Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eymundur Magnússon hjá Móður Jörð, framleiðir ýmsar lífrænt vottaðar vörutegundir.
Eymundur Magnússon hjá Móður Jörð, framleiðir ýmsar lífrænt vottaðar vörutegundir.
Mynd / smh
Fréttir 26. janúar 2017

Sömu reglur munu gilda um lífræna framleiðslu á Íslandi og í ESB

Í tilkynningu frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld hverfi frá aðlögunarkröfum vegna upptöku gildandi reglna ESB um lífræna ræktun. Það þýðir að sömu reglur munu því gilda um framleiðslu, vottun og merkingu lífrænnar framleiðslu á Íslandi og í Evrópu.

Í tilkynningunni segir að upptaka reglnanna muni auðvelda útflutning lífrænnar íslenskrar framleiðslu til Evrópuríkja, auk þess sem íslenskir neytendur muni njóta góðs af skilvirkara eftirliti.

Þar segir ennfremur:

„Ísland og Noregur hafa um árabil unnið að upptöku gildandi reglna Evrópusambandsins um lífræna ræktun, sem settar voru árið 2007. Aðlögunarkröfur voru settar fram af báðum ríkjum. Kröfur Íslands voru fimm talsins og sneru að merkingum, notkun fiskimjöls við fóðrun jórturdýra, þéttleika í bleikjueldi og stærð hólfa og notkun grindargólfa í fjárhúsum. Hér á landi er í gildi reglugerð um lífræna vottun og framleiðslu frá árinu 2002, sem innleiðir eldri reglur ESB frá árinu 1991. Því hefur útflutningur á lífrænt vottuðum afurðum verið erfiður undanfarin ár og óvíst er hve lengi íslensk vottun verður yfir höfuð viðurkennd innan ESB. 

Talið er útséð um að landbúnaðarskrifstofa Evrópusambandsins muni fallast á aðlögunarkröfurnar og féllu Norðmenn frá sínum kröfum síðastliðið sumar. Það er því talið þjóna hagsmunum Íslands að fylgja fordæmi Norðmanna.

Gildandi reglur um lífræna framleiðslu hafa ekki verið uppfærðar í sex ár og má því gera ráð fyrir að upptaka samræmdra reglna komi til með að bæta eftirlit með innflutningi á lífrænt ræktuðum vörum.

Ætla má að reglurnar hafi áhrif á um 30 framleiðendur lífrænna afurða hér á landi. Þær munu hins vegar ekki hafa áhrif á framleiðendur hefðbundinna afurða.“

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum
Fréttir 24. maí 2022

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshend...

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélag...

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state),...

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...