Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Jóna María Ásmundsdóttir, Telma Þorbergsdóttir, Katrín, Garðar , Birta tóku við styrknum fyrir hönd Félag áhugafólks um Downs-heilkenni á jóladalli félagsins um síðustu helgi.
Jóna María Ásmundsdóttir, Telma Þorbergsdóttir, Katrín, Garðar , Birta tóku við styrknum fyrir hönd Félag áhugafólks um Downs-heilkenni á jóladalli félagsins um síðustu helgi.
Mynd / Vilmundur Hansen
Fréttir 18. desember 2014

Styrkir Félag áhugafólks um Downs-heilkenni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarin ár hefur Velferðar­sjóðurinn ,,Sælla er að gefa en þiggja“ styrkt innlent velferðarmálefni, samtök eða einstakl­inga. Að þessu sinni hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkenni styrk að upphæð 300.000 krónur.

Velferðarsjóðurinn var stofnaður í desember 2006 af hópi starfsfólks Bændasamtaka Íslands, Lífeyrissjóðs bænda og búgreina­samtaka og er þátttaka valfrjáls.

Á aðalfundi sjóðsins 8. desember sl. var ákveðið að Velferðarsjóðurinn styrkti Félag áhugafólks um Downs-heilkenni um 300.000 krónur.

Downs-heilkennið verður til í börnum áður en þau fæðast. Um það bil eitt af hverjum 800 börnum á Íslandi fæðist með Downs-heilkenni. Enginn veit með vissu hvers vegna það gerist. Heilkenni er þannig tilkomið að börn með það fæðast með aukagen eða erfðavísi í hverri frumu líkamans.

Undanfarin ár hefur Velferðar­sjóðurinn ,,Sælla er að gefa en þiggja“ styrkt alls átta einstaklinga og samtök hér á landi, og nemur heildarupphæð styrkja alls 1,7 milljónum króna. 

Skylt efni: Velferðarmál

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...