Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Varmaland
Bóndinn 22. júní 2017

Varmaland

„Við keyptum jörðina árið 1998 en þá var hér rekið kúabú. Bjuggum með kýrnar til ársins 2005 en skiptum þá yfir í hrossarækt og tamningar og höfum rekið tamningastöð síðan,“ segja Birna og Sigurgeir í Varmalandi.
 
„Keyptum vatnsgöngubretti fyrir hesta árið 2012 og tökum við hrossum í þjálfun fyrir fólk. Þurrkklefa fengum við svo árið 2016 en í honum er víbragólf, heitur blástur og infra-­rautt ljós.“
 
Býli: Varmaland. 
 
Staðsett í sveit: Sæmundarhlíð í Skagafirði.
 
Ábúendur: Birna M. Sigurbjörns­dóttir og Sigurgeir F. Þorsteinsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum þrjú börn: Hannes Brynjar, Jón Helga, Sonju Sigurbjörgu og tvö barnabörn, Viktoríu Huld og Kötlu Dís. Tveir hundar, Gormur og Snotra.
 
Stærð jarðar?  Jörðin er 400 ha en 200 ha innan girðingar og ræktað land 27 ha.
 
Gerð bús? Hrossarækt og sauðfé.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 50–60 hross og 90 kindur, svo eru alltaf um 20 hross í tamningu á hverjum tíma.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Farið á fætur um kl. 6.30, hirðing á skepnum, mokað og gefið. Svo er tekið til við tamningar og að setja hross á vatnsbrettið. 
Dagurinn endar svo á að gefa kvöldgjöfina og moka.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Vorið er alltaf skemmtilegur tími og einnig haustið, að fara í göngur og ragast í fé. Einnig er mjög gaman að heyja í góðum þurrki en jafn leiðinlegt í óþurrki.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en vonandi að temja meira fyrir okkur sjálf.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Okkur finnst að forustan mætti vera beittari og við bændur vera sýnilegri í fjölmiðlum og í samfélagsumræðunni. 
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef rétt er á málum haldið.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Innanlandsmarkaður er okkar markaður og að honum eigum við að hlúa sérstaklega en teljum að tækifærin séu víða því varan sem við bjóðum er svo góð.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og smá grænmeti.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar hryssan okkar, Þokkadís frá Varmalandi, fór í fyrstu verðlaun með 8,50 fyrir hæfileika 8,07 fyrir byggingu og 8,33 í aðaleinkunn.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...