Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
E. coli
E. coli
Fréttir 18. nóvember 2014

Þol gegn sýklalyfjum alltaf að aukast

Höfundur: Vilmundur Hansen

Útbreiðsla sýkla í dýrum, mönnum og umhverfi með þol gegn sýklalyfjum er stöðugt að aukast. Í síðustu viku funduðu Norrænir sérfræðingar á þessu sviði hér á landi um þetta mál.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur bent á að vaxandi sýklalyfjaþol baktería sé ein helsta ógn lýðheilsu í heiminum. Aukin útbreiðsla sýklalyfjaþolinna baktería veldur því að erfiðara verður að meðhöndla sýkingar í mönnum og dýrum. Með auknum ferðalögum fólks og flutningi á dýrum og matvælum milli landa eykst hætta á útbreiðslu sýklalyfjaþolinna baktería.

Góð staða á norðurlöndum

Skipulagning fundarins var í höndum Matvælastofnunar, Tilraunastöðvar HÍ að Keldum og sýkladeildar Landspítalans. Staða þessara mála á Norðurlöndunum er tiltölulega góð samanborið við ýmis önnur lönd en nauðsynlegt er að auka rannsóknir sem gætu stuðlað að enn skilvirkari aðgerðum gegn sýklalyfjaþolnum bakteríum.

Í frétt á heimsíðu Matvælastofnunar segir að vinnuhópur á vegum Norræna ráðherraráðsins hafi hér verið að halda sinn annan fund hér. Á fundinum boru  ræddar mögulegar aðgerðir gegn útbreiðslu sýklalyfjaþolinna baktería. Fyrsti fundur hópsins var haldinn fyrir rúmlega ári síðan, í Gautaborg í Svíþjóð. Á þeim fundi var ákveðið að í framtíðinni skuli fundir haldnir árlega og að í þeim skuli taka þátt bæði sérfræðingar á sviði lýðheilsu og heilbrigði dýra, með hliðsjón af hinu svonefnda „One Health“ sjónarmiði.

Fundurinn hófst með því að staða rannsókna á öllum Norðurlöndum var kynnt sem og upplýsingar um aðgerðir gegn sýklalyfjaþoli í hverju landi. Áhersla var lögð á mikilvægustu sýklalyfjaþolnu bakteríurnar MÓSA (methicillin ónæmir Staphylococcus aureus) og ESBL myndandi E. coli.

Mikilvægt að nota sýklalyf skynsamlega

Úr niðurstöðum rannsókna má lesa að sýklalyfjanæmi baktería á Norðurlöndunum er tiltölu gott samanborið við önnur lönd. Þrátt fyrir það má gera betur og nauðsynlegt er að vera á varðbergi. Bakteríur geta helst myndað sýklalyfjaþol við ógætilegri og óhóflegri notkun sýklalyfja. Þess vegna er afar mikilvægt að nota sýklalyf skynsamlega, bæði í dýrum og mönnum. Það ber líka að forðast mengun umhverfisins með sýklalyfjum.

Fulltrúar allra Norðurlandanna voru sammála um að nauðsynlegt sé að kortleggja smitleiðir sýklalyfjaþolinna baktería, til að geta einbeitt sér að þeim aðgerðum sem mestar líkur eru á að skili árangri samkvæmt því sem segir á heimasíðu Matvælastofnunar.

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...