Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Landbúnaðarháskóli Íslands.
Landbúnaðarháskóli Íslands.
Mynd / HKr.
Fréttir 2. apríl 2020

Unnið að lausnum vegna námsdvalar búfræðinema

Höfundur: smh

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú unnið að lausnum fyrir þá búfræðinema sem fara til námsdvalar á kennslubúum, en vegna samkomubanns var jafnvel óttast að það þyrfti að fresta þeim. Þær eru jafnan fyrirhugaðar í lok mars ár hvert, í 12 vikur í senn.

Kristín Sveiney Baldursdóttir, sem sér um námsdvöl nemenda við skólann, segir að nú liggi fyrir að nemendurnir séu skilgreindir eins og tækni- eða iðnnemar þar sem þeir vinna undir leiðsögn síns meistara. „Nema í okkar tilfelli er meistarinn námsdvalarbóndi, sem sjálfur er útskrifaður búfræðingur,“ segir hún.

Nemendur mega fara með ákveðnum skilyrðum

Kristín Sveiney Baldursdóttir hefur umsjón með námsdvöl búfræðinema við Landbúnaðarháskóla Íslands.

„Nemendur okkar mega þar af leiðandi fara í námsdvöl á bæjunum með þeim skilyrðum að sjálfsögðu að bændur og nemendur séu ásáttir um það. Uppi eru margvíslegar aðstæður, bæði hjá nemendum okkar og bændum og var við því að búast. Við komum til móts við nemendur okkar með ákveðnum sveigjanleika, en gerum jafnframt ákveðnar kröfur á móti. Við mælumst til þess að nemandi fari ekki af bæ á meðan á námsdvölinni stendur nema í fullkomnu samráði við bóndann.

Með þessu móti styttist námsdvölin að einhverju leyti. Eins eru einhverjir nemendur sem fresta för sinni í námsdvöl fram yfir páska eða taka hreinlega stöðuna þegar að samkomubanni lýkur.

Þessi mál eru nú í óðaönn að skýrast og er ég vongóð um að þessi mál leysist farsællega. Ég finn mikinn skilning frá námsdvalarbændum og treysti þeim fullkomlega til að taka rétta ákvörðun sem byggir á þeirra tilfinningu og aðstæðum,“ segir Kristín Sveiney Baldursdóttir

Öll kennsla við LbhÍ á stafrænu formi

Í frétt á vef Landbúnaðarháskóla Íslands kemur fram að kennsla hafi að öllu leyti verið færð á form stafrænnar fjarkennslu, eins og raunin sé með aðra framhalds- og háskóla. Þar segir að nemendur og starfsfólk sé vel í stakk búið til að takast á við fyrirliggjandi verkefni.
 

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar
Fréttir 17. janúar 2022

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðar...

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi
Fréttir 17. janúar 2022

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi

Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl­mörgu sem heimsóttu Lau...

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi
Fréttir 14. janúar 2022

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarver...

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum
Fréttir 14. janúar 2022

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum

Framtíðarstaða garðyrkjunáms á Reykjum er enn óljós og hægt gengur með yfirfærsl...

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða
Fréttir 14. janúar 2022

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða

Ísland hefur tilnefnt fimm íslensk náttúruverndarsvæði sem hluta af neti verndar...

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin
Fréttir 13. janúar 2022

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin

Franski vinnuvéla­fram­leið­andinn Gaussin afhjúpaði í nóvember síðastliðnum H2 ...