Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stonehenge stærra en talið hefur verið
Á faglegum nótum 21. september 2015

Stonehenge stærra en talið hefur verið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fornleifafræðingar á Bretlands­eyjum telja sig vera búna að finna leifar af steinagerði sem bendir til þess að minjarnar við Stonehenge séu mun stærri en áður hefur verið talið.

Með jarðsjá hefur tekist að greina tæplega hundrað bautasteina sem eru allt að 4,5 metrar að lengd. Steinarnir sem liggja á hliðinni mynda svo reglulega röð að ómögulegt er annað en að menn hafi komið þeim fyrir. Til aðgreiningar frá því steinagerði sem þekkist í dag er farið að kalla nýja fundinn ofurgerðið vegna stærðar þess.

Síðastliðin fimm ár hefur verið unnið að því að skanna stórt svæði nálægt Stonehenge með jarðsjá og verið er að teikna það upp með steinafundunum merktum inn. Stór hluti ofurgerðisins liggur skammt frá Stonehenge, í um þriggja kílómetra fjarlægð, og er það talið vera hluti af helgu svæði sem tengist steinagerðinu fræga.

Reynist rétt vera að um ofurgerði sé að ræða er það stærsta steinagerði sem fundist hefur í Evrópu og væntanlega munu rannsóknir á því veita nýja innsýn í sögu og tilgang Stonehenge.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...