Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Um 71% samdráttur í innflutningi á jurtaostum á milli ára
Mynd / Unsplash - Wesual Click
Fréttir 28. október 2021

Um 71% samdráttur í innflutningi á jurtaostum á milli ára

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Innflutningur á því sem skilgreint er í tollskrá sem jurtaostur á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur fallið um nær 71% frá því sem var 2020. Fyrstu 8 mánuðina 2021 voru flutt inn 55 tonn af jurtaosti en 187 í fyrra. Erfitt er að sjá aðra skýringu en ábendingar um að stór hluti þessa innflutnings á árinu 2020 og jafnvel fyrr hafi verið á snið við tollalög.

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í raun með dómi þann 8. júlí síðastliðinn að um ólögmætan innflutning hafi verið að ræða.

Mikið hefur verið fjallað um þetta mál, m.a. í Bændablaðinu. Erna Bjarnadóttir, fyrrverandi hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, benti ítrekað á ýmsa vankanta varðandi m.a. innflutning á mjólkurvörum. Upp hafi komist að einhvern veginn hafi þessar vörur átt til með að umbreytast í hafi í aðrar vörur á leið sinni frá meginlandinu til Íslands. Venjulegur ostur breyttist t.d. í jurtaost svo dæmi sé tekið. Eftir ábendingar Ernu stórminnkaði innflutningur á jurtaosti.

Pizzaostur fluttur inn sem jurtaostur

Ágreiningur aðila sneri að því hvernig tollflokka eigi vöruna Festino IQF Mozzarella Pizza Mix, sem samkvæmt gögnum málsins er rifinn ostur, sem inniheldur u.þ.b. 11–12% af viðbættri pálmaolíu. Stefnandi, innflutnings­fyrirtækið Danól, mun hafa flutt vöruna inn til landsins frá árinu 2018 og flokkaði hana í 21. kafla tollskrárinnar, í tollskrárnúmerið 2106.9068, sem ber heitið „Matvæli, ótalin annars staðar: „Jurtaostur.“ Rétt er að geta þess að vörur í tollskrárlið 2106 bera enga tolla.

Í úrskurði tollgæslustjóra sem deilt var um er varan hins vegar flokkuð í 4. kafla tollskrárinnar en í þeim kafla eru m.a. vörur unnar úr mjólk, þ.m.t. ostar. Í fjórða kafla tollskrárinnar eru landbúnaðarvörur, m.a. ostar, sem lagðir eru á bæði magn- og verðtollar.

Niðurstaða tollgæslustjóra er sú að vöruna skuli flokka í tollskrárnúmer 0406.2000, þ.e. „Hvers konar rifinn eða mulinn ostur“.

Innflytjandi tapaði máli við ríkið

Innflytjandinn Danól ehf. höfðaði mál gegn íslenska ríkinu og var réttarstefna birt 19. apríl 2021. Málið var síðan dómtekið að lokinni aðalmeðferð 11. júní sl. Mál þetta sætti flýtimeðferð samkvæmt ákvæðum XIX. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einka­mála.

Stefnandi krafðist þess að felldur verði úr gildi úrskurður embættis tollgæslustjóra nr. 3/2021, sem kveðinn var upp 29. mars 2021 og greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda. Ríkið krafðist hins vegar sýknu af öllum kröfum stefnanda og greiðslu málskostnaðar úr hendi hans.

Niðurstaða Héraðsdóms Reykja­­víkur var ótvíræð. Hvorki var fallist á að efnislegir né form­legir annmarkar hafi verið á um­deildum úrskurði tollgæslu­stjóra nr.3/2021. Kröfum stefnanda um ógildingu hans var því hafnað. Í dóms­orði segir:

„Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfu stefnanda, Danól ehf. Stefnandi greiði stefnda 950.000 krónur í málskostnað.“

Skylt efni: jurtaostur

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...