Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Veiðimenn fara ekki í jólaköttinn
Mynd / María Gunnardóttir
Í deiglunni 11. desember 2018

Veiðimenn fara ekki í jólaköttinn

Höfundur: Gunnar Bender
„Það er töluvert í boði fyrir veiðimenn fyrir þessi jól, allavega tvær mjög góðar jólabækur  um veiði og töluvert  líka um veiði í bókinni um Gunnar í Hrútatungu,“ sagði veiðimaður sem aðeins hefur kíkt á veiðibækurnar svo veiðimenn fari ekki í jólaköttinn þetta árið.
 
Veiðibókum hefur samt fækkað síðustu árin, en er kannski aðeins að fjölga aftur sem betur fer. Bókin „Eins og skot“ er handbók um skotveiði, hleðslu þeirra, notkun og virkni eftir Böðvar B. Þorsteinsson. Það er afbragðsbók upp á næstum 600 síður og hrein snilld. 
 
„Undir sumarhimni“ er önnur bók af veiðiskap eftir Sölva Björn Sigurðsson. Hann virðist bara skrifa þykkar bækur og kjarnmiklar. Gott að koma sér í veiðigírinn fyrir næsta tímabil með því að lesa hana. Síðan er Gunnar Sæmundsson, bóndi og veiðimaður, með flotta bók og þar er töluvert um veiði og flottir fiskar í henni. Kjarngóður lestur af bökkum Hrútafjarðarár.

Skylt efni: veiðibækur

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...