Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Útlit fyrir þokkalega korn­uppskeru norðan heiða
Mynd / Guðmundur H. Gunnarsson
Fréttir 12. september 2016

Útlit fyrir þokkalega korn­uppskeru norðan heiða

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Útlit er fyrir að kornuppskera norðan heiða verði ágæt nú í haust. Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir að enn sem komið er séu fáir byrjaðir að slá en líklegt að bændur hefjist handa á næstu dögum. 
 
„Í heildina lítur vel út með uppskeru á korni hér um slóðir,“ segir hann. 
Sigurgeir segir að bændur hafi í fyrrahaust fengið mikinn skell þegar svo til allt korn eyðilagðist á einni frostnóttu í lok ágúst. Það áfall hafi gert að verkum að þeir hafi heldur dregið saman í kornræktinni, einhverjir alveg hætt að reyna fyrir sér með kornið og aðrir dregið saman, tekið minna land undir þess konar ræktun en áður. „Þessi eina frostnótt í fyrra hafði þær afleiðingar að korn eyðilagðist meira og minna hér um slóðir. Það sat í mönnum sem drógu margir hverjir úr ræktuninni,“ segir Sigurgeir.
 
Nú háttar svo til að þroski er kominn í kornið og frostnætur valda því ekki skaða í líkingu við þann sem varð í fyrrahaust. „Við erum hólpin hvað það varðar og útlitið í heildina er bara ágætt, uppskera getur orðið með þokkalegu móti,“ segir Sigurgeir.
 
Sveppasmit í kornakri, brúnir flekkir í akrinum. Blöðin á bygginu eru smituð af augnflekk (augnblett). 
 
Guðmundur H. Gunnarsson, jarðræktarráðunautur hjá Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins, segir að nokkuð sé um sveppasmit í eldri kornörkum í Eyjafirði. Hann hafi þó ekki haft færi á að skoða mikið af kornörkum undanfarið, en sér virðist sem sú sé raunin. Hann segir sveppasmit draga úr kornfyllingu eða geti stöðvað hana, þ.e. flutning á næringarefnum frá blöðum og strái upp í axið, og þannig haft veruleg áhrif á uppskeru og gæði kornsins. 

Skylt efni: kornrækt | bygg | sveppasmit

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...