Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Úthluta 36 milljónum til verkefna á sviði almenningssamgangna
Mynd / HKr.
Fréttir 3. nóvember 2021

Úthluta 36 milljónum til verkefna á sviði almenningssamgangna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Alls hefur verið úthlutað 36 milljónum króna til sjö verkefna á sviði almenningssamgangna fyrir árið 2021 og 2022. Markmið með framlögunum er að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna um land allt og þá sérstaklega út frá byggðalegum sjónarmiðum. Alls bárust níu umsóknir og var sótt um styrki fyrir tæpar 77 milljónir króna.

Tvær milljónir króna fara í verkefni sem hefur þann tilgang að efla samgöngur á Snæfellsnesi, m.a. með því að samþætta skóla- og tómstundaakstur. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sóttu um styrkinn en þegar liggja fyrir tillögur um samræmt leiðakerfi á Snæfellsnesi. Vinna þarf betur úr tillögum og velja þá réttu.

Farþega- og póstflutningar

Eitt verkefnanna ber heitið Samfélagsleg nýsköpun – samlegð farþega- og póstflutninga á Norðausturlandi. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra sóttu um og fengu styrk að upphæð 3,8 milljónir króna. Þarfagreining hefur þegar verið gerð en fram undan er að vinna frekari greiningu á hindrunum, umhverfi og finna hagkvæmar lausnir. Fyrirmyndir verða sóttar til annarra landa, meðal annars norður-Noregs, varðandi það kerfi sem hefur verið byggt upp með samnýtingu ýmiss konar flutninga.
Heilsueflandi almenningssamgöngur í Langanesbyggð er heiti á verkefni sem hlaut 1,2 milljónir króna þróunarstyrk en ætlunin er að koma á almenningssamgöngum milli Bakkafjarðar og Þórshafnar með því að tvinna saman lýðheilsustefnu og notendamiðaðan frístunda- og tómstundaakstur. Byggð við Bakkaflóa hefur átt undir högg að sækja og verk­efnið er liður í átaki gegn þeirri þróun.

Ástand stoppistöðva Strætó á landsbyggðinni

Öryrkjabandalag Íslands hlaut einnig tvær milljónir króna til að vinna heildstætt mat á ástandi stoppistöðva Strætó á landsbyggðinni og setja fram tillögur að úrbótum. Þá fékk Austurbrú 7 milljónir króna til að gera viðhorfskönnun meðal þeirra sem notað hafa Loftbrú, meta notagildi og hlutverk hennar. Þá fengu Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi styrk upp á 12 milljónir króna til að hefja tilraunaverkefni sem tryggir að íbúar dreifbýlis í Borgarbyggð geti nýtt ferðir skólabíla til að sækja vinnu eða þjónustu. Styrkurinn deilist á tvö ár.

Fjarðabyggð fékk 8 milljónir króna vegna verkefnis um nýtt kerfi almenningssamgangna í byggðalaginu, en það tók gildi 1. september síðastliðinn. Verkefnið er tilraunaverkefni sem stendur yfir í 16 mánuði og er hugsað til að gera Fjarðabyggð að einu atvinnu- og skólasóknarsvæði. 

Skylt efni: almenningssamgöngur

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...