Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Taco-tríó með kjúklingi, rækjum og steik
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 22. september 2017

Taco-tríó með kjúklingi, rækjum og steik

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Hinar mexíkósku taco-skeljar njóta sívaxandi vinsælda, enda skemmtilegt að borða þessar gómsætu maískökur í góðra vina hópi. 
 
Hér er boðið upp á kjúkling, rækjur og steik sem fyllingu, sem skeljarnar eru síðan vafðar utan um.
 
Hráefni
 
Taco-tríó með kjúklingi, rækjum og steik
  • 1 bein- og skinnlaus kjúklingabringa
  • 4 steikarbitar að eigin vali
  • 8 hráar risarækjur með hala
  • Ólífuolía
  • Salt og ferskmalaður svartur pipar
  • 6 vorlaukar
  • 1 bolli ferskur mozzarella-ostur eða rifinn brauðostur
  • Sósa
  • 3 msk ólífuolía
  • 1/4 hvítlaukur
  • 3 heilir tómatar
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 4 þurrkaðir chili-pipar eða einn ferskur
  • 1 tsk. þurrkuð óreganó
  • 1 tsk. kúmenfræ
  • 1 bolli vatn
  • 6 til 8 stk. maís-pönnukökur (tortillas), volgar (hitað á pönnu eða í 
  • örbylgjuofni)
Setjið grillpönnu á eldavél og stillið á miðlungsháan hita (eða grillið á útigrilli).
 
Setjið kjúklinginn í sér skál og  rækjurnar í aðra skál. Vætið með ólífuolíu og kryddið á öllum hliðum með salti og pipar. Grillið kjúklinginn þar til hann er eldaður  í gegn, um það bil sex til átta mínútur á hvorri hlið. Grillið nautakjötið í um fimm mínútur á hvorri hlið fyrir miðlungssteikt (fer eftir þykkt). 
 
Flytjið kjúklinginn og steikina á skurðbretti og látið kjötið hvíla í fimm mínútur áður en það er sneitt. Grillið rækjuna þar til hún er elduð í gegn, um þrjár mínútur á hlið.
 
Blandið vorlauknum saman við rækjuna og framreiðið með ostinum og kjötinu í stóru fati eða disk. Gestir sjá svo um að fylla sínar pönnukökur með kjöti, osti og sósu.
 
Sósa:
Hitaðu tvær matskeiðar af olíunni á miðlungshita. Bætið lauknum, tómötum og hvítlauk við. Eldið þar til laukurinn er gullinn og mjög mjúkur – í um 8 mínútur. Bætið chili við, óreganó og kúmeni. Hrærið í um það bil tvær mínútur. Bætið einum bolla af vatni við og látið sjóða. Lækkið hitann og látið sjóða í um tvær mínútur. Látið sósuna kólna lítillega í um fimm mínútur. 
 
Setjið blönduna í matvinnsluvél, eða blandara eða notið töfrasprota. Bætið við einum bolla af vatni og blandið þar til þetta er orðið slétt. Setjið sósuna í miðlungs pott. Smakkaðu til með salti og pipar.
Berið fram mjög heitt, með tortillas pönnukökum og allir gera sitt taco.
 
 
Steiktur fiskur með kartöflum 
og  Hollandaise-sósu

Gott er að byrja á smá forgangsröðun við þessa matargerð.

  1. Byrjið á að elda kartöflur fyrir salatið.
  2. Næst skulið þið byrja að bræða smjörið í litlum potti.
  3. Þó að kartöflurnar séu enn að sjóða, byrjið þá á Hollandaise-sósunni og blandið smælkis-salatinu saman við og haldið volgu …
  4. … meðan þú steikir fiskinn.
  5. Setjið kryddjurtir í kartöflusalatið rétt áður en það er borið fram. 
Hráefni
  • 600–800 g af ýsu eða þorskflökum
  • 2 msk. smjör
  • 2 msk. ólífuolía
  • Salt og pipar
Á viðloðunarfrírri pönnu, steikið báðar hliðar fisksins í blöndu af smjöri og olíu á miklum hita, þar til gulllituð áferð hefur myndast. 
 
Færið þá upp á disk. Bætið kryddjurtum saman við kartöflu­salatið, gefið Hollandaise-sósunni smá þeyting með písk. Settu fiskinn og kartöflusalat á disk með svolitlum skammti af Hollandise-sósu.
 
Hollandaise-sósa
  • 3 litlar eggjarauður 
  • 1 matskeið volgt vatn
  • 2 matskeiðar ferskur sítrónusafi
  • 100 g  smjör 
  • 1/2 tsk. salt
  • Nokkra snúninga af hvítum pipar úr kvörn
Fyrir þessa uppskrift setjið þið skál yfir pott sem er með heitu vatni í nálægt suðuhita.  Skálin ætti ekki að snerta vatnið.
  1. Byrjið á því að sjóða vatnið og lækkið svo hitann, þannig að það haldist heitt.
  2. Áður en þið setjið skálina yfir pottinn, blandið saman einni matskeið af volgu vatni, sítrónusafa og eggjarauðum í skálinni. Setjið hana nú yfir pottinn og hrærið stöðugt í um fjórar til fimm mínútur. Ekki láta blönduna hitna of mikið því annars verður þetta að hrærðum eggjum.  
  3. Hrærið einni matskeið af bræddu smjöri saman við eggin. Bætið við annarri og þriðju matskeið – og hrærið eftir hverja viðbót. Svo getið þið smám saman byrjað að hella smjörinu  í eggin meðan það er þeytt stöðugt. Þegar þið bætið við meira af smjörinu þykknar eggblandan.Athugið hitann, sósan ætti að vera heit – aldrei þó of heit því þá skilur hún sig. Ef eggin byrja að verða of heit skuluð þið fjarlægja skálina af pottinum (til að hún kælist aðeins meðan hrært er stanslaust).
  4. Þegar smjörið er komið í skálina er kryddað með salti og pipar.
  5. Slökkvið undir vatnsbaðinu en haldið sósunni heitri. 
Heitt smælki – kartöflusalat
  • 300 g  litlar smælkikartöflur
  • 1/2 rauðlaukur, skrældur og þunnt sneiddur
  • 3 sentimetra stykki af blaðlauk (aðeins hvíti hlutinn) þvegið og þunnt skorið
  • 4 msk. ólífuolía
  • 2 matskeiðar sítrónusafi
  • 1 1/2 tsk. sinnep að eigin vali
  • 1/2 tsk. salt
  • Ferskur malaður pipar
  • 1/2 bolli kryddjurtir, graslaukur eða vatnakarsi
  1. Sjóðið kartöflurnar í vatni þar til þær eru mjúkar og gaffall kemst létt inn í.
  2. Hellið af kartöflunum og skerið þær í helminga meðan þær eru enn heitar.
  3. Setjið kartöflur, lauk og blaðlauk í stóra skál.
  4. Hrærið ólífuolíu, sítrónusafa, sinnepi, salti og pipar saman í aðra skál.
  5. Hellið dressingunni yfir heitar kartöflurnar. Blandið varlega saman.
Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...