Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Viðmiðunarmörk loftmengunar skýrð
Fréttir 4. júlí 2016

Viðmiðunarmörk loftmengunar skýrð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett í kynningu drög að nýrri reglugerð sem fjallar meðal annars um viðmiðunarmörk nokkurra loftmengunarefna og upplýsingar til almennings.

Megintilgangur reglugerðarinnar er að innleiða ákvæði tveggja tilskipana Evrópusambandsins um gæði andrúmslofts og hreinna loft í Evrópu.

Breytingarnar fela meðal annars í sér að ríkari kröfur eru gerðar um miðlun upplýsinga til almennings auk breytinga á viðmiðunarmörkum nokkurra mengunarefna, það er að segja svifryks, brennisteinsdíoxíðs, köfnunarefnisdíoxíðs, og kolsýrings. Mörk fyrir köfnunarefnisoxíð, bensen, blý og óson breytast ekki.
Meðal breytinga má nefna að fjölda skipta sem heimilt er að fara yfir sólarhringsmörkum fyrir svifryk (PM10) er breytt og sett eru ný mörk fyrir fínt svifryk (PM2,5) sem ekki hafa áður verið í gildi. Þá er gert ráð fyrir að fella niður gróðurverndarmörk brennisteinstvíoxíðs (SO2) fyrir sólarhring en áfram nota ársmörk og vetrarmörk til að ná markmiðum um gróðurvernd til samræmis við það sem gerist annars staðar í Evrópu.

Reglugerðinni er ætlað að koma í stað reglugerðar nr. 251/2002 um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu og upplýsingar til almennings, sem og reglugerðar nr. 745/2003 um styrk ósons við yfirborð jarðar.
 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...