Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gunar Bender að spjalla við Harald Gunnarsson við veiðar í Höfuðhylnum í Elliðaánum.
Gunar Bender að spjalla við Harald Gunnarsson við veiðar í Höfuðhylnum í Elliðaánum.
Mynd / María Gunnarsdóttir
Í deiglunni 17. maí 2019

Við erum búnir að fá þrjá fiska

Höfundur: Gunnar Bender
„Við erum búnir að fá 3 urriða, hann tekur  mjög grannt,“ sagði Haraldur Gunnarsson er við hittum hann við Höfuðhylinn i Elliðaánum fyrir skömmu, þar sem hann var að veiða ásamt félaga sínum.  
 
Vorveiði hefur staðið yfir í ánni og gengið ágætlega, urriðinn hefur verið að gefa sig á fluguna. Það er ágætt að ganga aðeins á urriðann og veiða, hann er grimmur í seiðunum í Elliðaánum. Svo styttist í að laxveiðin byrji þar sem borgarstjórinn og fleiri opna ána 20. júní.
 
„Þetta er flott æfing fyrir sumarið,“ sagði Haraldur enn fremur og var að hætta veiðum þennan daginn. 
 
„Það virðist vera töluvert af urriða hérna en hann er tregur að taka enda aðeins kólnað,“ sagði veiðimaðurinn og dregur inn fluguna. Veiðifélaginn er hættur þennan daginn.
 
Í Elliðavatni eru nokkrir að berja vatnið en fiskurinn  ekki tökuglaður. Samt hefur verið fín veiði núna í nokkra daga, en það hefur aðeins kólnað og það hefur sitt að segja. Urriðinn verður tregari en útiveran er verulega góð.
 

Skylt efni: Elliðaár | stangveiði

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...