Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vel fór á með stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda og fulltrúum Landgræðslunnar á sameiginlegum fundi í Gunnarsholti 19. janúar síðastliðinn.
Vel fór á með stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda og fulltrúum Landgræðslunnar á sameiginlegum fundi í Gunnarsholti 19. janúar síðastliðinn.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttir 3. febrúar 2016

Stríðsöxum sópað undir græna torfu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fyrir nokkru bauð Landgræðslan stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda að koma í kynnisferð til höfuðstöðva stofnunarinnar í Gunnarsholti og halda þar stjórnarfund. Stjórn LS þáði boðið og kom í Gunnarsholt þriðjudaginn 19. janúar. 
 
Er þetta reyndar ekki í fyrsta sinn sem sauðfjárbændur halda stjórnarfund í Gunnarsholti. Fundurinn nú þykir samt marka nokkur tímamót í ljósi harðra skoðanaskipta sem átt hafa sér stað í fjölmiðlum á milli Landgræðslumanna og sauðfjárbænda á liðnum misserum, m.a. á síðum Bændablaðsins. 
 
Hefur þar oft verið hátt reitt til höggs. Þar hefur Landgræðslan m.a. gagnrýnt harðlega afréttabeit á viðkvæmum svæðum, eins og í Almenningum. Að sama skapi hefur bændum þótt Landgræðslumenn oft á tíðum gera lítið úr þeirra hlut við uppgræðslu lands og rétti til landnýtingar í samræmi við beitarþol. Hafa þessi átök og óvægin umræða leitt til mikillar kergju á báða bóga sem menn virðast nú sammála um að hafi ekki verið neinum til gagns. 
 
Stríðsaxir undir græna torfu
 
Vel fór á með sauðfjárbændum og Landgræðslumönnum á fundinum í Gunnarsholti og virðist sem öllum stríðsöxum hafi þar verið sópað saman undir græna torfu. Var ákveðið að stofna samráðshóp til að vinna að framgangi samstarfsverkefna sauðfjárbænda og Landgræðslunnar. 
 
Farið yfir málin
 
Í upphafi heimsóknarinnar kynnti landgræðslustjóri starfsemi stofnunarinnar og sögu staðarins. Að lokinni kynningu var haldinn samráðsfundur þar sem farið var yfir ýmis málefni, s.s. síðustu breytingar á reglugerð um gæðastýringu í sauðfjárframleiðslu, beitarrannsóknir og vöktun á gróðurframvindu á beitarsvæðum. Þá var einnig rætt um viðmið sjálfbærrar landnýtingar og fleiri mál. 
Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...