Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skógareyðing í Ástralíu er jafnframt eyðing á náttúrulegum búsvæðum fjölda dýra sem ekki finnast annars staðar villt í heiminum.
Skógareyðing í Ástralíu er jafnframt eyðing á náttúrulegum búsvæðum fjölda dýra sem ekki finnast annars staðar villt í heiminum.
Fréttir 15. mars 2018

Þrír milljónir hektara af skógum gætu tapast á næstu 15 árum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hugmyndir eru uppi um að á næstu tveimur áratugum, jafnvel fyrir árið 2030, verði um þrjár milljónir hektara af frumskógi ruddir í austanverðri Ástralíu.

Ástæða þessa er aukin ásælni í ræktarland til landbúnaðar, skorti á reglugerðum um landnotkun og vilja stjórnvalda til aðgerða.

Líffræðileg fjölbreytni í Ástralíu er mikil og talið að 8% af villtum tegundum dýra og plantna eigi sér heimkynni þar. Um 85% plöntu- og 84% dýrategunda í Ástralíu finnast einungis þar. Þrátt fyrir gríðarlega stærð heimsálfunnar Ástralíu eru skráðar þar hátt á annað þúsund plöntu- og dýrategunda í hættu vegna ágangs manna á búsvæði þeirra.

Vaxandi skógareyðing

Auk skógareyðingar vegna skógarhöggs eru loftslagsbreytingar þegar farnar að valda skógar­eyðingum í Ástralíu sem enginn sér fyrir endann á.

Árið 1990 settu stjórnvöld í Ástralíu lög um fellingar á skógi í álfunni eftir að mælingar sýndu að um fjórðungur af kolefnislosun Ástrala var vegna skógareyðingar. Tuttugu árum síðar, árið 2010, hafði losun vegna skógargeyðingar náð sömu hæðum og hefur aukist talsvert síðan. Ástandið er talið svo slæmt að á nýjasta lista náttúruverndarsamtakanna World Wide Fund er eina vestræna landið á lista yfir lönd þar sem skógareyðing er sögð vera alvarlegt vandamál.

Tré felld sem aldrei fyrr

Samkvæmt opinberum tölum frá Ástralíu voru tæplega 400 þúsund hektarar af náttúrulegu gróðurlendi rudd 2015 til 2016, sem er 33% meira en árið áður. Tölur frá Oueensland, þar sem eyðingin er mest á þarlendum skala og upplýsingar taldar ábyggilegastar, sýna að tré eru felld sem aldrei fyrr. Til að setja skóglendið í samræmi er talið að land sem er á við 1.500 knattspyrnuvelli að alþjóðlegri keppnisstærð sé fellt á hverjum degi.

Eyðing búsvæða

Ekki er nóg með að um gríðarlega skógareyðingu sé að ræða í Ástralíu heldur á sér stað á sama tíma eyðing á náttúrulegum búsvæðum fjölda sjaldgæfra dýrategunda sem ekki eiga sér skjól annars staðar.

Skylt efni: Skógareyðing | Ástralía

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...