Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
SPROTINN jarðræktarráðgjöf
Mynd / smh
Á faglegum nótum 14. mars 2017

SPROTINN jarðræktarráðgjöf

Höfundur: Snorri Þorsteinsson, jarðræktarráðunautur hjá RML
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur undanfarin ár boðið upp á þjónustu- og ráðgjafarpakka í jarðrækt undir heitinu Sprotinn. Viðbrögð bænda hafa verið góð og hefur þeim sem nýta sér þennan pakka fjölgað jafnt og þétt. 
 
Lögð er áhersla á að hafa Sprotann í stöðugri þróun sem tekur mið af reynslu ráðunauta og ábendingum frá þeim bændum sem nýta sér pakkann. 
 
 
Nú er lögð meiri áhersla á að einstaklingsmiða samsetningu ráðgjafarpakkans þannig að hægt sé að útfæra þjónustuna að þörfum hvers býlis. Þannig hefur þeim liðum sem í boði eru verið fjölgað en bóndi ákveður í samráði við ráðunaut hvað er undir hverju sinni. Eru þessar breytingar fyrst og fremst liður í því að koma til móts við þá bændur sem nýta sér ráðgjafarpakkann árlega.  
 
Helsta markmið Sprotans eru sem áður að bæta nýtingu áburðarefna við framleiðslu á heimafengnu fóðri. Það fyrsta sem hugað er að í þeirri vegferð er að veita aðstoð við skráningu jarðræktarupplýsinga í jörð.is og gæta þess að túnkortum sem rétt viðhaldið.
 
Á bújörðum þar sem jarðvegssýni hafa ekki verið tekin nýlega er lögð áhersla á að slíkt sé gert til þess að fá sýn yfir ástand ræktarlands.
 
Áburðaráætlun er unnin í kjölfarið þar sem notaðar eru upplýsingar sem safnað er í verkefninu. Þegar skráning á áburðarnotkun og uppskeru er orðin markviss gefst kostur á að gera greiningu þar sem þessir þættir eru bornir saman til þess að meta gæði túna með tilliti til gróffóðuröflunar. 
Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...