Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýr kafli í skólastarfi Hallormsstaðaskóla er að hefjast, þar sem Húsmæðraskólinn á Hallormsstað hóf sína starfsemi fyrir 90 árum.
Nýr kafli í skólastarfi Hallormsstaðaskóla er að hefjast, þar sem Húsmæðraskólinn á Hallormsstað hóf sína starfsemi fyrir 90 árum.
Líf og starf 4. september 2019

Viðfangsefnin á sviði matarfræði og textíls

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýr kafli í skólastarfi Hallormsstaðaskóla er að hefjast, þar sem Húsmæðraskólinn á Hallormsstað hóf sína starfsemi fyrir 90 árum. Inntakið í náminu hefur ætíð verið í nánum tengslum við náttúruna og náttúruleg hráefni. 

„Nýja námið okkar er bæði verklegt og bóklegt, þverfaglegt og krefjandi, þar sem fengist er við hin stóru viðfangsefni nútímans á sviði matarfræði og textíls með áherslu á sjálfbærni og sköpun,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, sem staðsettur er í miðjum stærsta skógi landsins, Hallormsstaðaskógi.

Bryndís segir meginmarkmið námsins að mennta nýja kynslóð fagfólks sem getur unnið þvert á fræði og faggreinar, hefur haldgóða þekkingu og færni á sviði sjálfbærni og sköpunar með áherslu á nýtingarmöguleika auðlinda. „Markmið okkar er að gera nemendur meðvitaða um hvaðan hráefni kemur, hringrás hráefna og siðfræði náttúrunytja. Við leggjum áherslu á að nemendur öðlist færni til að fullnýta hráefnin með viðurkenndum aðferðum og að sjá nýja og skapandi möguleika við nýtingu þeirra á sjálfbæran og skapandi hátt,“ segir Bryndís.

Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla.

 

Sjálfbær nýting hráefna á faglegan og framsækinn hátt

Grunnhugmyndafræði skólans er sjálfbær nýting hráefna á faglegan, framsækinn og skapandi hátt. 

„Sjálfbærni er lykilhugtak í allri framtíðarsýn og hefur sjaldan verið jafn mikilvægt að hver og einn taki ábyrgð og tileinki sér sjálfbæra hugsun á sem flestum sviðum. Slíkt er í takt við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem eru margþætt og metnaðarfull og krefjast þátttöku og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila,“ segir Bryndís. Hún segir að í raun hafi starfsemi skólans alla tíð byggt á þessari hugmyndafræði sem nú er yfirlýst stefna hans. 

„Í skólanum skapast einstakar vinnuaðstæður til að meðhöndla og vinna hráefni þar sem gamli tíminn mætir nútímatækni. Við leggjum áherslu á sjálfstæða verkefnavinnu nemenda og að þeir tileinki sér skapandi og gagnrýna hugsun þar sem handverk og fræði eru tengd saman. Hugað er sérstaklega að nýtingu hráefna á sjálfbæran hátt með hagsmuni neytenda og náttúruauðlinda að leiðarljósi. Námið sjálfbærni og sköpun (e. creative sustainability) á sér til að mynda fyrirmynd í Aalto-háskólanum í Finnlandi og á vonandi eftir að verða meira áberandi í framtíðinni á fleiri sviðum en matarfræði og textíls,“ segir hún.

Námið í skólanum er að stórum hluta byggt upp á MasterClass þar sem sérfræðingar leiðbeina nemendum um vinnsluaðferðir og nýtingarmöguleika. Námið er á fjórða hæfniþrepi sem gerir miklar kröfur til nemenda um fagmennsku og sjálfstæði, auk þess sem skapandi og gagnrýnin hugsun er leiðarljós í námi þeirra. 

Nýtist öllum sem vilja hafa áhrif

Bryndís segir að á Austurlandi séu endalaus tækifæri og möguleikar til nýsköpunar í textíl- og matvælaframleiðslu.

„Í Hallormsstaðaskóla er öflugur vettvangur fyrir einstaklinga sem vilja skapa ný tæki-færi, prófa sig áfram, þróa og tengja saman fræði og fram-kvæmd með sjálfbærni og sköpun að leiðarljósi. Viðfangsefnin eru þess eðlis að hver og einn getur nýtt fyrri reynslu og menntun til verkefna-vinnu og nýsköpunar. Námið er þverfaglegt og getur nýst öllum þeim sem vilja hafa áhrif og þeim sem vilja taka áskorun um stærri hnattræn verkefni,“ segir hún.

8 myndir:

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...