Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stonehenge stærra en talið hefur verið
Á faglegum nótum 21. september 2015

Stonehenge stærra en talið hefur verið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fornleifafræðingar á Bretlands­eyjum telja sig vera búna að finna leifar af steinagerði sem bendir til þess að minjarnar við Stonehenge séu mun stærri en áður hefur verið talið.

Með jarðsjá hefur tekist að greina tæplega hundrað bautasteina sem eru allt að 4,5 metrar að lengd. Steinarnir sem liggja á hliðinni mynda svo reglulega röð að ómögulegt er annað en að menn hafi komið þeim fyrir. Til aðgreiningar frá því steinagerði sem þekkist í dag er farið að kalla nýja fundinn ofurgerðið vegna stærðar þess.

Síðastliðin fimm ár hefur verið unnið að því að skanna stórt svæði nálægt Stonehenge með jarðsjá og verið er að teikna það upp með steinafundunum merktum inn. Stór hluti ofurgerðisins liggur skammt frá Stonehenge, í um þriggja kílómetra fjarlægð, og er það talið vera hluti af helgu svæði sem tengist steinagerðinu fræga.

Reynist rétt vera að um ofurgerði sé að ræða er það stærsta steinagerði sem fundist hefur í Evrópu og væntanlega munu rannsóknir á því veita nýja innsýn í sögu og tilgang Stonehenge.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...