Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Varmaland
Bærinn okkar 22. júní 2017

Varmaland

„Við keyptum jörðina árið 1998 en þá var hér rekið kúabú. Bjuggum með kýrnar til ársins 2005 en skiptum þá yfir í hrossarækt og tamningar og höfum rekið tamningastöð síðan,“ segja Birna og Sigurgeir í Varmalandi.
 
„Keyptum vatnsgöngubretti fyrir hesta árið 2012 og tökum við hrossum í þjálfun fyrir fólk. Þurrkklefa fengum við svo árið 2016 en í honum er víbragólf, heitur blástur og infra-­rautt ljós.“
 
Býli: Varmaland. 
 
Staðsett í sveit: Sæmundarhlíð í Skagafirði.
 
Ábúendur: Birna M. Sigurbjörns­dóttir og Sigurgeir F. Þorsteinsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum þrjú börn: Hannes Brynjar, Jón Helga, Sonju Sigurbjörgu og tvö barnabörn, Viktoríu Huld og Kötlu Dís. Tveir hundar, Gormur og Snotra.
 
Stærð jarðar?  Jörðin er 400 ha en 200 ha innan girðingar og ræktað land 27 ha.
 
Gerð bús? Hrossarækt og sauðfé.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 50–60 hross og 90 kindur, svo eru alltaf um 20 hross í tamningu á hverjum tíma.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Farið á fætur um kl. 6.30, hirðing á skepnum, mokað og gefið. Svo er tekið til við tamningar og að setja hross á vatnsbrettið. 
Dagurinn endar svo á að gefa kvöldgjöfina og moka.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Vorið er alltaf skemmtilegur tími og einnig haustið, að fara í göngur og ragast í fé. Einnig er mjög gaman að heyja í góðum þurrki en jafn leiðinlegt í óþurrki.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en vonandi að temja meira fyrir okkur sjálf.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Okkur finnst að forustan mætti vera beittari og við bændur vera sýnilegri í fjölmiðlum og í samfélagsumræðunni. 
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef rétt er á málum haldið.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Innanlandsmarkaður er okkar markaður og að honum eigum við að hlúa sérstaklega en teljum að tækifærin séu víða því varan sem við bjóðum er svo góð.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og smá grænmeti.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar hryssan okkar, Þokkadís frá Varmalandi, fór í fyrstu verðlaun með 8,50 fyrir hæfileika 8,07 fyrir byggingu og 8,33 í aðaleinkunn.
Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...