Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bið eftir úrlausn á rekstrarvanda sauðfjárræktarinnar er senn á enda.
Bið eftir úrlausn á rekstrarvanda sauðfjárræktarinnar er senn á enda.
Mynd / Jón Eiríksson
Fréttir 29. desember 2017

Tillaga um breytta ráðstöfun fjármuna til að mæta rekstrarvanda sauðfjárræktarinnar

Höfundur: TB

Á Alþingi er nú fjallað um frumvarp til fjáraukalaga þar sem meðal annars er að finna tillögur um aðgerðir til að mæta rekstrarvanda sauðfjárræktarinnar. Í nýju nefndaráliti frá meirihluta fjárlaganefndar eru færð rök fyrir því að veita 665 milljónum króna til aðgerðanna en lagt til að almennur stuðningur til bænda verði aukinn á kostnað svæðisbundins stuðnings og framlags til nýsköpunar og kolefnisjöfnunar.

Í álitinu kemur fram að í samráði við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra * sé það lagt til að ráðstöfun fjárheimildarinnar verði breytt frá því sem ráðgert er í frumvarpinu. Lagt er til að almennur stuðningur nemi 400 milljónum króna í stað 300 milljóna króna og þess í stað lækki sérstakur svæðisbundinn stuðningur um 50 milljónir króna og almennar aðgerðir á sviði kolefnisjöfnunar og nýsköpunar lækki um 50 milljónir króna.

Bæði 2. og 3. umræða um fjáraukalög fer fram á Alþingi í dag að óbreyttu. 

Í nefndarálitinu segir að á árinu hafi vandamál vegna verðfalls á útflutningsmörkuðum búvöru verið sérstaklega þung í skauti fyrir sauðfjárræktina og bændur sem hana stunda.

„Á árinu hafa vandamál vegna verðfalls á útflutningsmörkuðum búvöru verið sérstaklega þung í skauti fyrir sauðfjárræktina og bændur sem hana stunda. Verðfall í kjölfarið á viðskiptastríði Evrópusambandsins og Rússlands hefur orsakað verulegan tekjusamdrátt en viðskiptastríðið er afleiðing af pólitískum ákvörðunum sem skapar forsendubrest. Sauðfjárræktin er mikilvæg stoð við byggð í dreifbýli og veik staða hennar hefur afgerandi áhrif á þróun byggða, vöxt þeirra og getu til að standa undir samfélagslegri grunnstarfsemi við íbúa. Sauðfjárbúskapur er sérstaklega viðkvæmur í ákveðnum byggðum landsins og í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar frá árinu 2016 er áhersla lögð á sérstakt gildi greinarinnar fyrir ákveðin byggðarlög. Samkvæmt sérstakri greiningu Byggðastofnunar hafa ákveðin svæði verið greind sem viðbót við almenn starfsskilyrði sem samningurinn undirbyggir. Sértækar aðgerðir vegna ákveðinna svæða eiga rót í áherslum Alþingis við afgreiðslu búvörusamninga frá árinu 1995. 

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er lögð áherslu á að bregðast við vandanum og afleiðingum hans. Hér er lögð til fjárheimild til að bregðast við afkomuhruni og vinna að endurreisn afkomu greinarinnar. Meiri hlutinn telur að ráðstöfun í fjáraukalögum undirstriki alvarleika þeirrar stöðu sem byggðir standa frammi fyrir og að ákvörðun um aðgerðir megi ekki dragast lengur. Heimildin geti unnið gegn gjaldþrotum og byggðaröskun. Aðrar aðgerðir en þær sem snúa beint að bændum eru ætlaðar til að bæta til lengri tíma umgjörð um atvinnugreinina og þannig styrk þeirra byggða sem á henni byggja. 

Í samráði við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra leggur meiri hlutinn til að ráðstöfun fjárheimildarinnar verði breytt frá því sem ráðgert er í frumvarpinu, nánar tiltekið að almennur stuðningur nemi 400 millj. kr. í stað 300 millj. kr. og þess í stað lækki sérstakur svæðisbundinn stuðningur um 50 millj. kr. og almennar aðgerðir á sviði kolefnisjöfnunar og nýsköpunar lækki um 50 millj. kr.,“ segir í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis.

* Athugasemd ritstjórnar: Í upphaflegri frétt var vísað í ranga útgáfu af nefndaráliti fjárlaganefndar sem birt var á vef Alþingis. Þar kom fram að fjárlaganefndin legði til breytingar á ráðstöfun fjármunanna og færi fram á það við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Hið rétta er að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafði frumkvæði að breytingunni eftir samtal við forystumenn bænda. Fréttin hefur verið uppærð með tilliti til þess og nýr texti birtur þar sem vitnað er beint í rétta útgáfu nefndarálitsins.  

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...