Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
SS og SAH Afurðir slátra svipuðum fjölda og í fyrra
Fréttir 10. september 2015

SS og SAH Afurðir slátra svipuðum fjölda og í fyrra

Ekki eru horfur á að sláturfé verði mikið færra í haust en á síðasta ári, þrátt fyrir fréttir af lamba og ærdauða í vetur og vor.
 
Hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi er reiknað með að slátrað verði svipuðum fjölda og á síðasta ári, þegar um 111 þúsund fjár var slátrað.
 
Einar Hjálmarsson, stöðvarstjóri sláturhússins, segir að það sé reiknað með fjölda yfir hundrað þúsund en það sé erfitt að meta það með einhverri vissu. 
„Við slátruðum í síðustu viku 654 lömbum og það er óhætt að segja að þau hafi bara litið vel út – meðalvigt var 16,9 kíló og það er nú bara mjög  gott, finnst mér. Það er mál manna að það sé bara betra en búist hafi verið við. Við vonumst svo bara til þess að þetta verði áfram svipað nú þegar sláturtíð hefst,“ sagði Einar síðastliðinn þriðjudag, en formlega átti hún að hefjast í gær, miðvikudag.
Að sögn Einars er meirihluti vinnuaflsins erlendur og margt af því fólki hefur komið aftur og aftur í sláturtíðina á Íslandi.
„Þetta hefur þróast alltaf meira og meira í þessa átt – æ færri Íslendingar sækja um vinnu í sláturtíðinni og er það kannski til marks um hvernig atvinnuástand á Íslandi hefur þróast.“
 
Lítil fækkun hjá SAH Afurðum
 
Sauðfjárslátrun hófst hjá SAH Afurðum á Blönduósi síðastliðinn mánudag.
 
„Við reiknum með að slátra á bilinu 95 og 100 þúsund fjár. Við vorum með 105 þúsund í fyrra,“ segir Gísli Garðarsson, sláturhússtjóri SAH Afurða á Blönduósi. 
„Fyrsti dagurinn lofar góðu því við vorum með meðalvigt upp á 16,58 kíló í gær – og það er um 400 grömmum meira en í fyrra. Þetta segir kannski ekki mikið en gefur okkur ákveðnar vonir.“
 
Gísli segir að vel hafi gengið að ráða inn starfsfólk, en um 90 prósent af því kemur aftur ár eftir ár. Mikill meirihluti er erlent starfsfólk og hefur haldist svipað um nokkurra ára skeið. SAH Afurðir eru með leyfi til að flytja afurðir sínar til Rússlands og segir Gísli að verið sé að ganga frá sendingu af hrossakjöti og úrbeinuðum sauðfjárafurðum.
 
„Við erum líklega þeir einu sem erum með leyfi fyrir hrossakjötsafurðirnar og ég held að Norðlenska sé einnig með leyfi fyrir sauðfjárafurðirnar. Um fjórir til fimm gámar af hrossakjöti eru fluttir út á hverju ári, um 140–150 tonn. Kindakjötsmagnið er um 50–70 tonn á ári sem fer héðan. Við ætlum að reyna að herða aðeins sóknina inn á Rússlandsmarkað, en hvað kemur út úr því veit enginn enn þá.“ 

Skylt efni: Sláturfé | sláturtíð

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.