Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vaðbrekka
Mynd / Úr einkasafni
Bóndinn 30. nóvember 2017

Vaðbrekka

Langafi og -amma Aðalsteins Sigurðarsonar í Vaðbrekku keyptu jörðina árið 1922 og bjuggu hér í 50 ár. Svo tók afi hans við og svo pabbi hans og svo hann sjálfur frá árinu 2014.Hann er því fjórði ættliður sem býr þar. 
 
Býli:  Vaðbrekka.
 
Staðsett í sveit: Vaðbrekka stendur í 400 metra hæð yfir sjó í Hrafnkelsdal sem gengur suður úr Jökuldal ofanverðum á Fljótsdalshéraði. 
 
Ábúendur: Eyrún Harpa Eyfells Eyjólfsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Erum tvö og eigum von á barni í febrúar. Eigum einnig hundinn Dimmalimm.
 
Stærð jarðar?  Jörðin er eitthvað um 6.600 hektarar.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Eingöngu sauðfé, 405 hausar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þetta er alveg einkennileg spurning því hefðbundinn vinnudagur er ekki til, en hann byrjar snemma og endar seint. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður og smalamennskur eru skemmtilegust og skítmokstur það leiðinlegasta.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Sjáum þetta fyrir okkur í svipuðum sniðum og þetta er núna í; kringum 400 kindur og hefðbundinn sauðfjárbúskapur. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Betur má ef duga skal.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Held að helstu tækifærin felist í því að selja búvörur á minni kjötkaupmenn um allan heim, til að ná til fleira fólks sem vill kaupa dýrara kjöt af kjötkaupmanninum á horninu.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur og meira smjör.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimareykt bjúgu með smjöri.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Mjög eftirminnilegt að geta hafið heyskap um miðjan júlí í sumar, sem er tveimur vikum fyrr en í venjulegu árferði.
 
 
Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f