Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Viðmiðunarmörk loftmengunar skýrð
Fréttir 4. júlí 2016

Viðmiðunarmörk loftmengunar skýrð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett í kynningu drög að nýrri reglugerð sem fjallar meðal annars um viðmiðunarmörk nokkurra loftmengunarefna og upplýsingar til almennings.

Megintilgangur reglugerðarinnar er að innleiða ákvæði tveggja tilskipana Evrópusambandsins um gæði andrúmslofts og hreinna loft í Evrópu.

Breytingarnar fela meðal annars í sér að ríkari kröfur eru gerðar um miðlun upplýsinga til almennings auk breytinga á viðmiðunarmörkum nokkurra mengunarefna, það er að segja svifryks, brennisteinsdíoxíðs, köfnunarefnisdíoxíðs, og kolsýrings. Mörk fyrir köfnunarefnisoxíð, bensen, blý og óson breytast ekki.
Meðal breytinga má nefna að fjölda skipta sem heimilt er að fara yfir sólarhringsmörkum fyrir svifryk (PM10) er breytt og sett eru ný mörk fyrir fínt svifryk (PM2,5) sem ekki hafa áður verið í gildi. Þá er gert ráð fyrir að fella niður gróðurverndarmörk brennisteinstvíoxíðs (SO2) fyrir sólarhring en áfram nota ársmörk og vetrarmörk til að ná markmiðum um gróðurvernd til samræmis við það sem gerist annars staðar í Evrópu.

Reglugerðinni er ætlað að koma í stað reglugerðar nr. 251/2002 um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu og upplýsingar til almennings, sem og reglugerðar nr. 745/2003 um styrk ósons við yfirborð jarðar.
 

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...