Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ungarnir bíða merkingar í sérstöku gerði, þangað sem þeim er smalað daginn áður.
Ungarnir bíða merkingar í sérstöku gerði, þangað sem þeim er smalað daginn áður.
Mynd / Jón Einar Jónsson.
Fréttir 19. ágúst 2021

Ungaeldi á Keisbakka miðar að því að auka við æðarvar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Ábúendur á Keisbakka á Skógar­strönd, þau Oddný Halldórs­­dóttir  og Magnús Tómas­son, eru að reyna að auka við æðarvarp í landi sínu.

Fjórar eyjar tilheyra landi Keis­bakka og er æðarvarp á tveimur þeirra. Hafa bændur hug á að auka við æðarvarpið, koma upp varpi á öllum eyjunum.

Núna er æðarvarpið að Keis­bakka í tveimur eyjum, Dilk og Hrappsey. Eyjarnar eru skammt undan landi Keisbakka, Dilkur í um það bil í 2,7 kílómetra og Hrappsey í 1,7 kílómetra fjarlægð. Í þessum tveimur eyjum eru nokkur hundruð hreiður og er varpinu sinnt af ábúendum sem sett hafa upp hreiðurskýli og flögg á eyjunum. Tvær aðrar eyjar eru nær landi, Múli og Landey

Oddný Halldórsdóttir á Keisbakka búin að ná einum í gerðinu. 

Töluvert lagt í varnir

Starfsmenn Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi taka þátt í verkefninu með ábúendum, en um er að ræða verkefni sem standa á yfir í 10 ár. Þetta er þriðja árið sem ungar eru aldir upp að Keisbakka en þeim er sleppt merktum út í náttúruna síðsumars.

Jón Einar Jónsson, vísindamaður við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, segir að landeigendur hafi áhuga á að laða fleiri æðakollur að þessum eyjum og hafi í því skyni lagt töluvert í varnir gegn tófu og mink. Þau hafa bæði vaktað varpið og reist girðingu meðfram ströndinni á landareign Keisbakka. Þá hafi verið fyllt upp í skurði á svæðinu og grafin tjörn með útfalli út í sjó. „Með þessum aðgerðum er vonast til þess að æðarvarp myndist í Múla og Landey og einnig  á ströndinni innan girðingar í grennd við tilbúnu tjörnina,“ segir Jón Einar.   

Jón Einar Jónsson, vísindamaður við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi.

186 ungar merktir í sumar

Jón Einar segir að útungunarvél sé á Keisbakka og hún notuð til að koma varpinu af stað. Með henni er hægt að unga út 200 eggjum í einu. Eitt egg er tekið úr hverju hreiðri og ungað út í vélinni.  Áður en ungum er sleppt eru þeir merktir með sérstökum stálmerkjum frá Náttúrufræðistofnun. Nú í sumar voru merktir 186 ungar og 178 í fyrrasumar.  

Æðarfuglar hefja að sögn Jóns Einars varp tveggja til þriggja ára þannig að á næsta ári má vænta fyrstu varptilrauna á nýjum stað. „Okkar markmið er að skrá framvinduna og einnig að merkja fullorðna fugla í tveimur varpeyjum Keisbakka úti á Hvammsfirði, til að kanna hvort eldri kollurnar færi sig þá líka þegar fram í sækir,“ segir Jón Einar. Hann bætir við að ungasleppingar hafi áður verið notaðar til að koma á fót æðavarpi og nægi þar að nefna t.d. Þernuvík í Ísafjarðardjúpi, Hvallátrum og Þorvaldsey á Breiðafirði. 

Áhugavert verkefni

Næstu árin verður framvindan skráð, en meðal þess sem vísindamenn Rannsóknasetursins fýsi að vita er hvort takist að koma á fót varpi í eyjunum Múla og Landey þar sem ekki er varp nú.  Takist að koma upp varpi í þessu eyjum er óvíst hvort þar verði á ferð ungar úr ungauppeldinu eða hvort núverandi varpfuglar úr hinum eyjunum, Dilk og Hrappsey, færi sig nær landi og komi sér fyrir í Múla eða Landey eða færi sig jafnvel alla leið upp á land. „Við höfum áhuga á að vita hvort varp á nýjum stað er eingöngu háð nýliðun eða hvort tilfærsla eldri fugla komi einnig við sögu. Þeir ungar sem alast upp á Keisbakka eru líklegir að reyna varp þar sem fullorðnir fuglar,“ segir Jón Einar. „Þetta er mjög áhugavert verkefni og við hlökkum til að sjá hver niðurstaðan verður eftir nokkur ár.“

Skylt efni: æðarvarp

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...