Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fjölmenni var á fundi sauðfjárbænda í matsal Hrafnagilsskóla á mánudagskvöld, en til hans voru boðaðir bændur í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.
Fjölmenni var á fundi sauðfjárbænda í matsal Hrafnagilsskóla á mánudagskvöld, en til hans voru boðaðir bændur í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 4. október 2016

Stærsta krísan í langan tíma

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Þetta er gríðarlega alvarlegt ástand, ein stærsta krísa sem við höfum staðið frammi fyrir í langan tíma, mörg bú verða ekki rekstrarhæf og við horfum fram á mikla byggðaröskun verði ekki eitthvað róttækt gert í stöðunni. Sauðfjárrækt er eina alvöru byggðastefnan sem rekin er hér á landi og við okkur blasir hrun á ákveðnum svæðum,“ sagði Einar Ófeigur Björnsson, stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands, en hann átti einnig sæti í nefnd sem stóð að gerð búvörusamninga.
 
Félag sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu  og Félag sauðfjárbænda í Eyjafirði héldu fund á Hrafnagili á mánudagskvöld og var vel mætt. Fundarefnið var verðlækkun á sauðfjárafurðum nú í haust og hvað væri til ráða í stöðunni.
 
Á fundinn mættu framkvæmdastjóri og formaður stjórnar Norðlenska, Ágúst Torfi Hauksson og Sigurgeir Hreinsson, og Eiður Gunnlaugsson frá Kjarnafæði, sem á SAHun á Blönduósi og hlut í sláturhúsinu á Vopnafirði. Formaður og framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, þeir Þórarinn Ingi Pétursson og Svavar Halldórsson, voru einnig á fundinum. Þórarinn Ingi fór yfir röksemdir LS í málinu og til hvaða aðgerða hefði verið gripið af hálfu samtakanna. Ágúst Torfi og Eiður skýrðu sjónarmið afurðastöðvanna og kváðu þær hafa verið nauðbeygðar að grípa til þess ráðs að lækka afurðaverð til bænda vegna slæmrar stöðu. Fram kom í máli Sigurgeirs að tap af rekstri sláturhúsanna í landinu á liðnu ári væri yfir 800 milljónir króna.
 
Sá sem hefur engu að tapa
 
Bændur voru margir ómyrkir í máli á fundinum og fannst harkalega að sér vegið. Þeir hefðu fremur kosið að afurðastöðvar hefðu beint spjótum sínum að versluninni í landinu sem augljóslega tæki alltof mikið til sín. Eftir sætu bændur og afurðastöðvar með sárt ennið. Þegar væri búið að hagræða „í drasl“ innan afurðastöðvanna, án þess að það kæmi bændum til góða. 
 
„Hættulegasti andstæðurinn er sá sem hefur engu að tapa,“ sagði Guðrún Tryggvadóttir í Svartárkoti í Bárðardal. Búið væri að berja á bændum árum saman án þess þeir hefðu staðið í lappirnar og verslunin hefði tögl og hagldir. −„Nú ættum við að taka slaginn.“
 
Þurfum við að eiga fyrirtækið?
 
Þeirri hugmynd var varpað upp að fækka sláturhúsum í landinu jafnvel niður í eitt sem yrði þá í stífri keyrslu. Var henni ekki illa tekið. Birgir Arason, formaður Félags eyfirskra sauðfjárbænda, sagði óhjákvæmilegt fyrir bændur að velta því fyrir sér hvort þeir ættu yfirleitt að halda sínum eignarhlut í Norðlenska, „þurfum við að eiga þetta fyrirtæki, er tímabært núna að láta það frá sér?“ spurði hann. 
Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...