Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fyrsti hópur veiðileiðsögumanna sem útskrifaðist.
Fyrsti hópur veiðileiðsögumanna sem útskrifaðist.
Í deiglunni 5. júní 2019

Veiðileiðsögumenn útskrifast úr Ferðamálaskóla Íslands

Höfundur: Gunnar Bender
Fyrir skömmu  útskrifaði Ferða­mála­skóli Íslands hóp 22 veiði­leiðsögumanna sem stundaði nám í vetur.
Námið er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi og voru fyrirlesarar meðal annars frá Landssambandi veiðifélaga  (LV) og  hinum ýmsu veiðiám, t.d. Ytri Rangá, Vatnsdalsá og Breiðdalsá og Jöklu.  
 
Námið var alls 70 stundir og er hugsað fyrir þá sem hug hafa á að gerast veiðileiðsögumenn við ár og vötn fyrir jafnt íslenska sem og erlenda veiðimenn.  
 
Meðal kennsluefnis var til dæmis undirstöðuatriði er varða líffræði og lífshætti íslenskra ferskvatnsfiska ásamt ýmsum öðrum fróðleik.  Og síðast en ekki síst var lögð mikil áhersla á skyndihjálp og áfallahjálp og sérstaklega til þátta sem tengst gætu hættum við ár og vötn.  Að lokum var síðan tveggja daga ferð í Ytri Rangá þar sem nemendur fengu að spreyta sig í kasttækni með mismunandi veiðarfærum, einhendum, tvíhendum og kaststöngum undir handleiðslu kennara. Nú þegar hafa veiðileyfissalar haft samband og óskað eftir nýútskrifuðum veiðileiðsögumönnum til starfa á komandi sumri.
 
Allir leiðbeinendurnir hafa áratuga reynslu sem leiðsögumenn við ár og vötn eða vísindamenn hver á sínu sviði.
 
Reynir Friðriksson kennir á nám­skeiðinu.
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...