Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ungarnir bíða merkingar í sérstöku gerði, þangað sem þeim er smalað daginn áður.
Ungarnir bíða merkingar í sérstöku gerði, þangað sem þeim er smalað daginn áður.
Mynd / Jón Einar Jónsson.
Fréttir 19. ágúst 2021

Ungaeldi á Keisbakka miðar að því að auka við æðarvar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Ábúendur á Keisbakka á Skógar­strönd, þau Oddný Halldórs­­dóttir  og Magnús Tómas­son, eru að reyna að auka við æðarvarp í landi sínu.

Fjórar eyjar tilheyra landi Keis­bakka og er æðarvarp á tveimur þeirra. Hafa bændur hug á að auka við æðarvarpið, koma upp varpi á öllum eyjunum.

Núna er æðarvarpið að Keis­bakka í tveimur eyjum, Dilk og Hrappsey. Eyjarnar eru skammt undan landi Keisbakka, Dilkur í um það bil í 2,7 kílómetra og Hrappsey í 1,7 kílómetra fjarlægð. Í þessum tveimur eyjum eru nokkur hundruð hreiður og er varpinu sinnt af ábúendum sem sett hafa upp hreiðurskýli og flögg á eyjunum. Tvær aðrar eyjar eru nær landi, Múli og Landey

Oddný Halldórsdóttir á Keisbakka búin að ná einum í gerðinu. 

Töluvert lagt í varnir

Starfsmenn Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi taka þátt í verkefninu með ábúendum, en um er að ræða verkefni sem standa á yfir í 10 ár. Þetta er þriðja árið sem ungar eru aldir upp að Keisbakka en þeim er sleppt merktum út í náttúruna síðsumars.

Jón Einar Jónsson, vísindamaður við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, segir að landeigendur hafi áhuga á að laða fleiri æðakollur að þessum eyjum og hafi í því skyni lagt töluvert í varnir gegn tófu og mink. Þau hafa bæði vaktað varpið og reist girðingu meðfram ströndinni á landareign Keisbakka. Þá hafi verið fyllt upp í skurði á svæðinu og grafin tjörn með útfalli út í sjó. „Með þessum aðgerðum er vonast til þess að æðarvarp myndist í Múla og Landey og einnig  á ströndinni innan girðingar í grennd við tilbúnu tjörnina,“ segir Jón Einar.   

Jón Einar Jónsson, vísindamaður við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi.

186 ungar merktir í sumar

Jón Einar segir að útungunarvél sé á Keisbakka og hún notuð til að koma varpinu af stað. Með henni er hægt að unga út 200 eggjum í einu. Eitt egg er tekið úr hverju hreiðri og ungað út í vélinni.  Áður en ungum er sleppt eru þeir merktir með sérstökum stálmerkjum frá Náttúrufræðistofnun. Nú í sumar voru merktir 186 ungar og 178 í fyrrasumar.  

Æðarfuglar hefja að sögn Jóns Einars varp tveggja til þriggja ára þannig að á næsta ári má vænta fyrstu varptilrauna á nýjum stað. „Okkar markmið er að skrá framvinduna og einnig að merkja fullorðna fugla í tveimur varpeyjum Keisbakka úti á Hvammsfirði, til að kanna hvort eldri kollurnar færi sig þá líka þegar fram í sækir,“ segir Jón Einar. Hann bætir við að ungasleppingar hafi áður verið notaðar til að koma á fót æðavarpi og nægi þar að nefna t.d. Þernuvík í Ísafjarðardjúpi, Hvallátrum og Þorvaldsey á Breiðafirði. 

Áhugavert verkefni

Næstu árin verður framvindan skráð, en meðal þess sem vísindamenn Rannsóknasetursins fýsi að vita er hvort takist að koma á fót varpi í eyjunum Múla og Landey þar sem ekki er varp nú.  Takist að koma upp varpi í þessu eyjum er óvíst hvort þar verði á ferð ungar úr ungauppeldinu eða hvort núverandi varpfuglar úr hinum eyjunum, Dilk og Hrappsey, færi sig nær landi og komi sér fyrir í Múla eða Landey eða færi sig jafnvel alla leið upp á land. „Við höfum áhuga á að vita hvort varp á nýjum stað er eingöngu háð nýliðun eða hvort tilfærsla eldri fugla komi einnig við sögu. Þeir ungar sem alast upp á Keisbakka eru líklegir að reyna varp þar sem fullorðnir fuglar,“ segir Jón Einar. „Þetta er mjög áhugavert verkefni og við hlökkum til að sjá hver niðurstaðan verður eftir nokkur ár.“

Skylt efni: æðarvarp

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í n...

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn

Hundrað hesta setningarathöfn
12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn