reglugerðarinnar er að innleiða ákvæði tveggja tilskipana Evrópusambandsins um gæði andrúmslofts og hreinna loft í Evrópu.

Breytingarnar fela meðal annars í sér að ríkari kröfur eru gerðar um miðlun upplýsinga til almennings auk breytinga á viðmiðunarmörkum nokkurra mengunarefna, það er að segja svifryks, brennisteinsdíoxíðs, köfnunarefnisdíoxíðs, og kolsýrings. Mörk fyrir köfnunarefnisoxíð, bensen, blý og óson breytast ekki.
Meðal breytinga má nefna að fjölda skipta sem heimilt er að fara yfir sólarhringsmörkum fyrir svifryk (PM10) er breytt og sett eru ný mörk fyrir fínt svifryk (PM2,5) sem ekki hafa áður verið í gildi. Þá er gert ráð fyrir að fella niður gróðurverndarmörk brennisteinstvíoxíðs (SO2) fyrir sólarhring en áfram nota ársmörk og vetrarmörk til að ná markmiðum um gróðurvernd til samræmis við það sem gerist annars staðar í Evrópu.

Reglugerðinni er ætlað að koma í stað reglugerðar nr. 251/2002 um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu og upplýsingar til almennings, sem og reglugerðar nr. 745/2003 um styrk ósons við yfirborð jarðar.
 

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...