Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vatnsauðlindir Íslands skapa þjóðinni mikla sérstöðu
Fréttir 10. október 2016

Vatnsauðlindir Íslands skapa þjóðinni mikla sérstöðu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í nýlegri skýrslu Arion banka um íslenska matvælaframleiðslu kemur fram að Ísland hefur mikla sérstöðu hvað varðar aðgengi að vatni. Vatnsforði á íbúa hér á landi er um 90-falt meiri heldur en í heiminum að meðaltali. 
 
Matvælaframleiðsla krefst yfirleitt mikils vatns og þar hefur Ísland hlutfallslega yfirburði. Mun mikilvægi slíkra vatnsauðlinda að líkindum aukast í takt við vöxt efnahagsumsvifa og mannfjölda í heiminum. Talsvert er síðan hernaðaryfirvöld, m.a. í Bandaríkjunum, byrjuðu að tala um að næstu stórátök í heiminum muni snúast um mat og aðgengi að vatni. 
 
Víða farið að ganga á vatnsforða þjóða
 
Með auknum fólksfjölda eykst þrýstingur á vatnsforða. Því má ætla að virði vatnsauðlinda eins og Ísland býr yfir sé að aukast og muni aukast áfram. Einkum ef haft er í huga að landbúnaður stendur undir 60% af ferskvatnstöku í heiminum og að auka þarf framleiðslu á næstu árum vegna fólksfjölgunar. Víða um heim er þetta orðið stórvandamál og nægir þar að nefna helst ávaxtaræktarhéruð í Kaliforníu í Bandaríkjunum og stór þéttbýlissvæði á Indlandi.  
 
 
Góð staða á Íslandi
 
Sökum fámennis, mikillar úrkomu, vatnsforðabúra í formi jökla og annarra þátta er gnægð af fersku vatni á Íslandi. Slíkt er hins vegar ekki tilfellið víðast hvar í heiminum. Á heimsvísu minnkaði ferskvatnsforðinn um 10% að meðaltali á árunum 2007 til 2014. Mest minnkaði vatnsforðinn í löndum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, eða um 21%. Í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku minkaði forðinn um 13%, í Evrópu og Mið-Asíu um 10%, í Suður-Asíu um 9%, um 6% í Norður-Ameríku og um 8% í Suður-Ameríku og í löndum við Karíbahafið. 
 
Í skýrslunni segir að ef gert sé ráð fyrir að vatnsforðinn breytist ekkert frá því sem hann er í dag og ekkert vatn bætist við, myndi vatnsforðinn á Íslandi duga í rúm 1.000 ár. Hringrás vatns í náttúrunni gerir það aftur á móti að verkum að vatnið dugar um ókomna tíma svo lengi sem ekki er gengið á endurnýjun vatnsbirgðanna. Verðmæti Íslands eykst því jafnt og þétt í hlutfalli við þverrandi ferskvatnslindir í öðrum heimshlutum.
 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...