Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stærsta dýraklónaverksmiðja í heimi reist í Kína
Fréttir 7. desember 2015

Stærsta dýraklónaverksmiðja í heimi reist í Kína

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kínverska fyrirtækið BoyaLife mun hefja fjöldaframleiðslu á nautgripum úr fósturvísum um mitt ár 2016. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja möguleikana óendanlega og til standi í framtíðinni að klóna leitarhunda, veðhlaupahesta og dýr í útrýmingarhættu.

BoyaLife er stærsta fyrirtæki sinnar gerðar í heiminum og fyrsta verkefni þess verður að setja á markað um eitt hundrað þúsund klónaða fósturvísa úr úrvals nautgripum. Klónun af slíkri stærðargráðu hefur aldrei verið framkvæmd áður.

Vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti

Framleiðsla fósturvísanna verður í 14 þúsund fermetra rannsóknarstofu og er ætlað að koma á móts við vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti í Kína.

Bandaríska matvælaeftirlitið hefur leyft sölu á kjöti og mjólkurafurðum frá klónuðum nautgripum frá árinu 2008 en magnið er einungis brot af því sem BoyaLife ætlar að framleiða.

Heilbrigðiseftirlit Evrópu­sambandsins hefur gefið út yfirlýsingu um að enginn sannanlegur munur sé á kjöti eða mjólkurafurðum klónaðra og annarra nautgripa. Eftirlitið hefur aftur á móti lýst áhyggjum sínum af dýravelferð þegar kemur að eldi klónaðra dýra.

Endalausir möguleikar

Forsvarsmenn BoyaLife segja að klónun nautgripa sé bara fyrsta skrefið því á næstu árum ætli fyrirtækið að klóna leitarhunda, veðhlaupahesta og dýr í útrýmingarhættu eins og pandabirni. Fyrirtækið ætlar einnig að bjóða gæludýraeigendum upp á slíka þjónustu ef gæludýrið fellur frá.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vísindamenn í Kína leggja fyrir sig klónun því þeir hafa verið að klóna nautgripi, kindur og svín í tæp tuttugu ár. Stærðargráðan hefur bara verið minni.

Smáhundar og menn

BoyaLife er rekið í samvinnu við suður-kórenska líftæknifyrirtækið Sooam Biotech sem er í eigu manns sem heitir Hwang Woo-suk en iðulega kallaður konungur klónunar.

Árið 2006 var Hwang Woo-suk fundinn sekur um svik og alvarleg brot á siðareglum þegar hann gerði tilraunir með klónun með fósturvísum úr mönnum. Fyrirtæki hans hefur að hluta til fjármagnað rekstur sinn og rannsóknir síðan með klónun á smáhundum og öðrum gæludýrum.

Dvergsvín sem gæludýr

Annað kínverskt fyrirtæki, Beijing Genomics Institute, hefur með hjálp erfðatækni framleitt það sem þeir kalla míkró-svín eða dvergsvín og er hugmyndin að setja þau á markað sem gæludýr á næstunni. Dvergsvínin verða ekki meira en 15 kíló að þyngd og þykja ekki síður krúttleg en kjölturakkar.

Skylt efni: Kína | klónun | Búfé | gæludýr

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...