Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vatnsauðlindir Íslands skapa þjóðinni mikla sérstöðu
Fréttir 10. október 2016

Vatnsauðlindir Íslands skapa þjóðinni mikla sérstöðu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í nýlegri skýrslu Arion banka um íslenska matvælaframleiðslu kemur fram að Ísland hefur mikla sérstöðu hvað varðar aðgengi að vatni. Vatnsforði á íbúa hér á landi er um 90-falt meiri heldur en í heiminum að meðaltali. 
 
Matvælaframleiðsla krefst yfirleitt mikils vatns og þar hefur Ísland hlutfallslega yfirburði. Mun mikilvægi slíkra vatnsauðlinda að líkindum aukast í takt við vöxt efnahagsumsvifa og mannfjölda í heiminum. Talsvert er síðan hernaðaryfirvöld, m.a. í Bandaríkjunum, byrjuðu að tala um að næstu stórátök í heiminum muni snúast um mat og aðgengi að vatni. 
 
Víða farið að ganga á vatnsforða þjóða
 
Með auknum fólksfjölda eykst þrýstingur á vatnsforða. Því má ætla að virði vatnsauðlinda eins og Ísland býr yfir sé að aukast og muni aukast áfram. Einkum ef haft er í huga að landbúnaður stendur undir 60% af ferskvatnstöku í heiminum og að auka þarf framleiðslu á næstu árum vegna fólksfjölgunar. Víða um heim er þetta orðið stórvandamál og nægir þar að nefna helst ávaxtaræktarhéruð í Kaliforníu í Bandaríkjunum og stór þéttbýlissvæði á Indlandi.  
 
 
Góð staða á Íslandi
 
Sökum fámennis, mikillar úrkomu, vatnsforðabúra í formi jökla og annarra þátta er gnægð af fersku vatni á Íslandi. Slíkt er hins vegar ekki tilfellið víðast hvar í heiminum. Á heimsvísu minnkaði ferskvatnsforðinn um 10% að meðaltali á árunum 2007 til 2014. Mest minnkaði vatnsforðinn í löndum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, eða um 21%. Í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku minkaði forðinn um 13%, í Evrópu og Mið-Asíu um 10%, í Suður-Asíu um 9%, um 6% í Norður-Ameríku og um 8% í Suður-Ameríku og í löndum við Karíbahafið. 
 
Í skýrslunni segir að ef gert sé ráð fyrir að vatnsforðinn breytist ekkert frá því sem hann er í dag og ekkert vatn bætist við, myndi vatnsforðinn á Íslandi duga í rúm 1.000 ár. Hringrás vatns í náttúrunni gerir það aftur á móti að verkum að vatnið dugar um ókomna tíma svo lengi sem ekki er gengið á endurnýjun vatnsbirgðanna. Verðmæti Íslands eykst því jafnt og þétt í hlutfalli við þverrandi ferskvatnslindir í öðrum heimshlutum.
 
Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...

Hveitikynbætur alger nýlunda
Fréttir 8. nóvember 2024

Hveitikynbætur alger nýlunda

Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands er verið að hefja vinnu að hveitikynbótum í f...

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á ...

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum f...

Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverð...

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sö...

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni slá...