Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Unnið er að því að fá landnámskyn íslensks búfjár skráð á lista UNESCO
Fréttir 18. desember 2014

Unnið er að því að fá landnámskyn íslensks búfjár skráð á lista UNESCO

Höfundur: Vilmundur Hansen

Unnið er að því að fá íslensku landnámskynin skráð á lista yfir íslenskar menningarerfðir hjá UNESCO.

Íslensku búfjárkynin eru þjóðargersemar, erfðaauðlindir sem búa yfir miklum fjölbreytileika sem ber að varðveita.

Það eru óáþreifanleg menningar­verðmæti í íslensku búfjárkynjunum sem tengjast verkkunnáttu og nýtingu land­búnaðarkynjanna, m.a. tegund náttúru Íslands. Hætta er talin á  að þetta glatist sé ekki stigið varlega til jarðar til framtíðar.

Ólafía Kristín Bjarnleifsdóttir, ein af talsmönnum þeirra sem vilja láta vernda kynin, segir unnið að umsókn til UNESCO hjá menningar- og menntamálaráðuneytinu „Málið er enn á frumstigi en langt í land með að vinnu við umsóknina sé lokið.“


Verndun kynjanna er mikilvæg vegna sjúkdómavarna, sérstaklega þar sem íslensk landbúnaðarkyn eru laus við fjölda sjúkdóma sem önnur lönd kljást við. Fjölbreytnin í erfðaefni er mikil og hér á landi hefur ekki orðið sú eyðing erfðaefnis sem þekkt er víðast hvar erlendis. Einangrun landsins og mikil varfærni gagnvart innflutningi á búfé og dýraafurðum hafa einnig skipt miklu máli.

Nýja-Sjáland er helsta út­­flutn­ings­land heims í kindakjöti og mjólkurvörum. Þar gilda mjög ströng skilyrði um innflutning dýra og plantna, nánast bann hvað við kemur búfé. Á vegum Sameinuðu þjóðanna er unnið markvisst í landbúnaðarstofnun þeirra, FAO, við skráningu og aðgerðir til að stuðla að varðveislu erfðaefnis búfjár og nytjajurta um allan heim.

Glöggt dæmi um afleita þróun er á Indlandi, þar sem gömul nautgripakyn eiga í vök að verjast, kyn sem henta vel loftslagi og aðstæðum, samtals 37 að tölu. Mörg þeirra eru í útrýmingarhættu vegna innflutnings á erlendum kynjum frá Evrópu og Norður-Ameríku sem blandað er stjórnlaust við innlendu kynin. 

Skylt efni: Búfé

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður
Fréttir 17. mars 2023

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður

Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðn...

Fagþing sauðfjárræktarinnar
Fréttir 17. mars 2023

Fagþing sauðfjárræktarinnar

Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudagin...

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því...

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun ...

Jarfi frá Helgavatni besta nautið
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta nau...

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum
Fréttir 15. mars 2023

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum

Á þingi búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn d...