Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Urriðaá
Bóndinn 12. janúar 2017

Urriðaá

Við keyptum jörðina 1. janúar 2015 af óskyldum aðilum. Við fréttum af jörðinni fyrir tilviljun, fórum að skoða hana og þá var ekki aftur snúið. Við komum hingað fyrst sumarið 2014 og vorum hér ásamt fyrri ábúendum allt sumarið og haustið 2014.
 
Ólafur er lærður ­vélvirki og Dagbjört útskrifaðist sem búfræðingur úr Landbúnaðarháskólanum árið 2014.
 
Býli: Urriðaá.
 
Staðsett í sveit: Miðfjörður, Vestur-Húnavatnssýslu.
 
Ábúendur: Ólafur Rúnar Ólafsson og Dagbjört Diljá Einþórsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Fjárhundurinn Trýna og kötturinn Spiderman.
 
Stærð jarðar?  Jörðin er um 500 ha og ræktað land er um 45 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með um 600 fjár á fóðrum í vetur. Höfum verið að fjölga aðeins sl. 2 ár, var um 500 fjár þegar við tókum við. Einnig erum við með nokkur smalahross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Gjafir kvölds og morgna á veturna. Ólafur rýir fyrir aðra bændur. Dagbjört sækir vinnu á Hvammstanga í hlutastarfi. 
Annars er vinnudagurinn mjög mismunandi eftir hvaða árstími er hverju sinni.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Við erum bæði sammála því að skemmtilegustu störfin eru sauðburðurinn, smalamennskur og fjárragið á haustin.
Leiðinlegast er þegar allt gengur á afturfótunum eins og stundum vill gerast á miklum annatímum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við stefnum á að halda sama fjárfjölda en reyna að halda áfram að bæta afurðir eftir hverja á. En allt fer þetta eftir hvernig þessi blessaði búvörusamningur verður. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Margt gott en margt sem má betur fara.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Það eru miklir óvissutímar hjá sauðfjárbændum vegna lækkunar afurðaverðs og nýs búvörusamnings. En við reynum að vera bjartsýn.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Klárlega íslenska lambakjötið, topp vara sem vantar meiri markaðssetningu.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, majónes og bjór.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað ærfille!
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fyrstu smalamennskurnar okkar og sjá lömbin koma af fjalli. Einnig var gaman að sjá góðar afurðir eftir kalt og langt vor.
 

8 myndir:

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...