Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gunar Bender að spjalla við Harald Gunnarsson við veiðar í Höfuðhylnum í Elliðaánum.
Gunar Bender að spjalla við Harald Gunnarsson við veiðar í Höfuðhylnum í Elliðaánum.
Mynd / María Gunnarsdóttir
Í deiglunni 17. maí 2019

Við erum búnir að fá þrjá fiska

Höfundur: Gunnar Bender
„Við erum búnir að fá 3 urriða, hann tekur  mjög grannt,“ sagði Haraldur Gunnarsson er við hittum hann við Höfuðhylinn i Elliðaánum fyrir skömmu, þar sem hann var að veiða ásamt félaga sínum.  
 
Vorveiði hefur staðið yfir í ánni og gengið ágætlega, urriðinn hefur verið að gefa sig á fluguna. Það er ágætt að ganga aðeins á urriðann og veiða, hann er grimmur í seiðunum í Elliðaánum. Svo styttist í að laxveiðin byrji þar sem borgarstjórinn og fleiri opna ána 20. júní.
 
„Þetta er flott æfing fyrir sumarið,“ sagði Haraldur enn fremur og var að hætta veiðum þennan daginn. 
 
„Það virðist vera töluvert af urriða hérna en hann er tregur að taka enda aðeins kólnað,“ sagði veiðimaðurinn og dregur inn fluguna. Veiðifélaginn er hættur þennan daginn.
 
Í Elliðavatni eru nokkrir að berja vatnið en fiskurinn  ekki tökuglaður. Samt hefur verið fín veiði núna í nokkra daga, en það hefur aðeins kólnað og það hefur sitt að segja. Urriðinn verður tregari en útiveran er verulega góð.
 

Skylt efni: Elliðaár | stangveiði

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...