Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Það er mikilvægt að þekkja heygæðin
Á faglegum nótum 25. júní 2015

Það er mikilvægt að þekkja heygæðin

Höfundur: Gunnar Guðmundsson
Gróffóður – gras og grænfóður – eru ein af meginundirstöðum búvöruframleiðslu af nautgripum og sauðfé. Á nýliðnum vetri hafa margir bændur, víðs vegar um land glímt við slök heygæði, – einkum að því er varðar fóðurorku (meltanleika). 
 
Á síðastliðnu sumri var grasþroskinn mun fyrr á ferðinni en við flest reiknuðum með. Helstu vaxtarþættir jarðargróða, s.s. jarðraki, varmi og plöntunæring voru í stórum dráttum með ákjósanlegasta móti. Klassíska viðmiðið um heppilegan sláttutíma; – við byrjun skriðs á vallarfoxgrasi – stóðst því miður ekki. Það kom í ljós þegar niðurstöður heysýna fóru að berast að þroskinn var mun fyrr á ferðinni. Þetta leiddi að einhverju leyti til þess, að sláttur hófst of seint og í sumum tilvikum alltof seint. Því til viðbótar var heyskapartíð afar erfið víða um land; þurrkleysur, forþurrkun gekk fremur illa í votviðrasömu og sólarlausu tíðarfari. Hey hröktust víða. Þessar aðstæður höfðu einnig neikvæð áhrif á gæði heyverkunar.
Þeim bændum sem létu taka heysýni til fóðurgildismælinga komu heygæðin ekki svo mjög á óvart, – niðurstöðurnar sýndu það – en öðru máli gegndi um hina sem ekki gerðu það. 
 
Þessi snöggsoðna og mjög svo einfaldaða lýsing á heyskapar­aðstæðum síðasta sumars ætti að verða bændum hvatning til þess að gera nú betur í ár og láta efnagreina heysýni a.m.k. úr hluta af sínum heyfeng. 
 
Efnagreiningaþjónusta RML með samningi við BLGG í Hollandi:
Undanfarin tvö ár hefur Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins RML boðið bændum um allt land töku heysýna til efnagreininga, sem gerðar eru í gegnum þjónustusamning við Hollenska efnagreininga- og rannsóknafyrirtækið BLGG AgroXpertus AB. Samningurinn tryggir mjög víðtæka og einkar hraðvirka efnagreiningaþjónustu á hagstæðu verði. Þeir bændur sem hafa notfært sér þjónustuna eru almennt ánægðir með hana.
 
Áhersla er lögð á að taka sýni úr verkuðu fóðri – t.d. úr rúlluböggum (og eða stæðum) eftir 4 til 6 vikna verkun. Ráðunautar RML,víðs vegar um land, annast sýnatökuna með þar til gerðum áhöldum og sjá um að safna sýnunum saman til sendingar. Þeir sjá einnig um að túlka niðurstöðurnar fyrir þá bændur sem þess óska. RML annast og ábyrgist greiðslu á greiningarkostnaði og innheimtir síðan kostnaðinn hjá bændum. 
 
Það skal tekið fram, að ekkert mælir gegn því að bændur taki sjálfir hirðingarsýni og sendi til greininga – kjósi þeir það. BLGG greinir hirðingarsýni (grassýni) á sama hátt og sýni úr verkuðu fóðri.
Fjölþættar og greinargóðar upplýsingar um heyfóðrið geta einnig nýst til markvissari áburðarnotkunar og áburðaráætlanagerðar. 
 
Afhendingartími niðurstaðna
 
Samkvæmt samningnum skuldbindur BLGG sig til þess að skila niðurstöðum venjulegrar fóðurefnagreiningar (án steinefna) innan 5 vinnudaga (niðurstöður 95 % sýna lesnar inn í FAS) og efnagreiningum ásamt steinefnum innan 10 vinnudaga frá því sýni berst til greiningar – dragist afhending niðurstaðna lengur er greiningin bóndanum að kostnaðarlausu. Ef til viðbótar venjulegri fóðurefnagreiningu eru greind bæði stein- og snefilefni (samtals 14 efni) og að auki rokgjarnar, lífrænar sýrur (mjólkur-, edik- og smjörsýra) er afhendingarfresturinn hins vegar 12 vinnudagar. Bóndinn getur síðan valið um hvort niðurstöðurnar berist honum á rafrænu formi (með tölvupóstur) eða fái þær sendar með landpósti. Niðurstöðurnar eru einnig lesnar beint inn í norræna fóðurmatskerfið NorFor (FAS) og þá þegar aðgengilegar til áætlanagerðar í ráðgjafarverkfærinu; TINEOptifor-Island.
 
Sauðfjárbændur eru sérstaklega hvattir til að láta efnagreina sín hey!
 
Í ljósi áfalla, ærdauða og margvíslegra erfiðleika í fóðrun sauðfjár á liðnum vetri, sem að einhverju leyti má rekja til heygæða, er sérstaklega rík ástæða til að hvetja sauðfjárbændur til að láta efnagreina sín hey. Markviss fóðrun búfjár byggist á upplýsingum um efnainnihald fóðursins sem gefið er.
 
Kostnaður við efnagreiningar
 
Upplýsingar um greiningarkostnað liggja fyrir í sænskum krónum (SEK) en endanlegt verð í íslenskum krónum er háð gengisbreytingum. Þó má sem dæmi reikna með eftirtöldum kostnaði á sýni eftir því hvað greint er (verðdæmin eru án virðisauka).  
 
  1. Gras- og hirðingarsýni, fóðurefnagreining, án steinefna kr. 7 500- 8 000
  2. Gras- og hirðingarsýni, fóðurefna­greining, + 10 stein- og snefilefni kr. 9 500-10 000
  3. Vothey, fóðurefnagreining án steinefna kr. 10 000-10 500
  4. Vothey, fóðurefnagreining, + 10 steinefni kr. 11 500-13 300
  5. Vothey, fóðurefnagreining, + 14 stein- og snefilefni kr. 16 500-17 000
 
Hvert geta bændur snúið sér?
 
Við hvetjum bændur – kúabændur, sauðfjárbændur, hrossabændur – jafnt sem alla aðra bændur til þess að kynna sér þessa mikilvægu þjónustu. Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í fóðuráætlanagerð fyrir mjólkurkýr með NorFor kerfinu, eða fóðurráðgjöf / fóðuráætlanagerð fyrir sauðfé og jafnframt nýta sér efnagreiningarþjónusta samkvæmt samningi RML og BLGG vinsamlega hafi samband við einhvern af eftirtöldum ráðgjöfum RML. 
 
Eiríkur Loftsson 
Sími: 516 5012 
Tölvupóstur: el@rml.is
 
Þórður Pálsson
Sími: 516 5048 
Tölvupóstur: thp@rml.is 
 
Berglind Ósk Óðinsdóttir 
Sími: 516 5009
Tölvupóstur: boo@rml.is
 
Guðfinna Harpa Árnadóttir
Sími: 516 5017
Tölvupóstur: gha@rml.is 
Jóna Þórunn Ragnarsdóttir
Sími: 516 5029
Tölvupóstur: jona@rml.is 
Guðný Harðardóttir
Sími: 516 5021
Tölvupóstur: gudnyh@rml.is 
 
Borgar Páll Bragason
Sími: 516 5010
Tölvupóstur: bpb@rml.is 
Gunnar Guðmundsson
Sími: 516 5022
Tölvupóstur: gg@rml.is
 
Einnig er hægt að hafa samband við skiptiborð á starfsstöðvum RML (sími 516 5000) til að óska eftir heysýnatöku eða til að óska eftir fóðurráðgjöf / fóðuráætlangerð. Nú þegar er hægt að panta heysýnatöku og í framhaldinu fóðurráðgjöf / fóðuráætlanagerð á heimasíðu RML www.rml.is. Ráðunautar RML stefna að því að hefja sýnatöku hjá bændum í fyrri hluta ágústmánaðar. Eins og greint var frá í síðasta Bændablaði mun nýtt fyrirtæki; Efnagreiningar ehf á Hvanneyri, sinna efnagreiningum fyrir bændur. Við hjá RML munum liðsinna bændum með sýnatöku og túlkun niðurstaðna, hvar svo sem þeir kjósa að láta efnagreina sitt fóður. 
Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...