Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sundkýrin Sæunn
Líf og starf 14. október 2020

Sundkýrin Sæunn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sundkýrin Sæunn fjallar um kú í Breiðadal í Önundarfirði sem flúði slátrarann á Flateyri og stökk í sjóinn. Það sem meira er - sagan er sönn. Þann 13. október árið 1987 átti að slátra kúnni á Flateyri, en þegar hún var leidd að sláturhúsinu virtist hún skynja hvað væri í vændum og sleit sig lausa.

Að því loknu tók hún á rás í átt til hafs, beið ekki boðanna og synti út á fjörðinn. Alla leið yfir fjörðinn, tæpa þrjá kílómetra.

Talsvert var fjallað um sund­afrek kýr­innar í fjölmiðlum á sínum tíma og þar segir meðal annars „Þótt maður viti auðvitað aldrei hvað svona skepnur hugsa er engu líkara en hún hafi skilið hvað til stóð,“ sagði Halldór Mikkaelsson bóndi við Morgunblaðið 15. október.

„Hún hefur alltaf verið afskaplega gæf og gott að umgangast hana og því ólíkt henni að slíta sig svona lausa, eins og hún gerði þarna við slátur­húsdyrnar.“

Önundarfjörður er ekki lítill og 2,5 kílómetrar frá Flateyri yfir í Valþjófsdal. Þangað synti kýrin, á móti straumi, og var um klukkustund á leiðinni. Björgunarsveitarmenn fóru út á bát til að fylgja henni síðasta spölinn og þegar hún kom að landi, við bæinn Kirkjuból II, blés hún varla úr nös og átti greinilega nægt þrek eftir.
+

Nú er sem sagt þessari stórmerkilegu og ótrúlegu sögu af sundkúnni Sæunni verið komið fyrir á bók, söguna skráir Eyþór Jóvinsson, bóksali á Flateyri, og bókina prýðir fjöldi glæsilegra litmynda eftir Freydísi Kristjánsdóttur sem gæðir söguna lífi.

Bókin er gefin út af Sögur útgáfa og er þar á ferðinni fagurlega myndskreytt ævintýr, beint af býli úr Önundarfirði vestur á fjörðum.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f