Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kvenfélagskonurnar í Kvenfélagi Staðarhrepps sjá alltaf um glæsilegar kaffiveitingar í réttarhléi Hrútatunguréttar. Hér eru nokkrar þeirra, frá vinstri, Kathrin Schmitt, Ólafía Jóna Eiríksdóttir, Sigurlaug Árnadóttir, Guðný Kristín Guðnadóttir og Hafdís Þ
Kvenfélagskonurnar í Kvenfélagi Staðarhrepps sjá alltaf um glæsilegar kaffiveitingar í réttarhléi Hrútatunguréttar. Hér eru nokkrar þeirra, frá vinstri, Kathrin Schmitt, Ólafía Jóna Eiríksdóttir, Sigurlaug Árnadóttir, Guðný Kristín Guðnadóttir og Hafdís Þ
Mynd / MHH
Líf og starf 13. september 2019

Um fjögur þúsund fjár í Hrútatungurétt

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Það var góð stemning í Hrútatungurétt í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu laugardaginn 7. september þrátt fyrir smá rigningu af og til. 
 
Um fjögur þúsund fjár voru í réttunum og margt fólk sem aðstoðaði bændur og búalið að draga í dilka. Bændur voru sammála um að lömbin kæmu falleg af afréttinum þrátt fyrir þurrka í sumar. Ánægjulegustu tíðindin eru þó úr Hrútafirði að þar er ungt fólk að taka við sauðfjárbúskap á nokkrum bæjum, m.a. á Bálkastöðum þar sem ung hjón með fjögur börn úr Hvalfjarðarsveit eru tekin við búinu. Á bænum er um 500 fjár og jörðin er um 500 hektarar að stærð.
 
Það er gott að vera hjá afa og fylgjast með réttarstörfunum, hér eru það þeir Emery Trausti og Róbert Ozias Elmarssynir með Róberti Júlíussyni, afa á Hvalshöfða.

Skylt efni: Hrútatungurétt

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...