Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vestfirðingabann
Skoðun 8. október 2018

Vestfirðingabann

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Það eru ansi misvísandi og skrýtin skilaboðin sem Vestfirðingum berast úr stjórnkerfinu um framtíð byggðar í fjórðungnum. Þar er slegið úr og í svo íbúar vita vart sitt rjúkandi ráð og það nýjasta lýtur að fiskeldi á sunnanverðum Vestfjörðum.

Hvað sem mönnum kann að finnast um ágæti ræktunar á fiski í sjó, þá er það staðreynd að í áratugi hefur fólki víða á landsbyggðinni verið rétt það haldreipi að ein leið í atvinnuuppbyggingu væri fiskeldi. Þetta var m.a. gert þegar ljóst var að kvótakerfið, sem sett var á 1984, eyðilagði tilverugrundvöll heilu byggðarlaganna með frjálsu framsali kvóta 1990. Það gerði eignir þúsunda fjölskyldna á landsbyggðinni verðlausar. Engar bætur voru boðnar fyrir þann eignamissi og lítið hefur heldur verið rætt um að fyrir þetta fólk jafnaðist kvótatilfærslan á við þær hamfarir sem bankahrunið 2008 leiddi af sér.

Vestfirðingar, sem voru gríðarlega verðmætir þjóðinni hvað fiskveiðar og fiskvinnslu varðaði, voru nú allt í einu orðnir ölmusumenn og harla lítils virði í exelskjölum fjármálaelítu landsins. Í raun hafa ráðamenn allar götur síðan stungið hausnum á kaf í sandinn þegar minnst er á Vestfirði. Skiptir þá engu hvar borið er niður.

Gerðar hafa verið úttektir á burðarþoli fjarða á Vestfjörðum, Norðurlandi og á Austfjörðum vegna mögulegs fiskeldis. Laxeldi fór m.a. af stað á þeim forsendum á sunnanverðum Vestfjörðum og hleypti nýju lífi í byggðarlögin á svæðinu. Nú ber svo við að gild rekstrarleyfi sem áður höfðu verið veitt til tveggja fyrirtækja á svæðinu hafa verið felld úr gildi af „úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála“ vegna mismunandi túlkana stofnana á reglum og – af umhverfisástæðum.

Framkvæmdamenn við Ísafjarðardjúp hafa um áratugi stundað eldi á þorski og laxi og hugðust þar fara svipaða leið og gert var á sunnanverðum Vestfjörðum. Þó burðarþolsmat á Ísafjarðardjúpi sýndi að þar mætti stunda laxeldi í sjó, þá er ekki annað að heyra og sjá en að í stjórnkerfinu séu menn einbeittir í að koma í veg fyrir slík áform – af umhverfisástæðum.

Í orkumálum hefur svipuð staða verið uppi. Hugmyndir um virkjanir til að tryggja afhendingaröryggi raforku hafa ítrekað verið skotnar í kaf – af umhverfisástæðum.

Línulagnir þykja heldur ekki ákjósanlegar í því tilliti – af umhverfisástæðum.
Í vegamálum hefur allt verið í lás síðan á seinni hluta síðustu aldar hvað varðar endurbætur á veglínu í austanverðri Barðastrandarsýslu. Þar hefur enginn ríkisstjórn né ráðherra haft dug í að höggva á hnút sem hnýttur hefur verið um Teigsskóg  – af umhverfisástæðum.

Á Bíldudal hófu menn fyrir nokkrum árum vinnslu á þörungum af hafsbotni Arnarfjarðar. Hófst síðan undirbúningur að stofnun á viðlíka fyrirtæki í Súðavík vegna vinnslu í Ísafjarðardjúpi. Nú virðast þar til bærar stofnanir ríkisins einbeittar í að slá þessa von úr höndum íbúanna – af umhverfisástæðum.
Það liggur ljóst fyrir að það eina sem eftir er að banna á Vestfjörðum – af umhverfisástæðum, eru Vestfirðingar sjálfir. Trúlega er þá rökrétt næsta skref að bera Vestfirðingum þau tíðindi umbúðalaust, fremur en að draga íbúana áfram á asnaeyrunum. Ríkið hlýtur þá í staðinn að bjóða Vestfirðingum uppkaup á þeirra eignum. Þá að sjálfsögðu á meðalverði sambærilegra eigna á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu væri væntanlega ekkert mál að loka Vestfjörðum endanlega – af umhverfisástæðum. Menn hljóta að hafa reiknað út hvað það kostar.

Skylt efni: Vestfirðir

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...

40 þúsund notendur í 24 löndum
Fréttir 4. júlí 2025

40 þúsund notendur í 24 löndum

Smáforritið HorseDay fagnaði þriggja ára afmæli í síðasta mánuði en forritið hef...

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum
Fréttir 4. júlí 2025

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum

Hitabylgjan hér á landi í maí hefði ekki orðið jafnmikil og raun bar vitni nema ...

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 3. júlí 2025

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni

Í Samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að stefnu um líffræðilega fjö...

Hættir með Klausturkaffi í árslok
Fréttir 3. júlí 2025

Hættir með Klausturkaffi í árslok

Veitingahúsið Klausturkaffi í Skriðuklaustri í Fljótsdal fagnar 25 ára afmæli í ...