Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Jóna María Ásmundsdóttir, Telma Þorbergsdóttir, Katrín, Garðar , Birta tóku við styrknum fyrir hönd Félag áhugafólks um Downs-heilkenni á jóladalli félagsins um síðustu helgi.
Jóna María Ásmundsdóttir, Telma Þorbergsdóttir, Katrín, Garðar , Birta tóku við styrknum fyrir hönd Félag áhugafólks um Downs-heilkenni á jóladalli félagsins um síðustu helgi.
Mynd / Vilmundur Hansen
Fréttir 18. desember 2014

Styrkir Félag áhugafólks um Downs-heilkenni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarin ár hefur Velferðar­sjóðurinn ,,Sælla er að gefa en þiggja“ styrkt innlent velferðarmálefni, samtök eða einstakl­inga. Að þessu sinni hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkenni styrk að upphæð 300.000 krónur.

Velferðarsjóðurinn var stofnaður í desember 2006 af hópi starfsfólks Bændasamtaka Íslands, Lífeyrissjóðs bænda og búgreina­samtaka og er þátttaka valfrjáls.

Á aðalfundi sjóðsins 8. desember sl. var ákveðið að Velferðarsjóðurinn styrkti Félag áhugafólks um Downs-heilkenni um 300.000 krónur.

Downs-heilkennið verður til í börnum áður en þau fæðast. Um það bil eitt af hverjum 800 börnum á Íslandi fæðist með Downs-heilkenni. Enginn veit með vissu hvers vegna það gerist. Heilkenni er þannig tilkomið að börn með það fæðast með aukagen eða erfðavísi í hverri frumu líkamans.

Undanfarin ár hefur Velferðar­sjóðurinn ,,Sælla er að gefa en þiggja“ styrkt alls átta einstaklinga og samtök hér á landi, og nemur heildarupphæð styrkja alls 1,7 milljónum króna. 

Skylt efni: Velferðarmál

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...