Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Sólarselluvaraafl á Grund í Eyjafirði
Mynd / Aðsendar
Fréttir 19. maí 2025

Sólarselluvaraafl á Grund í Eyjafirði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega var sett upp sólarorkukerfi á kúabúinu Grund I og II í Eyjafirði, sem mun þjóna hlutverki varaaflskerfis fyrir búið.

Kerfið er frá Bluetti og á að tryggja að starfsemi búsins verði ekki fyrir truflun, að það fái samstundis rafmagn þegar straumrof verður á landsnetinu. Guðjón Þ. Sigfússon segist hafa verið með búið í gegnum félagið Ljósaborg í tæp 18 ár. „Við ákváðum að prófa þetta þar sem ég hef verið að fylgjast með þessum búnaði, meðal annars út af vinnu minni sem verkfræðingur, þar sem upp koma reglulega spurningar um sjálfbærni, sér í lagi hvað orku varðar. Mest tengt íbúðarhúsnæði og skipulagi byggðar. Mér fannst þessi búnaður spennandi sem varaafl og um leið með möguleika á hleðslu með umhverfisvænum orkugjöfum, til dæmis sólarpanelum eða vindorku.“

Guðjón Þ. Sigfússon hefur rekið búið í gegnum félagið Ljósaborg í tæp 18 ár.
Aukin sjálfbærni

Guðjón segir að þau hafi ekki lent beint í tjóni út af rafmagnsleysi, en það hefur skapast óvissa í rekstri, sem er alltaf slæm. „Við fengum tvo róbóta á síðasta ári sem við vildum tryggja í raforkuöryggi sem og með vörn fyrir spennuflökti. Mjólkurtankur er um leið á varaafli. Fjárfestingin með róbóta og tilheyrandi breytingum á eldra fjósi var um 100 milljónir króna,“ segir Guðjón en áður var notuð gömul dísilvél sem þau voru hætt að treysta.

„Hver og einn verður að skoða hvað hentar, en við sáum möguleika í þessum búnaði sem varaafl og vörn gegn spennuflökti. Þá er engin spurning að möguleiki á nýtingu umhverfisvænnar orku eins og sólarorku og vindorku gerir þetta að spennandi kosti. Við höfum reynt að auka sjálfbærni á búinu sl. ár eins og kostur er og um leið lækka kolefnisspor búsins. Þessi búnaður til að tryggja varaafl fellur vel að sjálfbærnihugsun og lækkun á kolefnisspori. Við höfum reynt að gera búið og fóður sem mest óháð innflutningi, til dæmis með því að einbeita okkur að góðri túnræktun með uppskeru af sem mestum gæðum. Þá höfum við ræktað korn síðastliðin 15 ár og þurrkum með eigin þurrkstöð á heitu vatni. Þannig getum við fengið íslenskt kjarnfóður með eigin byggi sem kolvetnagjafa og íslenskt fiskimjöl sem prótíngjafa.

Næsti áfangi er að kanna með sólarorkubúnað á þak og tengingar á þessum búnaði. Við erum þegar farnir af stað með könnun á þessum búnaði og kostnaði,“ segir Guðjón.

Skylt efni: Sólarorka

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...