Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skógareyðing í Ástralíu er jafnframt eyðing á náttúrulegum búsvæðum fjölda dýra sem ekki finnast annars staðar villt í heiminum.
Skógareyðing í Ástralíu er jafnframt eyðing á náttúrulegum búsvæðum fjölda dýra sem ekki finnast annars staðar villt í heiminum.
Fréttir 15. mars 2018

Þrír milljónir hektara af skógum gætu tapast á næstu 15 árum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hugmyndir eru uppi um að á næstu tveimur áratugum, jafnvel fyrir árið 2030, verði um þrjár milljónir hektara af frumskógi ruddir í austanverðri Ástralíu.

Ástæða þessa er aukin ásælni í ræktarland til landbúnaðar, skorti á reglugerðum um landnotkun og vilja stjórnvalda til aðgerða.

Líffræðileg fjölbreytni í Ástralíu er mikil og talið að 8% af villtum tegundum dýra og plantna eigi sér heimkynni þar. Um 85% plöntu- og 84% dýrategunda í Ástralíu finnast einungis þar. Þrátt fyrir gríðarlega stærð heimsálfunnar Ástralíu eru skráðar þar hátt á annað þúsund plöntu- og dýrategunda í hættu vegna ágangs manna á búsvæði þeirra.

Vaxandi skógareyðing

Auk skógareyðingar vegna skógarhöggs eru loftslagsbreytingar þegar farnar að valda skógar­eyðingum í Ástralíu sem enginn sér fyrir endann á.

Árið 1990 settu stjórnvöld í Ástralíu lög um fellingar á skógi í álfunni eftir að mælingar sýndu að um fjórðungur af kolefnislosun Ástrala var vegna skógareyðingar. Tuttugu árum síðar, árið 2010, hafði losun vegna skógargeyðingar náð sömu hæðum og hefur aukist talsvert síðan. Ástandið er talið svo slæmt að á nýjasta lista náttúruverndarsamtakanna World Wide Fund er eina vestræna landið á lista yfir lönd þar sem skógareyðing er sögð vera alvarlegt vandamál.

Tré felld sem aldrei fyrr

Samkvæmt opinberum tölum frá Ástralíu voru tæplega 400 þúsund hektarar af náttúrulegu gróðurlendi rudd 2015 til 2016, sem er 33% meira en árið áður. Tölur frá Oueensland, þar sem eyðingin er mest á þarlendum skala og upplýsingar taldar ábyggilegastar, sýna að tré eru felld sem aldrei fyrr. Til að setja skóglendið í samræmi er talið að land sem er á við 1.500 knattspyrnuvelli að alþjóðlegri keppnisstærð sé fellt á hverjum degi.

Eyðing búsvæða

Ekki er nóg með að um gríðarlega skógareyðingu sé að ræða í Ástralíu heldur á sér stað á sama tíma eyðing á náttúrulegum búsvæðum fjölda sjaldgæfra dýrategunda sem ekki eiga sér skjól annars staðar.

Skylt efni: Skógareyðing | Ástralía

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...