Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Anna D. Tryggvadóttir.
Anna D. Tryggvadóttir.
Á faglegum nótum 15. október 2014

Þrír af fjórum voru ánægðir í sveitinni

Höfundur: Vilmundur Hansen
Samkvæmt því sem segir í B. Ed.-ritgerð Önnu D. Tryggvadóttur, við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, um viðhorf fjögurra einstaklinga til dvalar þeirra í sveit segjast þrír hafa verið ánægðir með dvölina en einn mjög óánægður.
 
„Í ritgerðinni tala ég við fjóra einstaklinga, tvo karlmenn og tvær konur, sem voru í sveit sem börn á árumum 1963 til 1980,“ segir Anna. „Elsti einstaklingurinn er fæddur 1955 en sá yngsti 1965 og voru þeir annaðhvort sendir til skyldmenna eða á bæi sem tóku börn til sumardvalar. Dvöl barnanna var mislöng, sá sem var lengst var sjö sumur á sama bænum og líkaði mjög vel en stysta dvölin var hluti úr sumri.“
 
Lærðu að vinna 
 
Anna segir að þau sem hafi verið ánægð með sveitardvölina séu öll sammála um að þau haf lært mikið af dvölinni og þá sérstaklega þegar kemur að vinnu. „Þau sögðu meðal annars að í sveitinni hafi þau lært að vinna það sem þarf að gera og án þess að reyna að koma sér undan. Dagurinn var oft langur en þrátt fyrir það var ekkert verið að horfa á klukkuna. Öll höfðu þau á orði að þeim þætti allt of algengt að ungt fólk og þar með þeirra eigin börn væru allt of gjörn á að reyna að koma sér undan verkum eða að slá þeim á frest. 
 
Mér fannst stundum merkilegt að sjá að þessi þrjú urðu stundum dreymin á svipinn þegar þau rifjuðu upp sína reynslu.“
 
Datt út af örmagna af þreytu
 
„Í tilfelli stúlkunnar sem var óánægð með dvölina má draga af því þá ályktun að um hreina og beina barnaþrælkun hafi verið að ræða. Hún var tólf ára gömul og látin vinna frá morgni til kvölds þar til hún hreinlega datt út af fljótlega upp úr kvöldmat örmagna af þreytu.
 
Af frásögn hennar að dæma var vinnuálagið mikið og vinnudagurinn alla jafna þrettán klukkustundir. Hún fór í fjós kvölds og morgna og sá nánast alfarið ein um uppvask eftir allar máltíðir á mannmörgu heimili. Samkvæmt því sem hún sagði var verkaskipting kynjanna skýr og með þeim hætti að drengir komu ekki nálægt heimilisstörfum og unnu bara útistörf sem hún gerði reyndar líka.
 
Svo vitnað sé beint í hana þá segir hún: „Vinnudagurinn var mjög langur og byrjaði á því að ég fór í fjós klukkan sjö og var að þar til búið var að ganga frá eftir kvöldmat klukkan átta. Yfirleitt var ég svo þreytt að ég drakk ekki kvöldkaffi með hinum vegna þess að ég var farin að sofa. Ég var yfirleitt í fríi á sunnudögum og mátti þá sofa lengur nema á meðan heyskapur kallaði. Ég bjóst nú eiginlega við því að ég ætti meira frí en raunin var, þetta var talsvert mikil vinna fyrir 12 ára gamalt barn.
 
Ég vann til dæmis mun meira en frænka mín sem var á næsta bæ og ég minnist þess ekki að krakkarnir sem áttu heima á bænum væru látnir vinna svona mikið og eftir á að hyggja má segja að mér hafi verið ofboðið með vinnu. Sem dæmi um það má nefna að í fjósinu bar ég þungar járnfötur sem tóku að minnsta kosti 25 lítra af mjólk sem ég varð að hella upp fyrir mig í mjólkurtankinn.“
 
Launum gaukað að sumum
 
Anna segir að eins og sjá megi af frásögninni þá sé vinnuálagið á tólf ára barn hreinlega fráleitt og ekkert nema þrælkun.
 
„Í samanburði við hin börnin þrjú er greinilegt að þessi stúlka var látin vinna mun meira og hún fékk heldur ekkert greitt eftir dvölina en það var gaukað einhverju að hinum þegar þau fóru heim þrátt fyrir að þau væru ekki á umsömdum launum.“
 
Ritgerð Önnu, Vinna er lasta vörn: vinna og skólaganga barna og unglinga á 20. öld, má nálgast í heild á http://skemman.is/item/view/1946/12607.
Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...