Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
BMW 1200 GS.
BMW 1200 GS.
Mynd / HLJ
Fræðsluhornið 13. júní 2016

Út að leika á BMW 1200 GS

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Síðastliðið haust, þegar ég heimsótti ábúendur á Ásgarði við Kirkjubæjarklaustur, þau Þórönnu Harðardóttur og Eyþór Valdimarsson, spurði Eyþór mig um BMW 1200 mótorhjólið sem ég var á og hvort væri von á umfjöllun um hjólið. 
 
Ég gaf honum þá afsökun að hjólið væri ekki nýtt, en einnig þá von að ef mér myndi bjóðast nýtt 1200 BMW hjól skyldi ég glaður skrifa um það. Fyrir skemmstu bauðst mér næstum nýtt BMW 1200 GS mótorhjól í langan prufuakstur. 
 
Hentar vel til ferðalaga á íslenskum vegum og vegslóðum
 
Að sögn Eyþórs Örlygssonar, framkvæmdastjóra Reykjavík Motor Center, sem er umboðsaðili fyrir BMW mótorhjól á Íslandi, er hjólið grunnútgáfa af BMW 1200 GS og er með tveggja strokka boxervél sem skilar 125 hestöflum. BMW 1200 GS hefur verið eitt vinsælasta og söluhæsta mótorhjól í heiminum í mörg ár af fólki sem ferðast mikið á mótorhjólum á vegum og vegleysum. Á síðasta ári keyrði ég með tveimur breskum atvinnumótorhjólamönnum Nyrðra fjallabak sem voru á 2015 árgerðinni af BMW 1200 GS og sannfærðist ég þá um að þessi hjól henta vel fyrir íslenska malarvegi.
 
Prufuaksturinn langur í öllum tegundum veðurs
 
Prufuaksturinn var sjö dagar og 2120 km. Fyrsta daginn var frekar mikill vindur og oftast á hlið, en hjólið tekur vel á sig vind og fer vel með mann. Í prófunum sem ég hef lesið í erlendum mótorhjólablöðum fær BMW hæstu fáanlega einkunn hjóla þegar ekið er í miklum vindi og þar er ég sammála.
 
Næsta dag var lítill vindur, en töluverð rigning, en lögun hjólsins hélt rigningunni að mestu frá mér sem ökumanni. Í rigningunni kólnaði svolítið og var þá gott að hafa hita í handföngunum sem ég kveikti á. Næst var það prófun á möl, en malarvegurinn var heiðarvegurinn upp úr Berufirði, Öxi. Eftir mikla þurrkatíð var vegurinn frekar laus og holóttur, en á þeirri leið gafst mér gott tækifæri til að prófa fjöðrunina og spólvörn.
 
Þegar ég keyri mótorhjól ek ég mikið standandi á fótstigunum, sérstaklega þegar ekið er á malar­vegum. Á BMW hjólum er almennt gott að keyra standandi, en á þessu hjóli eru fótstigin of mjó og mætti breikka þau a.m.k. um helming.
 
Kraftmikið með góða fjöðrun og spólvörn
 
Í mælaborðinu eru fjórar aðalstillingar á vél, fjöðrun og spólvörn: „Rain, Road, Dyna og Enduro“. 
Á malarvegi er best að vera með stillt á Enduro, en sú stilling gefur afturdekkinu svigrúm á stuttu spóli í lausri möl, en ef verið er að fara upp brekku sem er mikið þvottabretti er betra að taka spólvörnina af því annars fúskar og fretar mótorinn í hvert sinn og afturdekkið missir grip.
 
Í rigningu mæli ég með Rain-stillingunni því ef maður missir grip á blautum vegi er minni hætta á að maður missi kraftmikið hjólið í spól. Road-stillingin sparar mest bensín, en þegar ég var með stillt á þá stillingu var eyðslan rétt undir fjórum lítrum á hundraðið á 90 km hraða. Mesta eyðslan er á Dyna-stillingunni, en þá er hjólið kraftmest og snarpast og sem dæmi þá prófaði ég í Bakkaselsbrekkunni hröðunina og kraftinn við að taka fram úr flutningabíl með eftirvagn. Ég botngaf hjólinu í 6. gír á 80 km hraða og þegar ég sá allan bílinn í baksýnisspeglunum til að skipta um akrein sýndi hraðamælirinn mér póstnúmerið á Seltjarnarnesi.
 
Mælaborðið býður upp á miklar upplýsingar
 
Í mælaborðinu má fá miklar upp­lýsingar sem eru m.a. dagsetning, klukka, hiti á vél, hiti, eyðsla, loftþrýstingur í fram- og afturdekkjum, hvað eru margir kílómetrar eftir á eldsneytistanknum ásamt varnarljósum s.s. olía, hiti, spólvörn, ABS og fl. 
 
Grunnverð á BMW 1200 GS er 3.800.000, en með ferðatöskum og „krassvörn“ (veltigrindum) er hjólið komið rétt yfir fjórar milljónir.
 
Veltigrindurnar eru að mínu mati bráðnauðsynlegar og kosta aukalega ekki nema 80.000, en þegar ekið er eftir beinum og breiðum vegi er gott að rétta úr fótunum og setja kálfana ofan á veltigrindurnar og keyra í stíl Dennis Hopper úr bíómyndinni Easy Rider.
 
Lokaorð
 
Fínt ferðahjól sem fer vel með ökumann og farþega, með mikið tog í vél og þægilega ásetu, en eini mínusinn sem ég gef hjólinu eru mjó fótstig.

6 myndir:

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...