Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Orkuver á þaki fjóss. Nú stendur yfir rannsókn á virkni sólarsella á Íslandi og var sett upp sólarorkuver á Eystri-Leirárgörðum til gagnaöflunar.
Orkuver á þaki fjóss. Nú stendur yfir rannsókn á virkni sólarsella á Íslandi og var sett upp sólarorkuver á Eystri-Leirárgörðum til gagnaöflunar.
Mynd / ÁL
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af tilraunarverkefni sem unnið er í samstarfi Íslenskrar gagnavinnslu ehf. og Hannesar Magnússonar sem er búsettur á bænum.

Markmiðið er að safna gögnum um raforkuframleiðslu með sólarsellum við íslenskar aðstæður.

Hannes segir að hann og faðir hans, Magnús Hannesson, sem rekur kúabúið á Eystri­Leirárgörðum, hafi löngum verið nýjungagjarnir og óhræddir við að prófa nýja tækni. Þetta er ekki í fyrsta sem Íslensk gagnavinnsla ehf. vinnur að verkefni á Eystri­Leirárgörðum, en fyrir nokkrum árum var sett upp lítið gagnaver sem nýtti rafmagn úr vatnsaflsvirkjuninni á bænum. Á bak við fyrirtækið sem Hannes er í samstarfi við eru Krista Hannesdóttir og Anna Jonna Ármannsdóttir.

10 kw frá Kína

Sellurnar voru gangsettar í ágúst og eru 10 kw. Þau keyptu þær frá Kína og stóð upphaflega til að setja þær upp fyrr á árinu, en vegna tafa í afhendingu gekk það ekki eftir. Framleiðandinn seldi þeim heildarpakka með öllum búnaði og þurftu þau að breyta litlu, nema að styrkja festingarnar þar sem vindasamt er á þessum slóðum.

Hannes segir að enn sem komið er hafi ekki náðst full afköst þar sem sólarsellurnar voru gangsettar í lok sumars og dagsbirtan farin að þverra. Það kemur ekki að sök, enda er markmiðið að sjá hvernig framleiðslan er yfir allt árið til að geta lagt mat á fýsileika sólarorkuvera við íslenskar aðstæður. Aðrar spurningar sem leitað er svara við er hvaða festingar eru bestar fyrir þessi orkuver og hvaða áhrif hitastig hefur á virknina, en Hannes segir að sólarsellur nái betri afköstum í köldu umhverfi. Enn sem komið er nýtist allt rafmagnið á bænum og er hugsað sem viðbót við aðra orkugjafa.

Ótrygg orka

Enn er of snemmt að gefa upp nákvæmlega hversu mikla orku fjósþakið nær að framleiða. Það sést þó strax að orkan er ótrygg þar sem að skýjafar og staða sólar hefur mikil áhrif. Nú þegar farið er að hausta nást umtalsvert minni afköst en hægt er að vænta að sumri og um leið og ský dregur fyrir sólu hrynur framleiðslan. Hannes segir líklegt að eftir eitt til tvö ár verði hægt að draga einhverjar ályktanir, en stefnan er að bera saman tölur frá raforkuverinu við gögn frá Veðurstofunni.

Afstaða þaksins nær fullkomin

Samanborið við aðra orkugjafa segir hann að sólarsellur sem þessar hafi litla sem enga röskun í för með sér. Þarna var þakið þegar til staðar og ekki þurfti að gera mikið meira en að skrúfa sellurnar fastar. Staðsetning raforkuversins er mjög heppileg til að nýta sólargeislana, en Hannes segir að ákjósanlegast væri ef þakið snéri fimm gráðum meira til vesturs

Þau sem standa á bakvið verkefnið hafa séð að verðið á sólarsellum hefur lækkað stöðugt undanfarin misseri. Samfara hækkandi raforkuverði, sérstaklega erlendis, þá fer þessi orkuframleiðsla sífellt að verða eftirsóknarverðari. Efniskostnaðurinn við þetta orkuver var rúm milljón króna, en ofan á það bætast gjöld fyrir vinnu.

Ólíklegt að snjór safnist

Aðspurður um hvernig snjór muni hafa áhrif á raforkuframleiðsluna, segist Hannes hafa litlar áhyggjur af því. Yfirleitt þegar snjóar á þessum slóðum fylgir því svo mikill vindur að ekkert safnast á þökum. Ef fönn skyldi safnast þá er flöturinn svartur sem verður til þess að mjöllin bráðnar mjög snöggt.

Skylt efni: raforkuframleiðsla

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í þessu tölublaði.

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...

Vantar hvata til að halda áfram
Fréttir 25. maí 2023

Vantar hvata til að halda áfram

Bændur á bæjunum Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá í Miðfirði standa nú í samningavið...

Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni ...