Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
SS og SAH Afurðir slátra svipuðum fjölda og í fyrra
Fréttir 10. september 2015

SS og SAH Afurðir slátra svipuðum fjölda og í fyrra

Ekki eru horfur á að sláturfé verði mikið færra í haust en á síðasta ári, þrátt fyrir fréttir af lamba og ærdauða í vetur og vor.
 
Hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi er reiknað með að slátrað verði svipuðum fjölda og á síðasta ári, þegar um 111 þúsund fjár var slátrað.
 
Einar Hjálmarsson, stöðvarstjóri sláturhússins, segir að það sé reiknað með fjölda yfir hundrað þúsund en það sé erfitt að meta það með einhverri vissu. 
„Við slátruðum í síðustu viku 654 lömbum og það er óhætt að segja að þau hafi bara litið vel út – meðalvigt var 16,9 kíló og það er nú bara mjög  gott, finnst mér. Það er mál manna að það sé bara betra en búist hafi verið við. Við vonumst svo bara til þess að þetta verði áfram svipað nú þegar sláturtíð hefst,“ sagði Einar síðastliðinn þriðjudag, en formlega átti hún að hefjast í gær, miðvikudag.
Að sögn Einars er meirihluti vinnuaflsins erlendur og margt af því fólki hefur komið aftur og aftur í sláturtíðina á Íslandi.
„Þetta hefur þróast alltaf meira og meira í þessa átt – æ færri Íslendingar sækja um vinnu í sláturtíðinni og er það kannski til marks um hvernig atvinnuástand á Íslandi hefur þróast.“
 
Lítil fækkun hjá SAH Afurðum
 
Sauðfjárslátrun hófst hjá SAH Afurðum á Blönduósi síðastliðinn mánudag.
 
„Við reiknum með að slátra á bilinu 95 og 100 þúsund fjár. Við vorum með 105 þúsund í fyrra,“ segir Gísli Garðarsson, sláturhússtjóri SAH Afurða á Blönduósi. 
„Fyrsti dagurinn lofar góðu því við vorum með meðalvigt upp á 16,58 kíló í gær – og það er um 400 grömmum meira en í fyrra. Þetta segir kannski ekki mikið en gefur okkur ákveðnar vonir.“
 
Gísli segir að vel hafi gengið að ráða inn starfsfólk, en um 90 prósent af því kemur aftur ár eftir ár. Mikill meirihluti er erlent starfsfólk og hefur haldist svipað um nokkurra ára skeið. SAH Afurðir eru með leyfi til að flytja afurðir sínar til Rússlands og segir Gísli að verið sé að ganga frá sendingu af hrossakjöti og úrbeinuðum sauðfjárafurðum.
 
„Við erum líklega þeir einu sem erum með leyfi fyrir hrossakjötsafurðirnar og ég held að Norðlenska sé einnig með leyfi fyrir sauðfjárafurðirnar. Um fjórir til fimm gámar af hrossakjöti eru fluttir út á hverju ári, um 140–150 tonn. Kindakjötsmagnið er um 50–70 tonn á ári sem fer héðan. Við ætlum að reyna að herða aðeins sóknina inn á Rússlandsmarkað, en hvað kemur út úr því veit enginn enn þá.“ 

Skylt efni: Sláturfé | sláturtíð

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...