Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vel fór á með stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda og fulltrúum Landgræðslunnar á sameiginlegum fundi í Gunnarsholti 19. janúar síðastliðinn.
Vel fór á með stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda og fulltrúum Landgræðslunnar á sameiginlegum fundi í Gunnarsholti 19. janúar síðastliðinn.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttir 3. febrúar 2016

Stríðsöxum sópað undir græna torfu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fyrir nokkru bauð Landgræðslan stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda að koma í kynnisferð til höfuðstöðva stofnunarinnar í Gunnarsholti og halda þar stjórnarfund. Stjórn LS þáði boðið og kom í Gunnarsholt þriðjudaginn 19. janúar. 
 
Er þetta reyndar ekki í fyrsta sinn sem sauðfjárbændur halda stjórnarfund í Gunnarsholti. Fundurinn nú þykir samt marka nokkur tímamót í ljósi harðra skoðanaskipta sem átt hafa sér stað í fjölmiðlum á milli Landgræðslumanna og sauðfjárbænda á liðnum misserum, m.a. á síðum Bændablaðsins. 
 
Hefur þar oft verið hátt reitt til höggs. Þar hefur Landgræðslan m.a. gagnrýnt harðlega afréttabeit á viðkvæmum svæðum, eins og í Almenningum. Að sama skapi hefur bændum þótt Landgræðslumenn oft á tíðum gera lítið úr þeirra hlut við uppgræðslu lands og rétti til landnýtingar í samræmi við beitarþol. Hafa þessi átök og óvægin umræða leitt til mikillar kergju á báða bóga sem menn virðast nú sammála um að hafi ekki verið neinum til gagns. 
 
Stríðsaxir undir græna torfu
 
Vel fór á með sauðfjárbændum og Landgræðslumönnum á fundinum í Gunnarsholti og virðist sem öllum stríðsöxum hafi þar verið sópað saman undir græna torfu. Var ákveðið að stofna samráðshóp til að vinna að framgangi samstarfsverkefna sauðfjárbænda og Landgræðslunnar. 
 
Farið yfir málin
 
Í upphafi heimsóknarinnar kynnti landgræðslustjóri starfsemi stofnunarinnar og sögu staðarins. Að lokinni kynningu var haldinn samráðsfundur þar sem farið var yfir ýmis málefni, s.s. síðustu breytingar á reglugerð um gæðastýringu í sauðfjárframleiðslu, beitarrannsóknir og vöktun á gróðurframvindu á beitarsvæðum. Þá var einnig rætt um viðmið sjálfbærrar landnýtingar og fleiri mál. 
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...