Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ullarvikan auglýst með víkingastemningu
Ullarvikan auglýst með víkingastemningu
Mynd / Aðsendar
Fréttir 28. ágúst 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. október á ýmsum stöðum innan Suðurlands.

Frá Ölfusi í vestri og allt austur í V-Skaftafellssýslu, en aðalmiðstöð Ullarviku verður í félagsheimilinu Þingborg sem staðsett er skammt austan við Selfoss.

Mikið verður um að vera enda vikan hugsuð til þess að gera íslensku ullinni hátt undir höfði. Er gestum meðal annars boðið á sauðfjárlitasýningu, hægt verður að kíkja í litunarpotta Hespuhússins á Selfossi, njóta fræðslu í formi fyrirlestra og heimsókna í ýmsar vinnustofur víðs vegar um svæðið, auk þess að líta við á markaðstorginu sem verður haldið ásamt kaffihúsi á Þingborg. Smáspunaverksmiðjan Uppspuni opnar dyr sínar gestum en þar fara fram bæði námskeið og viðburðir sem eru frekar auglýstir á vefsíðu UIlarvikunnar, www.ullarvikan.is. Á vefsíðunni er einnig að finna kort yfir vinnustofurnar, en allar almennar upplýsingar eru þar vandlega fram settar.

Að Ullarvikunni standa Feldfjárbændur, Spunasystur, Uppspuni, Þingborgarkonur ásamt fleiri aðilum og því um að gera að taka sér tíma og kíkja í sveitina.

Guðný Sörenge Sigurðardóttir, ein Þingborgarkvenna, glöð í bragði.

Skylt efni: Þingborg | Ullarvika

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...