Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stefna á hörkuferð um magnað landbúnaðarsvæði í Kanada
Fólk 21. júní 2017

Stefna á hörkuferð um magnað landbúnaðarsvæði í Kanada

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Snorri Sigurðsson, ráðunautur í Danmörku, mun verða farar­stjóri í ferð íslenskra bænda með ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar (GJ Travel) á landbúnaðar­sýningu í Kanada í september.
 
Um er að ræða landbúnaðarsýninguna í Woodstock í Ontariofylki  sem er stærsta sýning sinnar tegundar í Kanada.  
„Já, þetta verður hörkuferð og þarna verður farið um magnað landbúnaðarsvæði í Kanada,“ segir Snorri. 
 
Landbúnaðarsýningin í Woodstock
 
„Stóri punkturinn er auðvitað landbúnaðarsýningin í Woodstock í Ontariofylki sem er stærsta sýningin í Kanada og afar vinsæl.“
 
Þetta er tuttugasta og þriðja árið sem þessi sýning er haldin og mun sýningin sjálf standa yfir dagana 12. til 15. september en ferðin með GJ Travel stendur yfir frá 11. til 17. september. 
 
„Þetta er svona sýning sem er blanda af hefðbundinni landbúnaðarsýningu og svo sýningu sem er með alls konar aðra áhugaverða hluti sem sýndir eru. Ég hef eignast marga kunningja í gegnum hálflanga starfsævi og hef fengið nokkra flotta heimamenn með mér í að skipuleggja þetta, svo faglegt innihald standist þau gæðaviðmið sem ég hef alltaf í hávegum í ferðum sem ég kem að.“
 
Í heimsókn til kanadískra bænda
 
„Við munum því að sjálfsögðu heimsækja marga bændur á svæðinu, bæði með kýr og holdagripi, en einnig fara í háskólann í Guelph en þar eru stundaðar öflugar rannsóknir sem verður áhugavert að fræðast um. 
 
Þá verður tími til að njóta, bæði í Toronto og auðvitað við sjálfa Niagarafossa, sem eru á mörkum New York-ríkis í Bandaríkjunum og Ontario-fylkis í Kanada. Ég hef ferðast víða en aldrei komið að Niagarafossum og hlakka mikið til þess að sigla upp að þeim. Þar sem fossaskoðun er vel utan míns fagsviðs verður fengin aðkeypt leiðsögn á þessum stað til þess að gefa ferðafélögunum eins góða upplifun og mögulegt er,“ segir Snorri Sigurðsson.
 
Það mun kosta 232.000 krónur fyrir manninn í þessa ferð og innifalið er flug, flugvallaskattar, gisting með morgunverði og kvöldverði fyrsta kvöldið. Einnig allur akstur og skoðunarferðir og fararstjórn undir tryggri handleiðslu Snorra Sigurðssonar. 
 
Skráning í ferðina hefst 1. júlí
 
Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið autgoing@gjtravel.is. 
Einnig er hægt að fá upplýsingar um  ferðina á vefslóðinni http://www.ferdir.is/pakkaferdir/landbunadarsyning-til-kanada. 

10 myndir:

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Rafmagnsfjórhjól frá Tékklandi
9. nóvember 2020

Rafmagnsfjórhjól frá Tékklandi

Teppið Tólf ský
17. desember 2019

Teppið Tólf ský

Nautgripir – baulaðu, búkolla
15. febrúar 2016

Nautgripir – baulaðu, búkolla

Styðja nýliða
10. ágúst 2022

Styðja nýliða

Rifs- og sólber
22. ágúst 2014

Rifs- og sólber