Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stórtæk kornrækt á Melum: Fimm hundruð hektara landrými
Fréttir 18. september 2014

Stórtæk kornrækt á Melum: Fimm hundruð hektara landrými

Höfundur: /smh

„Við erum að vinna landrými á Melum og höfum verið að gera það síðastliðin fjögur ár,“ segir Geir Gunnar Geirsson, eigandi svínabúsins Mela í Melasveit. „Talsverð vinna hefur farið í að brjóta land, ræsa fram, kalka, gera vegi og fleira – því landið er talsvert súrt og blautt. Við sáðum fyrst í akra þarna í fyrra og það var svo blautt og kalt allt síðasta sumar að það má segja að það hafi hreinlega orðið uppskerubrestur. Við þresktum um 150 hektara þá en uppskeran var auðvitað langt undir meðaltali.

Núna í vor tókum við aðeins meira land undir og mér sýnist að rúmlega helmingurinn hafi spjarað sig. Landið var bara sums staðar of blautt – og ekki tilbúið undir sáningu – til að það væri mögulegt að sáning tækist sem skyldi. Eftir á að hyggja vorum við kannski helst til bjartsýnir í sáningu.

Landrýmið sem við höfum þarna til kornræktar, má segja að sé nálægt 500 hekturum. Í framtíðinni sjáum við fyrir okkur að vera með sáðskiptaplan og vera með um 400 hektara undir korn í gangi í einu.“
Geir Gunnar er bjartsýnn á framtíð kornræktar á Íslandi þrátt fyrir slæm sumur undanfarin ár. „Ég hef verið að vonast til þess að bændur sem ættu landnæði sem ekki væri nýtt, myndu láta þau til nota í kornrækt. Í framtíðinni væri áhugavert bæði fyrir svínabændur – og ég tala nú ekki um fóðurfyrirtæki og ölgerðir – að íslenskt korn yrði keypt í mun meira mæli en nú er gert. Vonandi verður almennileg vakning fyrir þessu – því af þessu getur leitt alveg gríðarleg stærðarhagkvæmni. Fyrir heildarsamhengi landbúnaðarins á Íslandi skiptir sjálfbærni öllu máli.“

Höfum fína aðstöðu og allt til alls

 „Við ætlum bara að halda áfram núna á fullum krafti á Melum – enda lagt mikla vinnu í þetta. Við erum komin með fína aðstöðu og höfum allt til alls; erum komin með þurrkara á planið, búnir að grafa skurði, höfum áburðinn og svínin sem eiga að éta kornið. Bygg getur verið allt að 70 prósent af fóðri svína, þannig að það eru miklir hagsmunir í húfi. Það er þó ljóst að byggræktin á Melum dugar í raun engan veginn alveg fyrir svínabúið.“

Geir Gunnar segir ágætt útlit með uppskeru nú í haust. „Það var hlýtt þótt það hefði verið blautt á löngum köflum og mér sýnist það vera ágæt fylling í því. Menn verða líka að hafa í huga að í raun er þetta ekkert öðruvísi en gerist og gengur erlendis. Þar geta menn allt eins átt von á uppskerubresti eins og hér. Menn verða bara að geta haldið út í dálítinn tíma því þegar til lengri tíma er litið hefur reynslan sýnt að kornrækt mun borga sig.“

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...