Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vel fór á með stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda og fulltrúum Landgræðslunnar á sameiginlegum fundi í Gunnarsholti 19. janúar síðastliðinn.
Vel fór á með stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda og fulltrúum Landgræðslunnar á sameiginlegum fundi í Gunnarsholti 19. janúar síðastliðinn.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttir 3. febrúar 2016

Stríðsöxum sópað undir græna torfu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fyrir nokkru bauð Landgræðslan stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda að koma í kynnisferð til höfuðstöðva stofnunarinnar í Gunnarsholti og halda þar stjórnarfund. Stjórn LS þáði boðið og kom í Gunnarsholt þriðjudaginn 19. janúar. 
 
Er þetta reyndar ekki í fyrsta sinn sem sauðfjárbændur halda stjórnarfund í Gunnarsholti. Fundurinn nú þykir samt marka nokkur tímamót í ljósi harðra skoðanaskipta sem átt hafa sér stað í fjölmiðlum á milli Landgræðslumanna og sauðfjárbænda á liðnum misserum, m.a. á síðum Bændablaðsins. 
 
Hefur þar oft verið hátt reitt til höggs. Þar hefur Landgræðslan m.a. gagnrýnt harðlega afréttabeit á viðkvæmum svæðum, eins og í Almenningum. Að sama skapi hefur bændum þótt Landgræðslumenn oft á tíðum gera lítið úr þeirra hlut við uppgræðslu lands og rétti til landnýtingar í samræmi við beitarþol. Hafa þessi átök og óvægin umræða leitt til mikillar kergju á báða bóga sem menn virðast nú sammála um að hafi ekki verið neinum til gagns. 
 
Stríðsaxir undir græna torfu
 
Vel fór á með sauðfjárbændum og Landgræðslumönnum á fundinum í Gunnarsholti og virðist sem öllum stríðsöxum hafi þar verið sópað saman undir græna torfu. Var ákveðið að stofna samráðshóp til að vinna að framgangi samstarfsverkefna sauðfjárbænda og Landgræðslunnar. 
 
Farið yfir málin
 
Í upphafi heimsóknarinnar kynnti landgræðslustjóri starfsemi stofnunarinnar og sögu staðarins. Að lokinni kynningu var haldinn samráðsfundur þar sem farið var yfir ýmis málefni, s.s. síðustu breytingar á reglugerð um gæðastýringu í sauðfjárframleiðslu, beitarrannsóknir og vöktun á gróðurframvindu á beitarsvæðum. Þá var einnig rætt um viðmið sjálfbærrar landnýtingar og fleiri mál. 
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...