Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís.
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís.
Mynd / HKr.
Fréttir 28. október 2019

Sveinn ákærður fyrir brot á lögum um slátrun og sláturafurðir

Höfundur: smh

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hefur gefið út ákæru á hendur Sveini Margeirssyni fyrrverandi forstjóra Matís fyrir brot gegn lögum um slátrun og sláturafurðir, með því að hafa á bændamarkaði á Hofsósi 30. september 2018, staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti af gripum sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss.

Teljast brot ákærða varða við lög um slátrun og sláturafurðir. Í ákærunni er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið tengist svokölluðu Örslátrunarverkefni Matís, sem Sveinn stóð fyrir í forstjóratíð sinni. Liður í því var að raungera tillögur Matís um örslátrun. Á þær var látið reyna heima á bænum Birkihlíð í Skagafirði þann 30. september, þegar nokkrum lömbum var slátrað þar og í kjölfarið voru afurðirnar seldar á bændamarkaði á Hofsósi.

Tilgangur verkefnisins var að láta reyna á hvort hægt væri að slátra heima á bóndabýli við aðstæður í samræmi  við tillögur Matís um örslátrun. Einnig vildi Matís með verkefninu benda á mikla þörf fyrir að fram fari heildstætt, vísindalegt áhættumat við ákvarðanir og áhættustjórnun tengt matvælaöryggi á Íslandi og benda á möguleika til að auka verðmætasköpun fyrir bændur, eins og Sveinn sagði í viðtalið við Bændablaðið í byrjun október á síðasta ári.

Þröstur Heiðar Erlingsson, bóndi í Birkihlíð, var einnig kærður fyrir aðild að málinu en honum hefur ekki verið birt ákæra lögreglustjórans á Norðurlandi vestra.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...