Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skógarbeit getur reynst gott skjól fyrir sauðfé og jafnvel komið í staðinn fyrir hús í vondum vorveðrum.
Skógarbeit getur reynst gott skjól fyrir sauðfé og jafnvel komið í staðinn fyrir hús í vondum vorveðrum.
Mynd / Guðríður Baldvinsdóttir
Fréttir 30. júlí 2018

Tækifæri sauðfjárbænda geta legið í skógrækt

Höfundur: Bjarni Rúnars
Nýverið lauk Guðríður Baldvins­dóttir meistaranámi í skógfræði frá Land­búnaðarháskóla Íslands. Lokaverkefnið sem hún gerði nefnist „Áhrif mismunandi beitarþunga sauðfjár á ungan lerkiskóg og viðhorf skógar- og sauðfjárbænda til skógarbeitar.“
Guðríður gerði beitartilraun á rússalerki, sem er mest ræktaða trjátegundin til fjölnytjaskógræktar hérlendis. Tilraunin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og var framkvæmd í Garði í Kelduhverfi sumrin 2015 og 2016.
 
Guðríður Baldvinsdóttir telur að skógrækt ætti að vera sjálfsagður hluti af öllum nútíma búrekstri.
 
Óhætt var að beita sauðfé á ungan lerkiskóg
 
Í útdrætti verkefnisins segir að  gerðar hafi verið tilraunir með þrenns konar beitarþunga ásamt friðuðu hólfi og beittri afrétt til samanburðar. Skoðuð hafi verið áhrif á ungan lerkiskóg (9–14 ára) með um þriggja metra yfirhæð. Helstu niðurstöður voru þær að beitin hafði engin áhrif á vöxt og viðgang lerkisins. Engar skemmdir urðu á toppsprotum né berki. Hins vegar urðu bæði sjónræn og mælanlega marktæk áhrif af beit á greinar trjánna í þungbeitta og meðalbeitta beitarhólfinu. Engin lerkitré < 50 cm voru bitin og merkin voru mest á 1,5-2,5 m háum trjám. Rússalerki er almennt ekki eftirsótt af sauðfé og niðurstöður þessarar tilraunar sýndu að óhætt var að beita sauðfé á ungan lerkiskóg yfir sumarið, sem var á bilinu 10 cm til 301 cm á hæð, óháð beitarþunga, sem mestur var 0,67 ær/ha.
Marktæk beitaráhrif urðu einnig á botngróður. Almennt jukust þau með auknum beitarþunga. Þótt gróðursett birki hafi ekki verið hluti af tilrauninni þá er vert að geta þess að mikil beitaráhrif sáust á því í meðalbeitta og þungbeitta hólfinu.
 
Skógur er ekki bara skógur
 
Beitarskógar eru náttúrulegir eða ræktaðir skógar sem nýttir eru til beitar þótt þeir séu ekki skipulagðir sérstaklega til beitar. Það er þó hægt að aðlaga beitarskóga með ýmsum hætti að beitarnýtingunni með til dæmis tegundavali eða í umhirðuáætlun. Skógarbeit hefur verið stunduð hér á landi og víða erlendis allt frá örófi alda, mismikið þó á mismunandi tímum. Sérstaða Íslands felst aðallega í því að hér voru engir barrskógar áður fyrr og stór rándýr og/eða beitardýr í samkeppni við búpening sem er fágætt. Guðríður segir að íslensk skógarbeit hafi af illri nauðsyn verið stunduð hér á landi með hagsmuni búfjár í huga frekar en skógarins.
 
Kindum sleppt í tilraunahólf í Garði í Kelduhverfi
 
 
Skjólið gerir búpeningi gott
 
Guðríður segir að það skjól sem fylgir skóginum sé mikilvægur hluti skógarbeitar sem komi búpeningi og botngróðri til góða. Þekkt sé að skjóláhrif auki bæði uppskeru botngróðurs og vöxt búpenings. Í skóglendi vex eftirsóttur beitargróður, með skjólinu kemur meira af grösum og blómjurtum sem eru yfirleitt eftirsóttari til beitar en lynggróður. Guðríður segir að áhrif beitarinnar á trjágróðurinn sé margs konar og ráðist af mörgum þáttum. Einstakir plöntuhlutar geta verið skemmdir, sprotar og lauf bitin af, börkur nagaður eða nuddaður af, rætur skemmdar með traðki o.s.frv. Áhrif á skóg geta verið neikvæð svo sem að beit kemur í veg fyrir endurnýjun skógar þar sem beitin heldur niðri smáplöntum, eins og þekkt er úr íslenskum birkiskógum. Í vissum tilfellum getur beit haft góð áhrif á skóginn, sérstaklega þegar skógurinn samanstendur af lítt eftirsóttum trjátegundum, þar getur beit dregið úr samkeppni við aðrar plöntur. Beit getur einnig dregið úr sinumyndun, sem er einn mikilvægasti þátturinn í að draga úr hættu á skógareldum.
 
Bændur ættu að sjá tækifæri í skógrækt
 
Guðríður segir að skógrækt sé fyrst og fremst uppbygging mikilvægrar auðlindar og að viðarafurðir muni alltaf verða mikilvægar. Afleiðingar skógræktar séu jákvæðar svo sem aukin kolefnisbinding sem Landssamtök sauðfjárbænda hafi meðal annars samþykkt að stuðla að með aðgerðaáætlun. Þá stuðli skógrækt einnig að aukinni uppskeru í úthaga, hvort sem það er í formi trjáviðar, undirgróðurs eða jarðvegs. Hún segir jafnframt að beit í skógi sé góð viðbót við annað beitiland hvers bónda og það það geti gefið honum möguleika á að hlífa öðru landi fyrir beit. Skógarlundir og reitir heima við bæ geti t.d. komi að einhverju leyti í stað húsa í slæmum vorveðrum. Hins vegar þurfi að hafa í huga að beita virkri beitarstjórnun og vera vakandi fyrir því ef skógur fer að skemmast vegna beitar. Skógrækt ætti að vera sjálfsagður hluti af öllum nútíma búrekstri

 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...