Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Úlfaldaprump og hreinleikavottorð
Fréttir 8. ágúst 2017

Úlfaldaprump og hreinleikavottorð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í Ástralíu hefur komið upp sú hugmynd að slátra úlföldum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig hefur komið til tals að selja einstaklingum og fyrirtækjum hreinleikavottorð sem jafngilda losun gróðurhúsalofttegunda þeirra úfalda sem yrðu slátrað.

Áætlað er að yfir 14% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum megi rekja til landbúnaðar. Stór hluti þess er á formi metans frá nautagripum en talið er að allt að 35% þess metans sem losnar út í andrúmsloftið vegna athafna manna, megi rekja til kvikfjárræktar.

Úlfaldar losa að meðaltali 46 kíló af metani á ári, með ropi og viðrekstri, sem jafngildir nálægt 1150 kílóum af koltvísýringi og er tæpur helmingur af árslosun nautgripa og tæplega sex sinnum meira en losun sauðkindar.

Fjöldi úlfalda í heiminum er tæpar 30 milljónir samkvæmt tölfræðideild Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAOSTAD. 23,5 milljón úlfaldar eru sagðir vera í Afríku, 4,2 milljónir í Asíu en það sem upp á vantar er dreift um Evrópu og Norður-Amaríku. Talsvert mikið er einnig um úlfalda í Ástralíu.

Úlfaldar í Ástralíu

Yfirvöld í Ástralíu hafa líkt og margir um víða veröld áhyggjur af vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda og hækkun lofthita í heiminum af þeirra völdum. Þar sem úlfaldar gefa frá sér talsvert mikið magn af metani hefur komið upp í Ástralíu sú hugmynd að smala saman úlfaldahjörðum með þyrlum. Hugmyndin gengur út á að fella dýrin úr lofti eða senda þau í sláturhús og nota kjötið til manneldis og í gæludýrafóður.

Með því að fækka úlföldunum er tilgangurinn að draga úr losum gróðurhúsalofttegunda í Ástralíu og minnka kolefnisfótspor álfunnar um leið.

Losunarkvóti úlfalda

Fyrirtæki í Ástralíu sem kallast Nort­hwest Carbon hefur lagt til að einstaklingar og fyrirtæki geti keypt sér kolefniskvóta eða hreinleikavottorð fyrir þá úlfalda sem yrðu feldir.

Kolefniskvótinn sem einstak­lingar eða fyrirtæki mundu fá í sinn hlut jafngilti því magni af gróðurhúsalofttegundum sem áætlað er að úlfaldinn mundi gefa frá sér í ákveðinn tíma. Einstaklingunum og fyrir­tækjunum er svo frjálst að nota viðbótakvótann að vild til dæmis með því að auka neyslu sína eða framleiðslu sem gefur frá sér gróður­húsalofttegundir.

Hreinleikavottorð seld úr landi

Óneitanlega minnir þetta á skrípa­leikin með sölu sumra íslenskra orkufyrirtækja á hreinleika­vott­orðum til erlendra fyrirtækja sem nota jarð­efna­eldsneyti og kjarnorku við sína framleiðslu. Salan á hreinleika­vottorðunum leiðir svo til þess að á pappírunum eru 79% af raforku á Íslandi sögð framleidd með kjarnorku og jarðefnaeldsneyti en erlendu fyrir­tækin fá syndaaflausn.

Á samsvarandi orkureikningum Ástrala sem kaupa hreinleikavottar vegna úlfalda sem eru felldir mun eflaust koma fram að orkan sem þeir nota sé að hluta til úlfaldafret.

Íslenskir nautgripa- og sauðfjár­bændur ættu hér að sjá sér leik á borði og athugað hvort þeir geti ekki selt frá sér losunarkvóta naut­gripa og sauðfjár fækki þeir gripum.

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...