Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Suzuki S-Cross, góður fyrir íslenska malarvegi
Fræðsluhornið 22. maí 2014

Suzuki S-Cross, góður fyrir íslenska malarvegi

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Fyrir skemmstu komst ég yfir lesningu um tegundir og fjölda seldra bíla frá áramótum og sá ég þá að Suzuki S-Cross er mjög ofarlega á listanum yfir fjórhjóladrifna bíla. Ég fékk lánaðan S-Cross hjá Suzuki bílar hf. í Skeifunni og fór góðan hring um Reykjanesið.

Góður á möl

Prufuhringurinn var Kleifarvatn, Krýsuvíkurbjarg og til baka, svokölluð Djúpavatnsleið, alls um 130 km og um helmingur á slæmum malarvegum. Bíllinn sat þétt á malarveginum meðfram Kleifarvatni og ákvað ég að reyna hann á verri vegum sem væru meira í slóðastíl fremur en hefðbundinna malarvega. Niður að Krýsuvíkurbjargi og Djúpavatnsleið var rétt eins og S-Cross væri hreinlega hannaður til að láta manni líða vel á vegslóðum sem þessum. Malarhljóð nánast ekkert upp undir bílinn, og fjöðrunin sérstaklega góð fyrstu 5-10 cm.

Hörð aftursæti en útsýni gott

Framsætin eru mjög góð og styðja vel við bakið (minnir svolítið á stóla í rallýbíl). Aftursætin eru aðeins síðri og harðari; ef þrír fullorðnir væru í aftursætaröðinni væri aðeins of þröngt (miðast við fullvaxna Íslendinga). Hins vegar er óvenju gott útsýni út úr bílnum frá aftursætaröðinni, sem er ekki á öllum bílum í dag þar sem afturgluggar eru alltaf að minka á kostnað útsýnis.

Leiðsögukonan ágætis skemmtun

Leiðsögukerfi er í bílnum með íslensku korti, rak mig á að það þarf að uppfæra kortið þar sem nýi Suðurstrandavegurinn er ekki í kortinu og sá gamli er merktur sem aðalleið þrátt fyrir að á honum sé lokunarskilti. Hægt er að sjá hvar næsta bensínstöð eða matsölustaður er á einni af valmyndum á skjánum í leiðsögukerfinu. Annars skemmti fjölskyldan sér ágætlega við að hlusta á enskumælandi röddina lesa upp götuheitin í Reykjavík.

Mikið fyrir lítinn pening

Bíllinn sem ég prófaði var sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn, með 1,6 l bensínvél og kostar aðeins 4.880.000. Til viðbótar er ýmis annar aukabúnaður í bílnum, s.s. bílastæðisskynjarar, lyklalaust aðgengi og ræsing (nóg að vera með lykilinn í vasanum), 12v tengi á a.m.k. þrem stöðum (sem ég sá), með loftnema í öllum hjólbörðum (segir til ef eitt hjólið er að verða loftlítið), brekkubremsuvara, hljómtæki með tengingu fyrir USB og MP3-spilara ásamt Bluetooth og fleira.

Skemmtilegur með stillt á sportstillinguna

Suzuki S-Cross er góður innanbæjar því að bensínvélin í bílnum er spræk og tiltölulega snögg upp á snúning. Hægt er að vera með vélina stillta á snow, auto eða sport og svo er hægt að læsa fram og afturdrifi. Sé maður með vélina stillta á sport snýst vélin hraðar (að jafnaði um 1000 snúningum hraðar en á auto). Ég mæli með að vera að öllu jöfnu með stillt á auto, en læða puttanum á takkann til að setja sportstillinguna á við framúrakstur (prófaði báða takkana við framúrakstur og munurinn var töluverður), leggja af stað úr kyrrstöðu. Hins vegar verð ég að viðurkenna að ég var svolítið of mikið með sporttakkann á og sást það á eyðslunni hjá mér, eftir 111 km akstur hafði ég verið að eyða 7,6 lítrum á hundraðið, á meðalhraða upp á 40 km. Uppgefin meðaleyðsla er hins vegar 5,7 lítrar á hundraðið miðað við bestu aðstæður.


Verð á Suzuki S-Cross er frá 3.980.000 (ekki fjórhjóladrifinn), en á fjórhjóladrifnum er verðið frá 4.490.000. Allar nánari upplýsingar um bílinn má finna á vefslóðinni www.suzuki.is.

Lengd: 4.300 mm
Hæð: 1.580 mm
Breidd: 1.765 mm
Þyngd: 1.085 mm

7 myndir:

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...