Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nýr kafli í skólastarfi Hallormsstaðaskóla er að hefjast, þar sem Húsmæðraskólinn á Hallormsstað hóf sína starfsemi fyrir 90 árum.
Nýr kafli í skólastarfi Hallormsstaðaskóla er að hefjast, þar sem Húsmæðraskólinn á Hallormsstað hóf sína starfsemi fyrir 90 árum.
Líf og starf 4. september 2019

Viðfangsefnin á sviði matarfræði og textíls

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýr kafli í skólastarfi Hallormsstaðaskóla er að hefjast, þar sem Húsmæðraskólinn á Hallormsstað hóf sína starfsemi fyrir 90 árum. Inntakið í náminu hefur ætíð verið í nánum tengslum við náttúruna og náttúruleg hráefni. 

„Nýja námið okkar er bæði verklegt og bóklegt, þverfaglegt og krefjandi, þar sem fengist er við hin stóru viðfangsefni nútímans á sviði matarfræði og textíls með áherslu á sjálfbærni og sköpun,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, sem staðsettur er í miðjum stærsta skógi landsins, Hallormsstaðaskógi.

Bryndís segir meginmarkmið námsins að mennta nýja kynslóð fagfólks sem getur unnið þvert á fræði og faggreinar, hefur haldgóða þekkingu og færni á sviði sjálfbærni og sköpunar með áherslu á nýtingarmöguleika auðlinda. „Markmið okkar er að gera nemendur meðvitaða um hvaðan hráefni kemur, hringrás hráefna og siðfræði náttúrunytja. Við leggjum áherslu á að nemendur öðlist færni til að fullnýta hráefnin með viðurkenndum aðferðum og að sjá nýja og skapandi möguleika við nýtingu þeirra á sjálfbæran og skapandi hátt,“ segir Bryndís.

Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla.

 

Sjálfbær nýting hráefna á faglegan og framsækinn hátt

Grunnhugmyndafræði skólans er sjálfbær nýting hráefna á faglegan, framsækinn og skapandi hátt. 

„Sjálfbærni er lykilhugtak í allri framtíðarsýn og hefur sjaldan verið jafn mikilvægt að hver og einn taki ábyrgð og tileinki sér sjálfbæra hugsun á sem flestum sviðum. Slíkt er í takt við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem eru margþætt og metnaðarfull og krefjast þátttöku og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila,“ segir Bryndís. Hún segir að í raun hafi starfsemi skólans alla tíð byggt á þessari hugmyndafræði sem nú er yfirlýst stefna hans. 

„Í skólanum skapast einstakar vinnuaðstæður til að meðhöndla og vinna hráefni þar sem gamli tíminn mætir nútímatækni. Við leggjum áherslu á sjálfstæða verkefnavinnu nemenda og að þeir tileinki sér skapandi og gagnrýna hugsun þar sem handverk og fræði eru tengd saman. Hugað er sérstaklega að nýtingu hráefna á sjálfbæran hátt með hagsmuni neytenda og náttúruauðlinda að leiðarljósi. Námið sjálfbærni og sköpun (e. creative sustainability) á sér til að mynda fyrirmynd í Aalto-háskólanum í Finnlandi og á vonandi eftir að verða meira áberandi í framtíðinni á fleiri sviðum en matarfræði og textíls,“ segir hún.

Námið í skólanum er að stórum hluta byggt upp á MasterClass þar sem sérfræðingar leiðbeina nemendum um vinnsluaðferðir og nýtingarmöguleika. Námið er á fjórða hæfniþrepi sem gerir miklar kröfur til nemenda um fagmennsku og sjálfstæði, auk þess sem skapandi og gagnrýnin hugsun er leiðarljós í námi þeirra. 

Nýtist öllum sem vilja hafa áhrif

Bryndís segir að á Austurlandi séu endalaus tækifæri og möguleikar til nýsköpunar í textíl- og matvælaframleiðslu.

„Í Hallormsstaðaskóla er öflugur vettvangur fyrir einstaklinga sem vilja skapa ný tæki-færi, prófa sig áfram, þróa og tengja saman fræði og fram-kvæmd með sjálfbærni og sköpun að leiðarljósi. Viðfangsefnin eru þess eðlis að hver og einn getur nýtt fyrri reynslu og menntun til verkefna-vinnu og nýsköpunar. Námið er þverfaglegt og getur nýst öllum þeim sem vilja hafa áhrif og þeim sem vilja taka áskorun um stærri hnattræn verkefni,“ segir hún.

8 myndir:

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...