Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Útlit fyrir þokkalega korn­uppskeru norðan heiða
Mynd / Guðmundur H. Gunnarsson
Fréttir 12. september 2016

Útlit fyrir þokkalega korn­uppskeru norðan heiða

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Útlit er fyrir að kornuppskera norðan heiða verði ágæt nú í haust. Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir að enn sem komið er séu fáir byrjaðir að slá en líklegt að bændur hefjist handa á næstu dögum. 
 
„Í heildina lítur vel út með uppskeru á korni hér um slóðir,“ segir hann. 
Sigurgeir segir að bændur hafi í fyrrahaust fengið mikinn skell þegar svo til allt korn eyðilagðist á einni frostnóttu í lok ágúst. Það áfall hafi gert að verkum að þeir hafi heldur dregið saman í kornræktinni, einhverjir alveg hætt að reyna fyrir sér með kornið og aðrir dregið saman, tekið minna land undir þess konar ræktun en áður. „Þessi eina frostnótt í fyrra hafði þær afleiðingar að korn eyðilagðist meira og minna hér um slóðir. Það sat í mönnum sem drógu margir hverjir úr ræktuninni,“ segir Sigurgeir.
 
Nú háttar svo til að þroski er kominn í kornið og frostnætur valda því ekki skaða í líkingu við þann sem varð í fyrrahaust. „Við erum hólpin hvað það varðar og útlitið í heildina er bara ágætt, uppskera getur orðið með þokkalegu móti,“ segir Sigurgeir.
 
Sveppasmit í kornakri, brúnir flekkir í akrinum. Blöðin á bygginu eru smituð af augnflekk (augnblett). 
 
Guðmundur H. Gunnarsson, jarðræktarráðunautur hjá Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins, segir að nokkuð sé um sveppasmit í eldri kornörkum í Eyjafirði. Hann hafi þó ekki haft færi á að skoða mikið af kornörkum undanfarið, en sér virðist sem sú sé raunin. Hann segir sveppasmit draga úr kornfyllingu eða geti stöðvað hana, þ.e. flutning á næringarefnum frá blöðum og strái upp í axið, og þannig haft veruleg áhrif á uppskeru og gæði kornsins. 

Skylt efni: kornrækt | bygg | sveppasmit

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...