Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fyrsti hópur veiðileiðsögumanna sem útskrifaðist.
Fyrsti hópur veiðileiðsögumanna sem útskrifaðist.
Hlunnindi og veiði 5. júní 2019

Veiðileiðsögumenn útskrifast úr Ferðamálaskóla Íslands

Höfundur: Gunnar Bender
Fyrir skömmu  útskrifaði Ferða­mála­skóli Íslands hóp 22 veiði­leiðsögumanna sem stundaði nám í vetur.
Námið er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi og voru fyrirlesarar meðal annars frá Landssambandi veiðifélaga  (LV) og  hinum ýmsu veiðiám, t.d. Ytri Rangá, Vatnsdalsá og Breiðdalsá og Jöklu.  
 
Námið var alls 70 stundir og er hugsað fyrir þá sem hug hafa á að gerast veiðileiðsögumenn við ár og vötn fyrir jafnt íslenska sem og erlenda veiðimenn.  
 
Meðal kennsluefnis var til dæmis undirstöðuatriði er varða líffræði og lífshætti íslenskra ferskvatnsfiska ásamt ýmsum öðrum fróðleik.  Og síðast en ekki síst var lögð mikil áhersla á skyndihjálp og áfallahjálp og sérstaklega til þátta sem tengst gætu hættum við ár og vötn.  Að lokum var síðan tveggja daga ferð í Ytri Rangá þar sem nemendur fengu að spreyta sig í kasttækni með mismunandi veiðarfærum, einhendum, tvíhendum og kaststöngum undir handleiðslu kennara. Nú þegar hafa veiðileyfissalar haft samband og óskað eftir nýútskrifuðum veiðileiðsögumönnum til starfa á komandi sumri.
 
Allir leiðbeinendurnir hafa áratuga reynslu sem leiðsögumenn við ár og vötn eða vísindamenn hver á sínu sviði.
 
Reynir Friðriksson kennir á nám­skeiðinu.
Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...