Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Unnið er að því að fá landnámskyn íslensks búfjár skráð á lista UNESCO
Fréttir 18. desember 2014

Unnið er að því að fá landnámskyn íslensks búfjár skráð á lista UNESCO

Höfundur: Vilmundur Hansen

Unnið er að því að fá íslensku landnámskynin skráð á lista yfir íslenskar menningarerfðir hjá UNESCO.

Íslensku búfjárkynin eru þjóðargersemar, erfðaauðlindir sem búa yfir miklum fjölbreytileika sem ber að varðveita.

Það eru óáþreifanleg menningar­verðmæti í íslensku búfjárkynjunum sem tengjast verkkunnáttu og nýtingu land­búnaðarkynjanna, m.a. tegund náttúru Íslands. Hætta er talin á  að þetta glatist sé ekki stigið varlega til jarðar til framtíðar.

Ólafía Kristín Bjarnleifsdóttir, ein af talsmönnum þeirra sem vilja láta vernda kynin, segir unnið að umsókn til UNESCO hjá menningar- og menntamálaráðuneytinu „Málið er enn á frumstigi en langt í land með að vinnu við umsóknina sé lokið.“


Verndun kynjanna er mikilvæg vegna sjúkdómavarna, sérstaklega þar sem íslensk landbúnaðarkyn eru laus við fjölda sjúkdóma sem önnur lönd kljást við. Fjölbreytnin í erfðaefni er mikil og hér á landi hefur ekki orðið sú eyðing erfðaefnis sem þekkt er víðast hvar erlendis. Einangrun landsins og mikil varfærni gagnvart innflutningi á búfé og dýraafurðum hafa einnig skipt miklu máli.

Nýja-Sjáland er helsta út­­flutn­ings­land heims í kindakjöti og mjólkurvörum. Þar gilda mjög ströng skilyrði um innflutning dýra og plantna, nánast bann hvað við kemur búfé. Á vegum Sameinuðu þjóðanna er unnið markvisst í landbúnaðarstofnun þeirra, FAO, við skráningu og aðgerðir til að stuðla að varðveislu erfðaefnis búfjár og nytjajurta um allan heim.

Glöggt dæmi um afleita þróun er á Indlandi, þar sem gömul nautgripakyn eiga í vök að verjast, kyn sem henta vel loftslagi og aðstæðum, samtals 37 að tölu. Mörg þeirra eru í útrýmingarhættu vegna innflutnings á erlendum kynjum frá Evrópu og Norður-Ameríku sem blandað er stjórnlaust við innlendu kynin. 

Skylt efni: Búfé

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...