Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Viðmiðunarmörk loftmengunar skýrð
Fréttir 4. júlí 2016

Viðmiðunarmörk loftmengunar skýrð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett í kynningu drög að nýrri reglugerð sem fjallar meðal annars um viðmiðunarmörk nokkurra loftmengunarefna og upplýsingar til almennings.

Megintilgangur reglugerðarinnar er að innleiða ákvæði tveggja tilskipana Evrópusambandsins um gæði andrúmslofts og hreinna loft í Evrópu.

Breytingarnar fela meðal annars í sér að ríkari kröfur eru gerðar um miðlun upplýsinga til almennings auk breytinga á viðmiðunarmörkum nokkurra mengunarefna, það er að segja svifryks, brennisteinsdíoxíðs, köfnunarefnisdíoxíðs, og kolsýrings. Mörk fyrir köfnunarefnisoxíð, bensen, blý og óson breytast ekki.
Meðal breytinga má nefna að fjölda skipta sem heimilt er að fara yfir sólarhringsmörkum fyrir svifryk (PM10) er breytt og sett eru ný mörk fyrir fínt svifryk (PM2,5) sem ekki hafa áður verið í gildi. Þá er gert ráð fyrir að fella niður gróðurverndarmörk brennisteinstvíoxíðs (SO2) fyrir sólarhring en áfram nota ársmörk og vetrarmörk til að ná markmiðum um gróðurvernd til samræmis við það sem gerist annars staðar í Evrópu.

Reglugerðinni er ætlað að koma í stað reglugerðar nr. 251/2002 um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu og upplýsingar til almennings, sem og reglugerðar nr. 745/2003 um styrk ósons við yfirborð jarðar.
 

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...